Innlent

Um tuttugu tegundir á hundasýningu Íshunds

Það var líf og fjör á alþjóðlegri hundasýningu hjá hundaræktunarfélaginu Íshundi nú um helgina. Þær voru ekki ófáar fyrirsæturnar og þær kunna svo sannarlega að meta athyglina.

Rúmlega tuttugu tegundir voru til sýnis á sýningunni og keppt var í hinum ýmsu aldursflokkum. Óhætt er að segja að fyrirsæturnar hafi heillað viðstadda þegar þær spígsporuðu um sýningarsvæðið og sýndu hæfileika sína. Sumir voru þó feimnari en aðrir og reyndu að láta lítið fyrir sér fara.

Dalsmynnis Hekla er átta mánaða gömul tík af papillon kyni. Hún vann sín fyrstu verðlaun sem fallegasta tíkin í flokki hvolpa og Dóra Þorgilsdóttir, eigandi hennar, var að vonum stoltur yfir árangri hennar.

Dóra á einnig Dalsmynnis Grímu sem er hundakyninu japanskur chin. Hún segir að tíkunum semji vel þótt ólíkar séu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×