Innlent

Sparkað í mann fyrir utan Select

Sparkað var í andlit manns að tilefnislausu fyrir utan Select í Breiðholti um klukkan sjö í morgun. Vitni að atburðinum segir að fórnarlambið hafi verið á leið út úr versluninni þegar árásarmaðurinn, sem var með öðrum manni, hafi sparkað framan í hann. Engin samskipti hafi átt sér stað áður en árásin átti sér stað. Vitnið, sem hefur unnið með mönnum frá Eystrasaltslöndunum, segir að árásarmaðurinn sé líklegast Letti. Hann náði númeri bíls árásarmannsins og lét lögreglu vita. Þar sem vitnið vissi af fjölbýlishúsi í Breiðholtinu þar sem mikið af Lettum býr, ákvað hann að fara þangað og sá þar umræddan bíl. Hringdi aftur í lögregluna og bauðst til þess að bíða fyrir utan til að bera vitni. Þegar nærri klukkutími hafi verið liðinn og lögregla enn ekki komin, hafi honum verið tjáð að hann þyrfti ekki að bíða lengur. Þegar fréttastofa hafði samband við lögregluna í Reykjavík, staðfesti hún að árásin hefði átt sér stað, en sagði að árásarmaðurinn væri enn ófundinn og verið væri að vinna í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×