Innlent

Vilhjálmur sigraði örugglega

Vilhjálmur Þ. Vilhjámsson sigraði örugglega í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem lauk í gær. Hann hlaut fimmtíu og eitt komma sex prósent atkvæða í fyrsta sætið, en Gísli Marteinn Baldursson hlaut tæp fjörutíu og tvö prósent. Hanna Birna Kristjánssdóttir fékk meira en helming atkvæða í annað sætið og auk þess fleiri atkvæði en Gísli í fyrsta og annað sætið til samans. Gísli Marteinn tekur því þriðja sæti á listanum. Allar fimm konurnar sem buðu sig fram í prófkjörinu náðu inn í tíu efstu sætin. Metþátttaka var í prófkjörinu og alls greiddu tólf þúsund fjögur hundruð fimmtíu og þrír atkvæði. Tæplega tuttugu og eitt þúsund manns voru á kjörskrá og því var kjörsókn fimmtíu og níu komma fjögur prósent. Til samanburðar kusu rúmlega sjö þúsund manns í síðasta prófkjöri og þá var kjörsóknin rétt um fjörutíu og þrjú prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×