Fleiri fréttir Búið að telja 2.077 atkvæði Staða í prófkjöri Sjálfstæðismanna er á þann veg að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson heldur áfram fyrsta sætinu með 1.162 atkvæði, þegar 2.077 atkvæði höfðu verið talin fyrir stuttu. Hanna Birna Kristjánsdóttir er í 1.-2. sæti og Gísli Marteinn Baldursson er í 1.-3. sæti. 5.11.2005 19:48 Vilhjálmur áfram í 1. sæti Klukkan 19 var búið að telja 1.342 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er áfram í fyrsta sætinu. 5.11.2005 19:12 Minniháttar bruni í heimahúsi Slökkvilið Reykjavíkur fékk tilkynningu um bruna í heimahúsi við Laugaveg rétt fyrir klukkan sex nú undir kvöldið. Um minniháttar bruna var að ræða en kveiknað hafði í sjónvarpi og voru glæringar frá tækinu. Ekki reyndist þörf á að reykræsta íbúðina vegna brunans. 5.11.2005 18:45 Vilhjálmur í efsta sæti eftir fyrstu talningu atkvæða Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er í fyrsta sæti nú þegar 596 atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Sjálfstæðismanna. 5.11.2005 18:12 Tæplega 10 þúsund manns hafa kosið Alls voru 9600 manns búnir að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðismanna klukkan fjögur. Mikil ásókn er á kjörstaði og fjölmargir hafa skráð sig í flokkinn það sem af er degi. 5.11.2005 17:11 Prófkjör Samfylkingarinnar gengur vel Prófkjör Samfylkingarinnar í Hafnarfirði gengur vel. Klukkan tvö höfðu um 300 manns kosið, en rúmlega 2.000 eru á kjörskrá. 5.11.2005 17:05 Villandi auglýsingar Verslanir sem auglýsa að þær felli niður virðisaukaskattinn af vörum sínum eru að vissu leyti að blekkja viðskiptavini sína segir Ríkisskattstjóri. 5.11.2005 17:03 Lækkun gengur að miklu leyti til baka Lækkanir á matarverði frá því í verðstríði stórmarkaðanna frá í vetur og vor, hafa nú að miklu leyti gengið til baka. 5.11.2005 14:30 Annan hætti við að fara til Íran Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, hefur hætt við fyrirhugaða ferð sína til Írans vegna nýlegra ummæla forseta landsins um að réttast væri að þurrka Ísrael út af landakortinu. 5.11.2005 14:15 Sala á Tamiflu tekur kipp Sala á flensulyfinu Tamiflu hefur tekið kipp hér á landi vegna frétta af fuglaflensu undanfarið. Læknar segja marga ruglaða í rýminu og ekki vita að flensan berist ekki enn á milli manna. 5.11.2005 12:15 Blekkingar í auglýsingum Verslanir sem auglýsa að þær felli niður virðisaukaskattinn af vörum sínum eru að vissu leyti að blekkja viðskiptavini sína segir Ríkisskattstjóri. 5.11.2005 12:00 Kjörsókn með besta móti Tæplega fjögur þúsund sjálfstæðismenn höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar kjörfundi lauk klukkan níu í gærkvöld. Kjörsókn fór vel af stað í morgun og útlit er fyrir að mun fleiri kjósi í prófkjörinu nú en fyrir fjórum árum. 5.11.2005 12:00 Sofnaði undir stýri á Reykjanesbrautinni Bíll fór út af Reykjanesbrautinni á öðrum tímanum í nótt, þar sem ökumaðurinn sofnaði undir stýri. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum slapp ómeiddur, en bíllinn skemmdist töluvert. 5.11.2005 10:55 Umgengni hindruð í góðri trú "Mál þar sem forsjárforeldrið neitar hinu foreldrinu um að hitta barn þeirra eru kannski ekki algeng, en þau eru heldur ekkert óalgeng," segir Ingimundur Sveinn Pétursson, formaður Félags einstæðra foreldra, en félagið býður lögfræðiaðstoð í deilum sem þessum. 