Fleiri fréttir Maður á sjötugsaldri numinn á brott Maður á sjötugsaldri var numinn brott af heimili sínu í Garðinum af fjórum mönnum á laugardagskvöld. Mennirnir stungu honum í farangursgeymslu bifreiðar, létu hann dúsa þar í sjö klukkustundir og gengu í skrokk á honum. Lögregla fer með málið sem mannrán. 27.3.2006 18:46 Enn óvitað um norrænt lyfjasamstarf Bóluefni gegn fuglaflensu er hvergi til í heiminum í dag. Ekki liggur fyrir hvort norrænt samstarf verður um lyfjaverksmiðju en það ætti að koma í ljós um mánaðarmótin. Ef ekki þarf að kaupa tryggingu um að fá lyfið hjá lyfjaframleiðendum ef flensan verður að heimsfaraldri. 27.3.2006 18:45 Ávísanir á undanhaldi Það er nánast liðin tíð að Íslendingar skrifi út ávísanir fyrir vörur og þjónustu og dæmi eru um að verslanir og fyrirtæki taki ekki við þeim. 27.3.2006 18:45 Lést í sprengingu við Kárahnjúka 27 ára íslenskur karlmaður lét lífið rétt austan við Kárahnjúka í morgun. Sprengihleðsla sprakk og kom af stað grjóthruni í aðgöngum fjögur við Desjarárstíflu. Oddur Friðriksson, yfritrúnaðarmaður á staðnum, segir samstarfsmenn mannsins harmi slegna en hugur þeirra sé hjá aðstandendum. 27.3.2006 18:36 Sýni tekin úr 1700 fuglum Tekin verða sýni úr 1700 fuglum víða um land til þess að fylgjast með því hvort og hvenær fuglaflensan kemur til landsins. Þetta kom fram í fyrirlestri Jarles Reiersens, dýralækni alifuglasjúkdóma, í Háskóla Íslands í dag. 27.3.2006 18:00 Krefur Vestmannaeyjabæ um 26 milljónir vegna starfsloka Fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum krefur bæinn um rúmar 26 milljónir króna vegna meintra vanefnda á ráðningarsamningi hans. Bænum hefur borist bréf þessa efnis og það verður tekið fyrir á bæjarráðsfundi síðar í dag. 27.3.2006 17:45 Forðaði ráðherra sér úr ráðherrastólnum vegna álits Umboðsmanns? Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, segir fyrrverandi félagsmálaráðherra hafa forðað sér úr ráðherrastólnum til að þurfa ekki að svara fyrir ráðningu sína á ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. 27.3.2006 17:45 Bóluefnin virka tæpast Dr. Isabelle Bonmarin, farsóttafræðingur við Heilbrigðiseftirlitsstofnun Frakklands segir bóluefni sem verið er að þróa gegn veirunni eins og hún er í dag muni hafa lítið sem ekkert gagn ef til þess kemur að veiran stökkbreytist þannig að hún smitist milli manna. 27.3.2006 17:35 Sekt fyrir að stefna ungmennum í hættu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt forsvarsmann verktakafyrirtækis til að greiða 90 þúsund krónur í sekt fyrir brot á lögum og reglum um öryggi á vinnustöðum við uppsetningu vinnupalla vegna framkvæmda. 27.3.2006 17:30 Sóttu uppsagnarbréfin í dag Íslenskir stafsmenn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sóttu margir í dag uppsagnarbréf sín. Formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja vonast til að það skýrist sem fyrst hvaða starfsmenn halda störfum sínum. 27.3.2006 17:21 Sameinast í Nýsköpunarmiðstöð Íslands Byggðastofnun, Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun iðnaðarins verða sameinaðar í nýja miðstöð, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ef frumvarp iðnaðarráðherra nær fram að ganga. Tilgangur þessarra breytinga er að sögn iðnaðarráðherra að bæta stuðningskerfi ríkisiins gagnvart atvinnulífinu. 