Innlent

Hanna Birna fékk flest atkvæði

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vann yfirburðarsigur yfir Gísla Marteini Baldurssyni í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hlaut tæp fimmtíu og tvö prósent atkvæða í fyrsta sætið en Gísli Marteinn fjörutíu og tvö prósent. Hanna Birna Kristjánsdóttir vann ekki síður sigur en Vilhjálmur. Hún fékk meira en helming atkvæða í annað sætið og flest atkvæði allra í prófkjörinu í fyrstu tíu sætin.

Hanna Birna Kristjánssdóttir fékk meira en helming atkvæða í annað sætið og auk þess fleiri atkvæði en Gísli Marteinn Baldursson í fyrsta og annað sætið til samans. Sökum þess hve örugga kosningu Hanna Birna hlaut í annað sætið tekur Gísli Marteinn þriðja sæti á listanum.

Hún segist hafa átt von á því að sér myndi ganga vel en hún hefði allt eins átt von á því af færast niður í þriðja sætið. Hanna Birna segist þó vera alsæl og þakklát með úrslitin.

Reyndar náðu allar fimm konurnar sem buðu sig fyrstu tíu sætin og þar af röðuðust fjórar í fyrstu átta sætin. Hanna Birna segir að konurnar hafi allar verið frambærilegar og mjög öflugar konur sem hafi hlotið kosningu í samræmi við það. Það sýndi jafnframt að konur í Sjálfstæðisflokknum hefurðu nákvæmlega sömu tækifæri og karlar. Hún segir að Vilhjálmur hefði verið kosinn oddviti flokksins og þeir sem hefðu hlotið kosningu myndu fylkja sig í kringum hann.

Metþátttaka var í prófkjöri Sjálfstæðismanna. Tæplega 21.000 manns voru á kjörskrá og kjörsókn var rúm 59%. Til samanburðar kusu rúmlega 7.000 manns í síðasta prófkjöri og þá var kjörsóknin rétt um 43%.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×