5.11.2005 08:45 Tveir takast á um efsta sætið Samfylkingin á Akureyri heldur prófkjör í dag vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári og eru kjörstaðir tveir, á Akureyri og í Hrísey. Skráðum félögum hefur fjölgað um 17,5 prósent á undanförnum tveimur vikum og eru alls 843 flokksfélagar á kjörskrá. 5.11.2005 08:00 Leggja á ráðin um aðgerðir "Við erum að safna liði og undirbúa okkur fyrir uppsögn samninga, það er best að segja það hreint út," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins kemur saman til fundar þann 16. nóvember næstkomandi til þess að ræða hvort segja beri upp kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins og leggja á ráðin um aðgerðir félaganna komi til þess að samningar verði lausir um áramót. 5.11.2005 08:00 Sameiginleg forsjá leysir oft ágreining "Í sambúð er gert ráð fyrir að báðir foreldrar taki ábyrgð á börnunum. Ýmsar rannsóknir benda til þess að sameiginlegt forræði leysi úr ágreiningi foreldra í mörgum tilvikum. Þegar svo er ekki, þá er ágreiningurinn oftar en ekki jafn harður," segir Garðar Baldvinsson, fyrrum formaður Félags ábyrgra feðra, sem segist hafa árlega fengið yfir 400 forræðis- og umgengnismál inn á borð til sín. 5.11.2005 08:00 Stjórnvöld ómálefna- leg í gagnrýni sinni Umboðsmaður Alþingis segir að viðbrögð stjórnvalda gagnvart þeim sem leitað hafi til sín hafi oft vakið sér nokkurn ugg. Stjórnvöld gagnrýni úrskurði á ómálefnalegan hátt og persónugeri þá. 5.11.2005 07:45 800 milljónum varið í hestinn Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur varið nær 800 milljónum króna í verkefni tengd íslenska hestinum í ráðherratíð sinni. Það þýðir að árlega, frá árinu 2000, hafi um 130 milljónum af opinberu fé verið veitt í íslenska hestinn. Til viðbótar við þessar 800 milljónir er fjárveiting frá samgönguráðuneytinu vegna reiðvegagerðar. Stærstu upphæðirnar fóru í hrossabraut Hólaskóla og ráðunaut, sem sér meðal annars um skýrsluhald, eða rúmar 270 milljónir í hvort. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. 5.11.2005 07:45 Línumönnum sagt upp Síminn hefur sagt sex starfsmönnum upp á Suðurlandi í hagræðingarskyni. Að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins, verður fækkað um tvo starfsmenn á Selfossi, þrjá á Hvolsvelli og einn í Vík í Mýrdal. 5.11.2005 07:15 Skapar tíu til fimmtán störf Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar, vegna landsins í heild, verði komið upp á Blönduósi á næsta ári. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri Blönduósbæjar, segir að við það skapist á bilinu 10 til 15 ný störf í bæjarfélaginu og hluti þeirra verði líklega sérhæfð störf eins og lögfræði- og stjórnunarstörf. 5.11.2005 07:15 Maður laus úr gæsluvarðhaldi Manni sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á fíkniefnasmygli um pósthús í Reykjavík var sleppt á fimmtudag. Gæsluvarðhaldið hefði annars átt að renna út í gær. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, hafa ekki aðrir verið handteknir vegna málsins enn sem komið er, en rannsókn þess heldur áfram. 5.11.2005 07:15 Fjögur þúsund búin að kjósa Tæplega 4.000 manns höfðu kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík klukkan níu í gærkvöldi. Að sögn Ágústs A. Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, er kjörsókn heldur meiri en fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. 5.11.2005 06:45 Engar fangaflugsheimildir eru í gildi Forsætisráðherra segir út í hött að yfirlýsing stjórnvalda frá 2003 um afnot Bandaríkjamanna af Keflavíkurflugvelli og flug í íslenskri lofthelgi í tengslum við Íraksstríðið gildi enn. Ekki augljóst mál segir Össur Skarphéðinsson. 