27.3.2006 16:51 Áhættugreining vegna hugsanlegs goss og hlaups niður Mýrdalssand Á árinu 1999 fengu Almannavarnir ríkisins (nú almannavarnadeild Ríkislögreglustjórans) aukafjárveitingu, til að vinna að áhættugreiningu fyrir Kötlusvæðið. Ástæðan var aukin virkni á Mýrdalsjökulssvæðinu og jarðfræðilegar breytingar, sem þykja vera fyrirboði um eldgos. 27.3.2006 15:46 Útdráttur úr formála hættumats Hinn 23. desember 2002 óskaði almannavarnarnefnd Rangárvallasýslu þess við Almannavarnir ríkisins að unnið yrði hættumat og áhættugreining vegna eldgosa og meðfylgjandi jökulhlaupa í Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli. 27.3.2006 15:43 Ein fjölmennasta neyðarvarnaræfing í sögu Rauða krossins Rúmlega 100 þátttakendur frá Rauða krossi Íslands voru í almannavarnaæfingunni Bergrisinn 2006 nú um helgina. Þetta er ein fjölmennasta æfing sem Rauði krossinn hefur átt aðild að, en hún var lokahnykkurinn í gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökulhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum. 27.3.2006 14:29 Eimskip kaupir helming í Innovate Holdings Eimskip hefur fest kaup á helmingshlut í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holdings. Forstjóri Eimskips sér mikil tækifæri til frekari sóknar á sviði hitastýrðra flutninga með kaupunum og horfir meðal annars til viðskipta við félög eins og Bakkavör og Icelandic Group í Bretlandi, en þau félög eru einnig í eigu Íslendinga. 27.3.2006 14:10 Uppsagnarbréf starfsmanna varnarliðsins afhent í dag Allir íslenskir starfsmenn varnarliðsins, tæplega sex hundruð talsins, geta fengið uppsagnarbréf sín afhent í dag. Að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafulltrúa varnarliðsins, geta þeir annaðhvort sótt þau frá klukkan þrjú eða fengið þau send í pósti. Uppsagnarfrestur fólks er misjafn, á milli þrír og sex mánuðir, en gert er ráð fyrir starfslokum allra fyrir 30. september. 27.3.2006 13:59 Sérfræðingur Microsoft í öryggismálum staddur hér á landi Jesper Johansson, einn þekktasti sérfræðingur Microsoft í öryggismálum, er staddur hér á landi. Hann hefur skorað á hólm margar viðteknar venjur og aðferðir í öryggismálum varðandi upplýsingatækni. 27.3.2006 13:29 Laugalækjarskóli rýmdur vegna reyks Slökkviliðið var kallað að Laugalækjarskóla í Reykjavík um tólfleytið í dag. Pappír var settur í örbylgjuofn í kjallara skólans. 27.3.2006 13:26 Framkvæmdir stöðvaðar við gamla Hlaðvarpann Framkvæmdir við ris gamla Hlaðvarpans hafa verið stöðvaðar á meðan verið er að rannsaka hvort þær standist deiliskipulag. Grunur leikur á að hæð rissins sé of mikil. 27.3.2006 12:45 Búið að opna Ólafsfjarðarmúla eftir snjóflóð í morgun Snjóflóð féll á veginn um Ólafsfjarðarmúla um klukkan hálfellefu í morgun. Búið er að opna veginn aftur og er hann nú greiðfær. Á Norðausturlandi er hálka, snjóþekja, skafrenningur og éljagangur. Ófært er á Lágheiði. 27.3.2006 11:58 Nýr formaður SFR Árni Stefán Jónsson var kjörinn formaður SFR, stéttarfélags i almannaþjónustu á aðalfundi félagsins síðastliðinn laugardag. Árni Stefán hefur verið framkvæmdastjóri félagsins undanfarin 16 ár. 27.3.2006 10:56 Maður lést í sprengingu á Kárahnjúkasvæðinu Karlmaður á tuttugasta og sjöunda aldursári lést í sprengingu á Kárahnjúkasvæðinu snemma í morgun. Engin slys urðu á öðru fólki. 27.3.2006 10:55 Aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar Forráðamenn stærstu fyrirtækja landsins telja aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar. Þetta kemur fram í nýrri könnun IMG Gallup um stöðu og horfur stærstu fyrirtækja á Íslandi. 