Innlent

Íranar falast eftir viðræðum um kjarnorkumál

Yfirmaður samninganefndar Írana um kjarnorkumál hefur falast eftir viðræðum við Frakka Breta og Þjóðverja vegna kjarnorkuáætlunar Írana. Ali Larijani, sem fer fyrir samninganefndinni, skrifaði sendiherrum Evrópuríkjanna þriggja bréf, þar sem þess er farið á leit að viðræður hefjist að nýju, en það slitnaði upp úr þeim í ágúst og ekkert hefur gerst síðan. Eftir ummæli forseta Írans um að réttast væri að þurrka Ísrael út af landakortinu, hafa raddir um að þeir láti af kjarnorkuáætlun sinni aftur orðið háværar.
 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×