5.11.2005 06:45 Ísland er ekki bananalýðveldi Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums - Burðaráss, segist vera áhyggjufullur yfir þeim pólitíska stimpli sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur gefið málaferlum á hendur Baugi. Það hafi leitt af sér vonda athygli. Hann telur að þáttur stjórnmálanna í framvindu málsins sé minni en gefið sé í skyn. Þetta kemur fram í langri grein sem birt var á vefsíðu breska blaðsins Financial Times í gær. 5.11.2005 06:30 Þrjú verðlaunuð fyrir starfsmenntastarf Landsvirkjun, Efling og Ingibjörg Hafstað hlutu í dag starfsmenntaverðlaun Menntar og Starfsmenntaráðs. Ólafur Ragnar Grímsson forseti afhenti verðlaunin. 4.11.2005 23:30 Dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot Rúmlega tvítugur Reykvíkingur var í dag dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fíkniefnabrot. Við húsleit á heimili hans fundust 97 grömm af hassi, sautján grömm af maríjúana, tæp tólf grömm af amfetamíni og 68 MDMA-töflur. 4.11.2005 22:15 Útlit fyrir gjöfula skíðavertíð í Hlíðarfjalli Meiri snjór er nú í Hlíðarfjalli en mörg undanfarin ár og útlit fyrir að Akureyringar fái langa og gjöfula skíðavertíð. Starfsmenn Skíðastaða eru búnir að troða brekkurnar og í dag var unnið að lokafrágangi á skíðalyftunum. Framkvæmdir við uppsetningu á búnaði til snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli hófust 11. ágúst í sumar. 4.11.2005 21:15 Um 4.000 greitt atkvæði hjá Sjálfstæðismönnum Tæplega fjögur þúsund sjálfstæðismenn höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar kjörfundi lauk klukkan níu í kvöld. Þar af höfðu um 1.200 greitt atkvæði utan kjörfundar. 4.11.2005 20:56 Sérstakt ökunám vegna pallbíla Þeir sem tóku bílpróf eftir 1. júní 1993 og keyra nú um á þungum, bandarískum pallbílum eða húsbílum, eru réttindalausir í umferðinni. Umferðarstofa hefur brugðist við aukinni útbreiðslu bíla þessarar gerðar með því að bjóða upp á sérstakt ökunám sem gefur réttindi á þessa millistærð af bílum. 4.11.2005 20:45 Prófkjör hjá Samfylkingu í Hafnarfirði Samfylkingarmenn í Hafnarfirði ganga til prófkjörs á morgun. Kjörfundur hefst klukkan tíu og eru rúmlega tvö þúsund félagar á kjörskrá. Úrslitin verða tilkynnt um ellefu leytið annað kvöld. 4.11.2005 20:42 Stór skjálfti um kvöldmatarleytið Skjálftahrina hófst austur af Grímsey á þriðja tímanum í dag og stendur enn. Stór skjálfti, 3,3 á richter, mældist um hálfátta-leytið í kvöld. 4.11.2005 20:12 Úttekt á MÍ birt í næstu viku Skýrsla Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um úttekt á stjórnunarháttum og samskiptum innan Menntaskólans á Ísafirði verður birt í næstu viku. 4.11.2005 20:04 Böðvar að hætta hjá Medcare Böðvar Þórisson, framkvæmdastjóri Alþjóðasölu og Markaðssviðs Medcare, hefur sagt starfi sínu lausu. 4.11.2005 20:02 Segir kaupmátt í sögulegu hámarki Sérstök forsendunefnd Alþýðusambandsins og atvinnurekenda hefur ellefu daga til að úrskurða hvort grundvöllur kjarasamninga sé brostinn - vegna meiri verðbólgu en ráð var fyrir gert. Uppsögn kjarasamninga nú hefði skelfilegar afleiðingar fyrir allan vinnumarkaðinn, segir Ari Edwald og bendir á að kaupmáttur sé í sögulegu hámarki. 