75 prósent aðspurðra telja aðstæðurnar góðar en um 11 prósent telja þær slæmar. 27.3.2006 10:36 Harður árekstur varð rétt ofan við Höfðabakka og Gullinbrú Harður árekstur varð rétt ofan við gatnamótin á Höfðabakka og Gullinbrú rétt fyrir klukkan níu í morgun. Bifreið var ekið aftan á aðra með þeim afleiðingum að sú tókst á loft, lenti á tré og þaðan á kyrrstæðan bíl sem var lagt á bílastæði ofan við götuna. Bifreiðin endaði síðan fór sína á grjótgarði sem aðskilur bílastæðið og götuna. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka en tveir bílanna eru ónýtir. 27.3.2006 09:54 Ófært á Norðurlandi Veðurstofan tilkynninr að greiðfært sé um Suður- og Vesturland en éljagangur er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er búið að moka Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði, Klettsháls og Steingrímsfjarðarheiði en þar er hálkublettir og skafrenningur. 27.3.2006 09:47 Albert Jónsson næsti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum? Albert Jónsson, sem var ráðgjafi Davíðs Oddssonar um árabil, einkum í öryggismálum, og Davíð skipaði sendiherra undir lok utanríkisráðherratíðar sinnar, verður að öllum líkindum næsti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 27.3.2006 07:55 Skrölti af vettvangi með aðeins þrjú hjól undir bílnum Maður sem olli hörðum árekstri í Keflavík í fyrrinótt, en tókst að skrölta af vettvangi þó aðeins þrjú hjól væru eftir undir bílnum, gaf sig fram við lögregluna í gærkvöldi. 27.3.2006 07:17 Rán í Essó stöðinni við Háholt Lögregla handtók í nótt þrjá unga menn í bíl í Hafnarfirði, grunaða um aðild að ráni, sem framið var í Essó stöðinni við Háholt í Mosfellsbæ á tólfta tímanum í gærkvöldi. 27.3.2006 07:14 Um tuttugu tegundir á hundasýningu Íshunds Það var líf og fjör á alþjóðlegri hundasýningu hjá hundaræktunarfélaginu Íshundi nú um helgina. Þær voru ekki ófáar fyrirsæturnar og þær kunna svo sannarlega að meta athyglina. 26.3.2006 18:45 Æfingu lokið Bergrisanum 2006 lauk kl. 15.30 í dag. Á milli 1400 og 1500 manns; íbúar, stjórnendur og viðbragðsaðilar tóku þátt í æfingunni um helgina. Á næstunni munu viðbragðsaðilar og stjórnendur rýna æfinguna og nýta niðurstöður þeirra vinnu til endurbóta á neyðarskipulagi vegna eldgosa í Mýrdalsjökli. 26.3.2006 18:00 Fjölmenni á stofnfundi AFA Fjölmenni var á stofnfundi AFA, Aðstandendafélags aldraðra í Hafnarfirði í dag. Heilbrigðisráðherra segir vitundarvakningu hafa orðið í málefnum aldraðra. 26.3.2006 17:53 Rótahátíð í Menntaskólanum á Ísafirði Rótahátíð var haldin í Menntaskólanum á Ísafirði í dag til að fagna fjölbreytileika í samfélaginu. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum alþingismaður, ráðherra og skólameistari MÍ setti hátíðina formlega í dag klukkan eitt. 26.3.2006 16:09 Áætlunarflug British Airways til Íslands er hafið. Þota félagsins, af gerðinni Boeing 737-400, lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun með 66 farþega og tók til baka með 78 manns til Gatwick-flugvallar í London. 26.3.2006 16:07 Sjálstæðismenn með vísan meirihluta Sjálfstæðismenn ættu næstan vísan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðaðið birtir í dag. Samfylkingin fengi fimm borgarfulltrúa og Vinstri grænir einn. Framsóknarflokkurinn mælist minnstur flokka í Reykjavík, og nær ekki inn manni frekar en Frjálslyndir, sem þó bæta við sig fylgi. 