Innlent

Segir Vilhjálm fulltrúa gamla íhaldsins

Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir að niðurstaða Prófkjörs Sjálfstæðismanna gefi kjósendum Reykjavíkurlistans sem hafi hallast að Sjálfstæðisflokknum í könnunum, góða ástæðu til að snúa aftur heim. Stefán segir Vilhjálm Þ Vilhjálmsson fulltrúa gamla íhaldsins sem Reykvíkingar hafi kosið burt fyrir áratug. Hann telur að það fólk sem hafi verið tilbúið að ljá nýjum manni stuðning í prófkjörinu, hafi ekki minnsta áhuga á Vilhjálmi og eigi því að snúa sér að öðrum kosti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×