4.11.2005 20:00 Örykjum hafi fjölgað um þrjá hvern virkan dag frá áramótum Bílastyrkur til hreyfihamlaðra og aldraðra verður ekki afnuminn. Þetta tilkynnti Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag þegar hann svaraði spurningum Helga Hjörvars við utandagskrárumræðu um fjölgun öryrkja og kjör þeirra. Ráðherra sagðist aldrei hafa haldið því fram að fólk færi á örorkubætur að gamni sínu, en benti á að öryrkjum hafi fjölgað um þrjá hvern virkan dag frá áramótum til 1. október og við því yrði að bregðast með einhverjum hætti. 4.11.2005 19:58 Telja kynslóð sem er við völd hafa afskrifað gamla fólkið Eldri hjón, sem fréttastofa Stöðvar 2 hitti í dag, segjast kvíða því að lenda á hjúkrunarheimili og hugsanlega þurfa að skiljast að. Þau segjast hafa það á tilfinningunni að kynslóðin sem nú er við völd hafi afskrifað gamla fólkið. 4.11.2005 19:45 Á fjórða þúsund hefur kosið í prófkjöri Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík hófst í dag og höfðu á fjórða þúsund manna kosið nú skömmu fyrir fréttir. Um nítján þúsund manns hafa kosningarétt, en þeim hefur fjölgað rúm tíu prósent á undanförnum vikum. 4.11.2005 18:38 Já símaskrá ekki til sölu Hvorki Já símaskrá né starfsstöð fyrirtækisins á Ísafirði eru til sölu. Þetta voru svörin sem Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, fékk á fundi sínum með stjórnarformanni Já símaskrár í dag að því er fram kemur á vef Bæjarins besta. 4.11.2005 18:15 Alvarlega slösuð eftir að hafa dottið af hestbaki Konan sem féll af hestbaki við Syðra-Langholt í Hrunamannahreppi fyrr í dag er alvarlega slösuð. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti stúlkuna austur fyrir fjall laust eftir hádegi í dag og flaug með hana beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem hún var flutt á gjörgæsludeild. Að sögn vakthafandi læknis er hún nú í aðgerð og er ástand hennar alvarlegt. 4.11.2005 17:45 Skorar á almenning og stjórnvöld að leggja meira fram Mannréttindaskrifstofa Íslands skorar á almenning og stjórnvöld að bregðast nú þegar við og leggja meira af mörkum til að koma í vega fyrir frekari hörmungar í Pakistan. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að í Kasmírhéraði einu sé áætlað að ennþá séu um 200.000 manns sem enn hafi ekki fengið neina aðstoð. Mikill skortur sé á hjálpargögnum og vetur í nánd með tilheyrandi kulda. 4.11.2005 17:14 Hollensk starsmannaleiga vill senda starfsmenn hingað Hollenska starfsmannaleigan Inter-Galaxy er að búa sig undir að stofna útibús hér á landi og hefur óskað eftir upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu um lög og reglugerðir um starfsemi starfsmannaleiga. 4.11.2005 16:43 Allt að sex milljónir falla á ríkið Ríkið þarf að greiða á bilinu fjórar til sex milljónir króna vegna dóms Hæstaréttar um að Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli hafi verið óheimilt að hætta að greiða slökkviliðsmönnum rútugjald. 4.11.2005 16:40 Snörp skjálftahrina austur af Grímsey Allsnörp skjálftahrina hófst austur af Grímsey á þriðja tímanum í dag og og mældust 4 skjálftar af stærðinni 3 til 3,5 á Richter fyrstu 20 mínúturnar auk annarra smærri skjálfta. Um klukkan þrjú dró verulega úr virkninni, en þó hafa mælst 50-60 skjálftar eftir það, þeir stærstu um 2,4 á Richter. 4.11.2005 16:32 Bloggið auglýst á forsíðu Bloggmenningin hefur tröllriðið landanum síðustu misseri en hingað til hafa menn að mestu látið það vera að kaupa auglýsingar til að kynna skrif sín. Auglýsing á forsíðu Fréttablaðsins í dag og undanfarna daga, virðist þó gefa til kynna að þetta sé að breytast. 4.11.2005 16:15 Sjá næstu 50 fréttir