26.3.2006 12:00 Flestar leiðir færar Skafrenningur og þæfingur er víða á vegum um landið en þó eru flestar leiðir færar. Á Vestfjörðum er þæfingur á Dynjandisheiði og jeppaslóð er yfir Hrafnseyararheiði. Skafrenningur er á heiðum á Vestfjörðum. Á Norðurlandi er víða éljagangur og skafrenningur en helstu leiðir eru færar. 26.3.2006 11:55 Par handtekið í nótt á rölti með eins árs gamalt barn sitt í vagni Lögreglan í Reykjavík handtók í nótt ölvað par á gangi með eins árs gamalt barn sitt í vagni, að sögn lögreglu var fólkið í mjög ölvað og verður það yfirheyrt þegar það verður búið að sofa úr sér. 26.3.2006 09:26 Myndir frá Kötlu Hér hefur verið safnað saman myndum tengdum Kötlu og viðbragðsáætlun við Kötluvá. 26.3.2006 12:26 Stjórnvöldum ber að fara sér hægt Forstjóri Vinnumálastofnunar segir íslensk stjórnvöld eiga að fara sér hægt í að opna fyrir frjálsa för fólks frá hinum nýju aðildarríkjum Evrópusambandsins. Ráðamenn þurfa að taka ákvörðun fyrir 1. maí um það hvernig verði að málunum staðið. 25.3.2006 18:45 26.grein stjórnarskrárinnar þarf að endurskoða Fræðimenn eru ekki sammála um hvort halda skuli synjunarvaldi forsetans til haga í endurskoðaðri stjórnarskrá. Þeir virðast þó vera á einu máli, um að ef synjunarvaldið verði áfram til staðar, þá verði að eyða óvissu um hvernig því skuli beitt. Þetta kom fram á málþingi í dag um forsetaembættið og stjórnarskrána í sögulegu ljósi. 25.3.2006 18:19 Danske bank sökkti Færeyjum Danske Bank lék ekki einvörðungu stóra rullu í hruni hagkerfis Færeyinga 1990 heldur naut bankinn aðstoðar danskra stjórnmálamanna við að flýja landið þegar allt var að komast í kalda kol, segir Högni Hoydal, þingmaður Færeyja á danska þjóðþinginu.Bankinn kom þó ekki upplýsingum á framfæri sem kafsigldu hagkerfið eins og Halldór Ásgrímsson hélt fram í fréttum NFS í gærkveldi. 25.3.2006 18:16 Greiningardeild Glitnis spáir 6% verðbólgu í maí Verðbólgan mun mælast sex prósent í maí gangi spáin greinindardeildar Glitnis eftir. Verðbólgan verður þá nokkuð yfir efri þolmörkum Seðlabankans, sem eru fjögur prósent, og hvergi nærri verðbólgumarkmiði bankans sem er tvö komma fimm prósent. Litlar líkur eru taldar á að verðbólgan fari undir efri þolmörk Seðlabankans í bráð. 25.3.2006 16:02 Bankakreppulykt frá Íslandi segir Berlingske Hlutabréf í íslensku bönkunum eru á brunaútsölu og bankakreppulykt leggur frá Íslandi. Þannig lýsir danskur hagfræðiprófessor ástandinu hér á landi í danska dagblaðinu Berlinske Tidende í dag. Fjárfestar sjá rautt, segir í fyrirsögn fréttarinnar. 25.3.2006 12:33 Kynjafræði eigi erindi inn í kennaramenntun Taka ætti upp kynjafræði í kennaranám meðal annars til að takast á við jafnréttismálin og kynferðisofbeldi í samfélaginu, að mati lektors í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands. Könnun sýnir að kennaranemar sýna námsgreininni mikinn áhuga. 25.3.2006 12:30 Ráðamenn eiga að virða reglur rétt eins og stjórnsýslulög Virði ráðamenn ekki reglur sem þeir sjálfir hafa sett, eins og stjórnsýslulög og álit Umboðsmanns Alþingis, er eins gott að leggja embættið niður segir Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður. Álit umboðsmanns Alþingis á vali fyrrum félagsmálaráðherra á ráðuneytsstjóra, er mjög harðort en samt ætlar núverandi félagsmálaráðherra ekkert að aðhafast. 25.3.2006 12:00 Lóan er komin Lóan er komin til landsins að kveða burt snjóinn. Fréttavefurinn Horn greinir frá því að tvær heiðlóur ársins hafi sést utan við Ósland á Höfn í Hornafirði um klukkan níu í morgun. 25.3.2006 11:04 Sjá næstu 50 fréttir
