Innlent

Framhaldsskólanemar mótmæla

Framhaldsskólakennarar ætla að leggja niður vinnu eftir helgi til að mótmæla styttingu náms til stúdentsprófs. Framhaldsskólanemar vilja hins vegar ekki sjá samræmd stúdentspróf og krefjast þess að þau verði lögð niður hið fyrsta.

Forystumenn nemendafélaga nokkurra skóla hittust til að skipuleggja mótmælaaðgerðir gegn samræmdum stúdentsprófum, í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð klukkan þrjú í dag.

Samræmdu stúdentsprófin eru nýjung, þau voru lögð fyrir í fyrsta skipti í vor sem skylda og eiga að auðvelda samnburð á milli framhaldsskóla. Nemendurnir telja þau til allsherjar ama og óþurftar.

Helga Pálsdóttir, nemi í MH og einn skiðuleggjanda fundarins, segir aðalástæðu fundarins vera þá að framhaldsskólanemendur vilji ekki að skólar þeirra séu bornir saman. Hún segir að nemar vilji ekki að skólarnir séu metnir út frá einum stöðluðum grundvelli heldur beri að fagna fjölbreytni milli skólanna.

Íslenskir háskólar eru ekki enn farnir að horfa til samræmdra stúdentsprófa við val á nemendur. Forystumenn nemendafélaganna sem hittust í dag ætla að safna undirskriftum og hvetja nemendur í íslenskum framhaldsskólum til þess að sniðganga hin samræmdu stúdentspróf.

Það eru ekki bara framhaldsskólanemar sem eru ósáttir en framhaldsskólakennarar ætla að koma saman eftir helgina og mótmæla en þeir eru ósáttir við að stytta eigi nám til stúdentsprófs úr fjórum árum í þrjú. Þetta eru kennarar úr  fimm menntaskólum sem munu koma saman og mótmæla úr Menntaskólanum í Reykjavík, Menntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum við Sund, Verslunarskólanum og Kvennaskólanum en allir þessir skólar eru með bekkjakerfi. Kennarar skólanna telja að stytting námstímans verði bekkjakerfið eyðilagt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×