Búið að telja 2.077 atkvæði Staða í prófkjöri Sjálfstæðismanna er á þann veg að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson heldur áfram fyrsta sætinu með 1.162 atkvæði, þegar 2.077 atkvæði höfðu verið talin fyrir stuttu. Hanna Birna Kristjánsdóttir er í 1.-2. sæti og Gísli Marteinn Baldursson er í 1.-3. sæti. 5.11.2005 19:48
Vilhjálmur áfram í 1. sæti Klukkan 19 var búið að telja 1.342 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er áfram í fyrsta sætinu. 5.11.2005 19:12
Minniháttar bruni í heimahúsi Slökkvilið Reykjavíkur fékk tilkynningu um bruna í heimahúsi við Laugaveg rétt fyrir klukkan sex nú undir kvöldið. Um minniháttar bruna var að ræða en kveiknað hafði í sjónvarpi og voru glæringar frá tækinu. Ekki reyndist þörf á að reykræsta íbúðina vegna brunans. 5.11.2005 18:45
Vilhjálmur í efsta sæti eftir fyrstu talningu atkvæða Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er í fyrsta sæti nú þegar 596 atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Sjálfstæðismanna. 5.11.2005 18:12
Tæplega 10 þúsund manns hafa kosið Alls voru 9600 manns búnir að kjósa í prófkjöri Sjálfstæðismanna klukkan fjögur. Mikil ásókn er á kjörstaði og fjölmargir hafa skráð sig í flokkinn það sem af er degi. 5.11.2005 17:11
Prófkjör Samfylkingarinnar gengur vel Prófkjör Samfylkingarinnar í Hafnarfirði gengur vel. Klukkan tvö höfðu um 300 manns kosið, en rúmlega 2.000 eru á kjörskrá. 5.11.2005 17:05
Villandi auglýsingar Verslanir sem auglýsa að þær felli niður virðisaukaskattinn af vörum sínum eru að vissu leyti að blekkja viðskiptavini sína segir Ríkisskattstjóri. 5.11.2005 17:03
Lækkun gengur að miklu leyti til baka Lækkanir á matarverði frá því í verðstríði stórmarkaðanna frá í vetur og vor, hafa nú að miklu leyti gengið til baka. 5.11.2005 14:30
Annan hætti við að fara til Íran Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna, hefur hætt við fyrirhugaða ferð sína til Írans vegna nýlegra ummæla forseta landsins um að réttast væri að þurrka Ísrael út af landakortinu. 5.11.2005 14:15
Sala á Tamiflu tekur kipp Sala á flensulyfinu Tamiflu hefur tekið kipp hér á landi vegna frétta af fuglaflensu undanfarið. Læknar segja marga ruglaða í rýminu og ekki vita að flensan berist ekki enn á milli manna. 5.11.2005 12:15
Blekkingar í auglýsingum Verslanir sem auglýsa að þær felli niður virðisaukaskattinn af vörum sínum eru að vissu leyti að blekkja viðskiptavini sína segir Ríkisskattstjóri. 5.11.2005 12:00
Kjörsókn með besta móti Tæplega fjögur þúsund sjálfstæðismenn höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar kjörfundi lauk klukkan níu í gærkvöld. Kjörsókn fór vel af stað í morgun og útlit er fyrir að mun fleiri kjósi í prófkjörinu nú en fyrir fjórum árum. 5.11.2005 12:00
Sofnaði undir stýri á Reykjanesbrautinni Bíll fór út af Reykjanesbrautinni á öðrum tímanum í nótt, þar sem ökumaðurinn sofnaði undir stýri. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum slapp ómeiddur, en bíllinn skemmdist töluvert. 5.11.2005 10:55
Umgengni hindruð í góðri trú "Mál þar sem forsjárforeldrið neitar hinu foreldrinu um að hitta barn þeirra eru kannski ekki algeng, en þau eru heldur ekkert óalgeng," segir Ingimundur Sveinn Pétursson, formaður Félags einstæðra foreldra, en félagið býður lögfræðiaðstoð í deilum sem þessum. 5.11.2005 08:45
Tveir takast á um efsta sætið Samfylkingin á Akureyri heldur prófkjör í dag vegna sveitarstjórnarkosninganna á næsta ári og eru kjörstaðir tveir, á Akureyri og í Hrísey. Skráðum félögum hefur fjölgað um 17,5 prósent á undanförnum tveimur vikum og eru alls 843 flokksfélagar á kjörskrá. 5.11.2005 08:00