Maður á sjötugsaldri numinn á brott Maður á sjötugsaldri var numinn brott af heimili sínu í Garðinum af fjórum mönnum á laugardagskvöld. Mennirnir stungu honum í farangursgeymslu bifreiðar, létu hann dúsa þar í sjö klukkustundir og gengu í skrokk á honum. Lögregla fer með málið sem mannrán. 27.3.2006 18:46
Enn óvitað um norrænt lyfjasamstarf Bóluefni gegn fuglaflensu er hvergi til í heiminum í dag. Ekki liggur fyrir hvort norrænt samstarf verður um lyfjaverksmiðju en það ætti að koma í ljós um mánaðarmótin. Ef ekki þarf að kaupa tryggingu um að fá lyfið hjá lyfjaframleiðendum ef flensan verður að heimsfaraldri. 27.3.2006 18:45
Ávísanir á undanhaldi Það er nánast liðin tíð að Íslendingar skrifi út ávísanir fyrir vörur og þjónustu og dæmi eru um að verslanir og fyrirtæki taki ekki við þeim. 27.3.2006 18:45
Lést í sprengingu við Kárahnjúka 27 ára íslenskur karlmaður lét lífið rétt austan við Kárahnjúka í morgun. Sprengihleðsla sprakk og kom af stað grjóthruni í aðgöngum fjögur við Desjarárstíflu. Oddur Friðriksson, yfritrúnaðarmaður á staðnum, segir samstarfsmenn mannsins harmi slegna en hugur þeirra sé hjá aðstandendum. 27.3.2006 18:36
Sýni tekin úr 1700 fuglum Tekin verða sýni úr 1700 fuglum víða um land til þess að fylgjast með því hvort og hvenær fuglaflensan kemur til landsins. Þetta kom fram í fyrirlestri Jarles Reiersens, dýralækni alifuglasjúkdóma, í Háskóla Íslands í dag. 27.3.2006 18:00
Krefur Vestmannaeyjabæ um 26 milljónir vegna starfsloka Fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum krefur bæinn um rúmar 26 milljónir króna vegna meintra vanefnda á ráðningarsamningi hans. Bænum hefur borist bréf þessa efnis og það verður tekið fyrir á bæjarráðsfundi síðar í dag. 27.3.2006 17:45
Forðaði ráðherra sér úr ráðherrastólnum vegna álits Umboðsmanns? Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, segir fyrrverandi félagsmálaráðherra hafa forðað sér úr ráðherrastólnum til að þurfa ekki að svara fyrir ráðningu sína á ráðuneytisstjóra félagsmálaráðuneytisins. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag. 27.3.2006 17:45
Bóluefnin virka tæpast Dr. Isabelle Bonmarin, farsóttafræðingur við Heilbrigðiseftirlitsstofnun Frakklands segir bóluefni sem verið er að þróa gegn veirunni eins og hún er í dag muni hafa lítið sem ekkert gagn ef til þess kemur að veiran stökkbreytist þannig að hún smitist milli manna. 27.3.2006 17:35
Sekt fyrir að stefna ungmennum í hættu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt forsvarsmann verktakafyrirtækis til að greiða 90 þúsund krónur í sekt fyrir brot á lögum og reglum um öryggi á vinnustöðum við uppsetningu vinnupalla vegna framkvæmda. 27.3.2006 17:30
Sóttu uppsagnarbréfin í dag Íslenskir stafsmenn Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli sóttu margir í dag uppsagnarbréf sín. Formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja vonast til að það skýrist sem fyrst hvaða starfsmenn halda störfum sínum. 27.3.2006 17:21
Sameinast í Nýsköpunarmiðstöð Íslands Byggðastofnun, Iðntæknistofnun og Rannsóknarstofnun iðnaðarins verða sameinaðar í nýja miðstöð, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, ef frumvarp iðnaðarráðherra nær fram að ganga. Tilgangur þessarra breytinga er að sögn iðnaðarráðherra að bæta stuðningskerfi ríkisiins gagnvart atvinnulífinu. 27.3.2006 16:51
