Innlent

3 á slysadeild eftir bílveltu

Þrír voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Suðurlandsvegi nærri Bláfjallaafleggjaranum laust fyrir miðnætti í gær. Bílinn fór út af veginum og valt eftir að annar bíll keyrði aftan á hann. Sá kom á mikilli ferð og var líklega að reyna að taka fram úr þegar ekki vildi betur til en svo að bíllinn fór aftan á hinn með fyrrgreindum afleiðingum. Ökumaður bílsins sem olli slysinu var á mjög mikilli ferð og hafði tekið fram úr mörgum bílum áður en óhappið varð. Skömmu síðar velti hann svo sínum eigin bíl, en slasaðist ekki. Grunur leikur á að hann hafi verið ölvaður undir stýri. Að sögn lögreglunnar í Kópavogi var ökumanninum sleppt að lokinni skýrslutöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×