Leggja á ráðin um aðgerðir "Við erum að safna liði og undirbúa okkur fyrir uppsögn samninga, það er best að segja það hreint út," segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands. Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins kemur saman til fundar þann 16. nóvember næstkomandi til þess að ræða hvort segja beri upp kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins og leggja á ráðin um aðgerðir félaganna komi til þess að samningar verði lausir um áramót. 5.11.2005 08:00
Sameiginleg forsjá leysir oft ágreining "Í sambúð er gert ráð fyrir að báðir foreldrar taki ábyrgð á börnunum. Ýmsar rannsóknir benda til þess að sameiginlegt forræði leysi úr ágreiningi foreldra í mörgum tilvikum. Þegar svo er ekki, þá er ágreiningurinn oftar en ekki jafn harður," segir Garðar Baldvinsson, fyrrum formaður Félags ábyrgra feðra, sem segist hafa árlega fengið yfir 400 forræðis- og umgengnismál inn á borð til sín. 5.11.2005 08:00
Stjórnvöld ómálefna- leg í gagnrýni sinni Umboðsmaður Alþingis segir að viðbrögð stjórnvalda gagnvart þeim sem leitað hafi til sín hafi oft vakið sér nokkurn ugg. Stjórnvöld gagnrýni úrskurði á ómálefnalegan hátt og persónugeri þá. 5.11.2005 07:45
800 milljónum varið í hestinn Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur varið nær 800 milljónum króna í verkefni tengd íslenska hestinum í ráðherratíð sinni. Það þýðir að árlega, frá árinu 2000, hafi um 130 milljónum af opinberu fé verið veitt í íslenska hestinn. Til viðbótar við þessar 800 milljónir er fjárveiting frá samgönguráðuneytinu vegna reiðvegagerðar. Stærstu upphæðirnar fóru í hrossabraut Hólaskóla og ráðunaut, sem sér meðal annars um skýrsluhald, eða rúmar 270 milljónir í hvort. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Eiðfaxa. 5.11.2005 07:45
Línumönnum sagt upp Síminn hefur sagt sex starfsmönnum upp á Suðurlandi í hagræðingarskyni. Að sögn Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins, verður fækkað um tvo starfsmenn á Selfossi, þrjá á Hvolsvelli og einn í Vík í Mýrdal. 5.11.2005 07:15
Skapar tíu til fimmtán störf Björn Bjarnason dómsmálaráðherra hefur ákveðið að innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar, vegna landsins í heild, verði komið upp á Blönduósi á næsta ári. Jóna Fanney Friðriksdóttir, bæjarstjóri Blönduósbæjar, segir að við það skapist á bilinu 10 til 15 ný störf í bæjarfélaginu og hluti þeirra verði líklega sérhæfð störf eins og lögfræði- og stjórnunarstörf. 5.11.2005 07:15
Maður laus úr gæsluvarðhaldi Manni sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á fíkniefnasmygli um pósthús í Reykjavík var sleppt á fimmtudag. Gæsluvarðhaldið hefði annars átt að renna út í gær. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík, hafa ekki aðrir verið handteknir vegna málsins enn sem komið er, en rannsókn þess heldur áfram. 5.11.2005 07:15
Fjögur þúsund búin að kjósa Tæplega 4.000 manns höfðu kosið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík klukkan níu í gærkvöldi. Að sögn Ágústs A. Ragnarssonar, framkvæmdastjóra Varðar, fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, er kjörsókn heldur meiri en fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. 5.11.2005 06:45
Engar fangaflugsheimildir eru í gildi Forsætisráðherra segir út í hött að yfirlýsing stjórnvalda frá 2003 um afnot Bandaríkjamanna af Keflavíkurflugvelli og flug í íslenskri lofthelgi í tengslum við Íraksstríðið gildi enn. Ekki augljóst mál segir Össur Skarphéðinsson. 5.11.2005 06:45