Áhættugreining vegna hugsanlegs goss og hlaups niður Mýrdalssand Á árinu 1999 fengu Almannavarnir ríkisins (nú almannavarnadeild Ríkislögreglustjórans) aukafjárveitingu, til að vinna að áhættugreiningu fyrir Kötlusvæðið. Ástæðan var aukin virkni á Mýrdalsjökulssvæðinu og jarðfræðilegar breytingar, sem þykja vera fyrirboði um eldgos. 27.3.2006 15:46
Útdráttur úr formála hættumats Hinn 23. desember 2002 óskaði almannavarnarnefnd Rangárvallasýslu þess við Almannavarnir ríkisins að unnið yrði hættumat og áhættugreining vegna eldgosa og meðfylgjandi jökulhlaupa í Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli. 27.3.2006 15:43
Ein fjölmennasta neyðarvarnaræfing í sögu Rauða krossins Rúmlega 100 þátttakendur frá Rauða krossi Íslands voru í almannavarnaæfingunni Bergrisinn 2006 nú um helgina. Þetta er ein fjölmennasta æfing sem Rauði krossinn hefur átt aðild að, en hún var lokahnykkurinn í gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökulhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum. 27.3.2006 14:29
Eimskip kaupir helming í Innovate Holdings Eimskip hefur fest kaup á helmingshlut í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holdings. Forstjóri Eimskips sér mikil tækifæri til frekari sóknar á sviði hitastýrðra flutninga með kaupunum og horfir meðal annars til viðskipta við félög eins og Bakkavör og Icelandic Group í Bretlandi, en þau félög eru einnig í eigu Íslendinga. 27.3.2006 14:10
Uppsagnarbréf starfsmanna varnarliðsins afhent í dag Allir íslenskir starfsmenn varnarliðsins, tæplega sex hundruð talsins, geta fengið uppsagnarbréf sín afhent í dag. Að sögn Friðþórs Eydals, upplýsingafulltrúa varnarliðsins, geta þeir annaðhvort sótt þau frá klukkan þrjú eða fengið þau send í pósti. Uppsagnarfrestur fólks er misjafn, á milli þrír og sex mánuðir, en gert er ráð fyrir starfslokum allra fyrir 30. september. 27.3.2006 13:59
Sérfræðingur Microsoft í öryggismálum staddur hér á landi Jesper Johansson, einn þekktasti sérfræðingur Microsoft í öryggismálum, er staddur hér á landi. Hann hefur skorað á hólm margar viðteknar venjur og aðferðir í öryggismálum varðandi upplýsingatækni. 27.3.2006 13:29
Laugalækjarskóli rýmdur vegna reyks Slökkviliðið var kallað að Laugalækjarskóla í Reykjavík um tólfleytið í dag. Pappír var settur í örbylgjuofn í kjallara skólans. 27.3.2006 13:26
Framkvæmdir stöðvaðar við gamla Hlaðvarpann Framkvæmdir við ris gamla Hlaðvarpans hafa verið stöðvaðar á meðan verið er að rannsaka hvort þær standist deiliskipulag. Grunur leikur á að hæð rissins sé of mikil. 27.3.2006 12:45
Búið að opna Ólafsfjarðarmúla eftir snjóflóð í morgun Snjóflóð féll á veginn um Ólafsfjarðarmúla um klukkan hálfellefu í morgun. Búið er að opna veginn aftur og er hann nú greiðfær. Á Norðausturlandi er hálka, snjóþekja, skafrenningur og éljagangur. Ófært er á Lágheiði. 27.3.2006 11:58
Nýr formaður SFR Árni Stefán Jónsson var kjörinn formaður SFR, stéttarfélags i almannaþjónustu á aðalfundi félagsins síðastliðinn laugardag. Árni Stefán hefur verið framkvæmdastjóri félagsins undanfarin 16 ár. 27.3.2006 10:56
Maður lést í sprengingu á Kárahnjúkasvæðinu Karlmaður á tuttugasta og sjöunda aldursári lést í sprengingu á Kárahnjúkasvæðinu snemma í morgun. Engin slys urðu á öðru fólki. 27.3.2006 10:55
Aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar Forráðamenn stærstu fyrirtækja landsins telja aðstæður í efnahagslífinu almennt góðar. Þetta kemur fram í nýrri könnun IMG Gallup um stöðu og horfur stærstu fyrirtækja á Íslandi. 75 prósent aðspurðra telja aðstæðurnar góðar en um 11 prósent telja þær slæmar. 27.3.2006 10:36
Harður árekstur varð rétt ofan við Höfðabakka og Gullinbrú Harður árekstur varð rétt ofan við gatnamótin á Höfðabakka og Gullinbrú rétt fyrir klukkan níu í morgun. Bifreið var ekið aftan á aðra með þeim afleiðingum að sú tókst á loft, lenti á tré og þaðan á kyrrstæðan bíl sem var lagt á bílastæði ofan við götuna. Bifreiðin endaði síðan fór sína á grjótgarði sem aðskilur bílastæðið og götuna. Einn var fluttur á slysadeild með minniháttar áverka en tveir bílanna eru ónýtir. 27.3.2006 09:54
Ófært á Norðurlandi Veðurstofan tilkynninr að greiðfært sé um Suður- og Vesturland en éljagangur er á Holtavörðuheiði. Á Vestfjörðum er búið að moka Hrafnseyrarheiði, Dynjandisheiði, Klettsháls og Steingrímsfjarðarheiði en þar er hálkublettir og skafrenningur. 27.3.2006 09:47
Albert Jónsson næsti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum? Albert Jónsson, sem var ráðgjafi Davíðs Oddssonar um árabil, einkum í öryggismálum, og Davíð skipaði sendiherra undir lok utanríkisráðherratíðar sinnar, verður að öllum líkindum næsti sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. 27.3.2006 07:55
Skrölti af vettvangi með aðeins þrjú hjól undir bílnum Maður sem olli hörðum árekstri í Keflavík í fyrrinótt, en tókst að skrölta af vettvangi þó aðeins þrjú hjól væru eftir undir bílnum, gaf sig fram við lögregluna í gærkvöldi. 27.3.2006 07:17
Rán í Essó stöðinni við Háholt Lögregla handtók í nótt þrjá unga menn í bíl í Hafnarfirði, grunaða um aðild að ráni, sem framið var í Essó stöðinni við Háholt í Mosfellsbæ á tólfta tímanum í gærkvöldi. 27.3.2006 07:14
Um tuttugu tegundir á hundasýningu Íshunds Það var líf og fjör á alþjóðlegri hundasýningu hjá hundaræktunarfélaginu Íshundi nú um helgina. Þær voru ekki ófáar fyrirsæturnar og þær kunna svo sannarlega að meta athyglina. 26.3.2006 18:45
Æfingu lokið Bergrisanum 2006 lauk kl. 15.30 í dag. Á milli 1400 og 1500 manns; íbúar, stjórnendur og viðbragðsaðilar tóku þátt í æfingunni um helgina. Á næstunni munu viðbragðsaðilar og stjórnendur rýna æfinguna og nýta niðurstöður þeirra vinnu til endurbóta á neyðarskipulagi vegna eldgosa í Mýrdalsjökli. 26.3.2006 18:00
Fjölmenni á stofnfundi AFA Fjölmenni var á stofnfundi AFA, Aðstandendafélags aldraðra í Hafnarfirði í dag. Heilbrigðisráðherra segir vitundarvakningu hafa orðið í málefnum aldraðra. 26.3.2006 17:53
Rótahátíð í Menntaskólanum á Ísafirði Rótahátíð var haldin í Menntaskólanum á Ísafirði í dag til að fagna fjölbreytileika í samfélaginu. Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrum alþingismaður, ráðherra og skólameistari MÍ setti hátíðina formlega í dag klukkan eitt. 26.3.2006 16:09
Áætlunarflug British Airways til Íslands er hafið. Þota félagsins, af gerðinni Boeing 737-400, lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun með 66 farþega og tók til baka með 78 manns til Gatwick-flugvallar í London. 26.3.2006 16:07
Sjálstæðismenn með vísan meirihluta Sjálfstæðismenn ættu næstan vísan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðaðið birtir í dag. Samfylkingin fengi fimm borgarfulltrúa og Vinstri grænir einn. Framsóknarflokkurinn mælist minnstur flokka í Reykjavík, og nær ekki inn manni frekar en Frjálslyndir, sem þó bæta við sig fylgi. 26.3.2006 12:00