Ísland er ekki bananalýðveldi Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Straums - Burðaráss, segist vera áhyggjufullur yfir þeim pólitíska stimpli sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur gefið málaferlum á hendur Baugi. Það hafi leitt af sér vonda athygli. Hann telur að þáttur stjórnmálanna í framvindu málsins sé minni en gefið sé í skyn. Þetta kemur fram í langri grein sem birt var á vefsíðu breska blaðsins Financial Times í gær. 5.11.2005 06:30
Þrjú verðlaunuð fyrir starfsmenntastarf Landsvirkjun, Efling og Ingibjörg Hafstað hlutu í dag starfsmenntaverðlaun Menntar og Starfsmenntaráðs. Ólafur Ragnar Grímsson forseti afhenti verðlaunin. 4.11.2005 23:30
Dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot Rúmlega tvítugur Reykvíkingur var í dag dæmdur til þriggja mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fíkniefnabrot. Við húsleit á heimili hans fundust 97 grömm af hassi, sautján grömm af maríjúana, tæp tólf grömm af amfetamíni og 68 MDMA-töflur. 4.11.2005 22:15
Útlit fyrir gjöfula skíðavertíð í Hlíðarfjalli Meiri snjór er nú í Hlíðarfjalli en mörg undanfarin ár og útlit fyrir að Akureyringar fái langa og gjöfula skíðavertíð. Starfsmenn Skíðastaða eru búnir að troða brekkurnar og í dag var unnið að lokafrágangi á skíðalyftunum. Framkvæmdir við uppsetningu á búnaði til snjóframleiðslu í Hlíðarfjalli hófust 11. ágúst í sumar. 4.11.2005 21:15
Um 4.000 greitt atkvæði hjá Sjálfstæðismönnum Tæplega fjögur þúsund sjálfstæðismenn höfðu greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík þegar kjörfundi lauk klukkan níu í kvöld. Þar af höfðu um 1.200 greitt atkvæði utan kjörfundar. 4.11.2005 20:56
Sérstakt ökunám vegna pallbíla Þeir sem tóku bílpróf eftir 1. júní 1993 og keyra nú um á þungum, bandarískum pallbílum eða húsbílum, eru réttindalausir í umferðinni. Umferðarstofa hefur brugðist við aukinni útbreiðslu bíla þessarar gerðar með því að bjóða upp á sérstakt ökunám sem gefur réttindi á þessa millistærð af bílum. 4.11.2005 20:45
Prófkjör hjá Samfylkingu í Hafnarfirði Samfylkingarmenn í Hafnarfirði ganga til prófkjörs á morgun. Kjörfundur hefst klukkan tíu og eru rúmlega tvö þúsund félagar á kjörskrá. Úrslitin verða tilkynnt um ellefu leytið annað kvöld. 4.11.2005 20:42
Stór skjálfti um kvöldmatarleytið Skjálftahrina hófst austur af Grímsey á þriðja tímanum í dag og stendur enn. Stór skjálfti, 3,3 á richter, mældist um hálfátta-leytið í kvöld. 4.11.2005 20:12
Úttekt á MÍ birt í næstu viku Skýrsla Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands um úttekt á stjórnunarháttum og samskiptum innan Menntaskólans á Ísafirði verður birt í næstu viku. 4.11.2005 20:04
Böðvar að hætta hjá Medcare Böðvar Þórisson, framkvæmdastjóri Alþjóðasölu og Markaðssviðs Medcare, hefur sagt starfi sínu lausu. 4.11.2005 20:02
Segir kaupmátt í sögulegu hámarki Sérstök forsendunefnd Alþýðusambandsins og atvinnurekenda hefur ellefu daga til að úrskurða hvort grundvöllur kjarasamninga sé brostinn - vegna meiri verðbólgu en ráð var fyrir gert. Uppsögn kjarasamninga nú hefði skelfilegar afleiðingar fyrir allan vinnumarkaðinn, segir Ari Edwald og bendir á að kaupmáttur sé í sögulegu hámarki. 4.11.2005 20:00
Örykjum hafi fjölgað um þrjá hvern virkan dag frá áramótum Bílastyrkur til hreyfihamlaðra og aldraðra verður ekki afnuminn. Þetta tilkynnti Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra á Alþingi í dag þegar hann svaraði spurningum Helga Hjörvars við utandagskrárumræðu um fjölgun öryrkja og kjör þeirra. Ráðherra sagðist aldrei hafa haldið því fram að fólk færi á örorkubætur að gamni sínu, en benti á að öryrkjum hafi fjölgað um þrjá hvern virkan dag frá áramótum til 1. október og við því yrði að bregðast með einhverjum hætti. 4.11.2005 19:58
Telja kynslóð sem er við völd hafa afskrifað gamla fólkið Eldri hjón, sem fréttastofa Stöðvar 2 hitti í dag, segjast kvíða því að lenda á hjúkrunarheimili og hugsanlega þurfa að skiljast að. Þau segjast hafa það á tilfinningunni að kynslóðin sem nú er við völd hafi afskrifað gamla fólkið. 4.11.2005 19:45
Á fjórða þúsund hefur kosið í prófkjöri Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík hófst í dag og höfðu á fjórða þúsund manna kosið nú skömmu fyrir fréttir. Um nítján þúsund manns hafa kosningarétt, en þeim hefur fjölgað rúm tíu prósent á undanförnum vikum. 4.11.2005 18:38
Já símaskrá ekki til sölu Hvorki Já símaskrá né starfsstöð fyrirtækisins á Ísafirði eru til sölu. Þetta voru svörin sem Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, fékk á fundi sínum með stjórnarformanni Já símaskrár í dag að því er fram kemur á vef Bæjarins besta. 4.11.2005 18:15
Alvarlega slösuð eftir að hafa dottið af hestbaki Konan sem féll af hestbaki við Syðra-Langholt í Hrunamannahreppi fyrr í dag er alvarlega slösuð. TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti stúlkuna austur fyrir fjall laust eftir hádegi í dag og flaug með hana beint á Landspítalann í Fossvogi þar sem hún var flutt á gjörgæsludeild. Að sögn vakthafandi læknis er hún nú í aðgerð og er ástand hennar alvarlegt. 4.11.2005 17:45
Skorar á almenning og stjórnvöld að leggja meira fram Mannréttindaskrifstofa Íslands skorar á almenning og stjórnvöld að bregðast nú þegar við og leggja meira af mörkum til að koma í vega fyrir frekari hörmungar í Pakistan. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að í Kasmírhéraði einu sé áætlað að ennþá séu um 200.000 manns sem enn hafi ekki fengið neina aðstoð. Mikill skortur sé á hjálpargögnum og vetur í nánd með tilheyrandi kulda. 4.11.2005 17:14
Hollensk starsmannaleiga vill senda starfsmenn hingað Hollenska starfsmannaleigan Inter-Galaxy er að búa sig undir að stofna útibús hér á landi og hefur óskað eftir upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu og iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu um lög og reglugerðir um starfsemi starfsmannaleiga. 4.11.2005 16:43
Allt að sex milljónir falla á ríkið Ríkið þarf að greiða á bilinu fjórar til sex milljónir króna vegna dóms Hæstaréttar um að Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli hafi verið óheimilt að hætta að greiða slökkviliðsmönnum rútugjald. 4.11.2005 16:40
Snörp skjálftahrina austur af Grímsey Allsnörp skjálftahrina hófst austur af Grímsey á þriðja tímanum í dag og og mældust 4 skjálftar af stærðinni 3 til 3,5 á Richter fyrstu 20 mínúturnar auk annarra smærri skjálfta. Um klukkan þrjú dró verulega úr virkninni, en þó hafa mælst 50-60 skjálftar eftir það, þeir stærstu um 2,4 á Richter. 4.11.2005 16:32
Bloggið auglýst á forsíðu Bloggmenningin hefur tröllriðið landanum síðustu misseri en hingað til hafa menn að mestu látið það vera að kaupa auglýsingar til að kynna skrif sín. Auglýsing á forsíðu Fréttablaðsins í dag og undanfarna daga, virðist þó gefa til kynna að þetta sé að breytast. 4.11.2005 16:15