Flestar leiðir færar Skafrenningur og þæfingur er víða á vegum um landið en þó eru flestar leiðir færar. Á Vestfjörðum er þæfingur á Dynjandisheiði og jeppaslóð er yfir Hrafnseyararheiði. Skafrenningur er á heiðum á Vestfjörðum. Á Norðurlandi er víða éljagangur og skafrenningur en helstu leiðir eru færar. 26.3.2006 11:55
Par handtekið í nótt á rölti með eins árs gamalt barn sitt í vagni Lögreglan í Reykjavík handtók í nótt ölvað par á gangi með eins árs gamalt barn sitt í vagni, að sögn lögreglu var fólkið í mjög ölvað og verður það yfirheyrt þegar það verður búið að sofa úr sér. 26.3.2006 09:26
Myndir frá Kötlu Hér hefur verið safnað saman myndum tengdum Kötlu og viðbragðsáætlun við Kötluvá. 26.3.2006 12:26
Stjórnvöldum ber að fara sér hægt Forstjóri Vinnumálastofnunar segir íslensk stjórnvöld eiga að fara sér hægt í að opna fyrir frjálsa för fólks frá hinum nýju aðildarríkjum Evrópusambandsins. Ráðamenn þurfa að taka ákvörðun fyrir 1. maí um það hvernig verði að málunum staðið. 25.3.2006 18:45
26.grein stjórnarskrárinnar þarf að endurskoða Fræðimenn eru ekki sammála um hvort halda skuli synjunarvaldi forsetans til haga í endurskoðaðri stjórnarskrá. Þeir virðast þó vera á einu máli, um að ef synjunarvaldið verði áfram til staðar, þá verði að eyða óvissu um hvernig því skuli beitt. Þetta kom fram á málþingi í dag um forsetaembættið og stjórnarskrána í sögulegu ljósi. 25.3.2006 18:19
Danske bank sökkti Færeyjum Danske Bank lék ekki einvörðungu stóra rullu í hruni hagkerfis Færeyinga 1990 heldur naut bankinn aðstoðar danskra stjórnmálamanna við að flýja landið þegar allt var að komast í kalda kol, segir Högni Hoydal, þingmaður Færeyja á danska þjóðþinginu.Bankinn kom þó ekki upplýsingum á framfæri sem kafsigldu hagkerfið eins og Halldór Ásgrímsson hélt fram í fréttum NFS í gærkveldi. 25.3.2006 18:16
Greiningardeild Glitnis spáir 6% verðbólgu í maí Verðbólgan mun mælast sex prósent í maí gangi spáin greinindardeildar Glitnis eftir. Verðbólgan verður þá nokkuð yfir efri þolmörkum Seðlabankans, sem eru fjögur prósent, og hvergi nærri verðbólgumarkmiði bankans sem er tvö komma fimm prósent. Litlar líkur eru taldar á að verðbólgan fari undir efri þolmörk Seðlabankans í bráð. 25.3.2006 16:02
Bankakreppulykt frá Íslandi segir Berlingske Hlutabréf í íslensku bönkunum eru á brunaútsölu og bankakreppulykt leggur frá Íslandi. Þannig lýsir danskur hagfræðiprófessor ástandinu hér á landi í danska dagblaðinu Berlinske Tidende í dag. Fjárfestar sjá rautt, segir í fyrirsögn fréttarinnar. 25.3.2006 12:33
Kynjafræði eigi erindi inn í kennaramenntun Taka ætti upp kynjafræði í kennaranám meðal annars til að takast á við jafnréttismálin og kynferðisofbeldi í samfélaginu, að mati lektors í uppeldis- og menntunarfræði við Kennaraháskóla Íslands. Könnun sýnir að kennaranemar sýna námsgreininni mikinn áhuga. 25.3.2006 12:30
Ráðamenn eiga að virða reglur rétt eins og stjórnsýslulög Virði ráðamenn ekki reglur sem þeir sjálfir hafa sett, eins og stjórnsýslulög og álit Umboðsmanns Alþingis, er eins gott að leggja embættið niður segir Ragnar Hall hæstaréttarlögmaður. Álit umboðsmanns Alþingis á vali fyrrum félagsmálaráðherra á ráðuneytsstjóra, er mjög harðort en samt ætlar núverandi félagsmálaráðherra ekkert að aðhafast. 25.3.2006 12:00
Lóan er komin Lóan er komin til landsins að kveða burt snjóinn. Fréttavefurinn Horn greinir frá því að tvær heiðlóur ársins hafi sést utan við Ósland á Höfn í Hornafirði um klukkan níu í morgun. 25.3.2006 11:04