Fleiri fréttir

Þingfest mál á hendur ríkinu

Þingfest verður í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag mál Öryrkjabandalags Íslands á hendur ríkisstjórninni vegna meintra brota á samkomulagi frá árinu 2003 um hækkun grunn­lífeyris.

Bótaskylda Vega­gerð­ar viðurkennd

Vegagerðin er bótaskyld við Íslenska aðalverktaka og NCC International vegna útboðs Héðinsfjarðarganga samkvæmt dómi Hæstaréttar. Hætt var við útboðið til að hamla gegn þenslu. Bótakrafa gæti hlaupið á hundruðum milljóna króna.

Ekið á stúlku við Hólabrekkuskóla

Ekið var á unga stúlku þar sem hún gekk yfir gangbraut við Hólabrekkuskóla í Breiðholti laust fyrir fjögur í dag. Ökumaðurinn talaði við stúlkuna en þar sem hún virtist ómeidd keyrði hann í burtu. Seinna kom í ljós að hún hafði meiðst og óskar lögregla eftir að ökumaðurinn og vitni hafi samband í síma 444 1000.

Frumvarpið birtist fyrst næsta vor

Menntamálaráðherra hefur boðað frumvarp um styttingu námstíma til stúdentsprófs. Það mun þó ekki líta dagsins ljós, fyrr en í fyrsta lagi á vori komanda. Ráðherrann ætlar að taka sérstakt tillit til framhaldsskóla með bekkjarkerfi með því að breyta námsskrá - en í slíkum skólum hefur gagnrýnin verið háværust.

Öll spjót standa á Bandaríkjastjórn

Bandaríkjamenn geta ekki svarað fyrirspurnum Evrópuríkja um leynifangelsi og fangaflug. Utanríkisráðherra Þýskalands ætlar að taka málið upp á fyrsta fundi sínum með ráðamönnum í Washington í vikunni.

Jón óttast ekki dómstóla

Stefna Öryrkjabandalagsins á hendur ríkisstjórninni vegna vanefnda á samkomulagi við öryrkja verður þingfest á morgun. Heilbrigðisráðherra segist ekki óttast dómstóla. Öryrkjar telja að fimmhundruð milljónir vanti upp á til að samkomulagið sem gert var í mars árið 2003, sé að fullu efnt.

Valgerður segir Kristin H. vera andstæðing sinn

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar stilla þingmönnum í sífellu upp við vegg, segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Viðskipta- og iðnaðarráðherra, flokksystir Kristins, kallar hann andstæðing í pistli á heimasíðu sinni.

Ósáttir við frumvarp um starfsmannaleigur

Stjórnarandstæðingar fögnuðu frumvarpi félagsmálaráðherra um starfsmannaleigur á Alþingi, sem mælt var fyrir í dag, en töldu ekki nægilega langt gengið. Formaður vinstri - grænna sagðist ennfremur ekki sannfærður um að íslenska þjóðin þyrfti yfirhöfuð að sætta sig við slíkt fyrirbæri á íslenskum vinnumarkaði.

Contalgin hið íslenska heróín

Yfirmaður fíkniefnalögreglunnar í Reykjavík segir að kalla megi morfínlyfið Contalgin hið íslenska heróín - svo vinsælt er það orðið á fíkniefnamarkaðnum. Hann segir að fréttaskýring Kompáss í gær hafi ekki síst fært lögreglunni heim sanninn um að nauðsynlegt sé að huga betur að baráttunni gegn læknadópinu en áður.

Lagagrein ofnotuð til óhagræðis fyrir starfsmenn

Forstjórar ríkisstofnana ofnota í æ ríkara mæli 19. grein laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Þar er kveðið á um að leyfilegt sé að breyta vinnutíma og verksviði og að starfsmönnum beri að hlíta því. Stéttarfélög eiga erfitt með að bregðast við þar sem oft er um mál einstakra starfsmanna að ræða.

Tveir milljarðar á fjáraukalög

Fjárlaganefnd hefur gert tillögur um rúmlega tveggja milljarða króna hækkun á fjáraukalögum fyrir þriðju umræðu um frumvarpið.

Fær 500 milljónir á ári hverju

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskólans, undirrituðu í dag nýjan samning um rekstur listmenntunar á háskólastigi og uppbyggingu þekkingar á sviðum lista. Samningurinn gildir til fjögurra ára og samkvæmt honum greiðir ráðuneytið um 500 milljónir á ári til reksturs Listaháskólans.

Hefur hækkað um tvo þriðju

Árlegt framlag ríkissjóðs vegna hvers nemanda á framhaldsskólastigi hefur hækkað um 65 prósent síðasta áratuginn. Árið 1995 voru greiddar 400 þúsund krónur á hvern nemanda að núvirði en í dag er upphæðin komin í 665 þúsund krónur.

Frumvarp um starfsmannaleigur þarf að vinna betur

Frumvarp að lögum um starfsmannaleigur sætti harðri gagnrýnir sjórnarandstöðunnar í dag. Þingmenn gerðu miklar athugasemdir við flestar greinar frumvarpsins, sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra lagði fram í dag. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fullyrti að verkalýðshreyfiingin væri óánægð með ýmis atriði frumvarpsins og hann vildi láta fara betur yfir það. Aðrir þingmenn tóku í sama streng og Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, sagði margt í frumvarpinu bæði kauðskt og óskiljanlegt, til að mynda elleftu grein frumvarpsins þar sem fjallað er um hugsanleg lögbrot starfsmannaleiga. Steingrímur sagði vanta skýrari laga- og refsiramma í þá grein.

Heilsuverndarstöðin á tæpan milljarð

Reykajvíkurborg hefur tekið tilboði Mark-húss ehf. í Heilsuverndarstöðina við Barónsstíg. Tilboðið hljóðar upp á rétt tæpan milljarð króna. Alls buðu átta aðilar í húseignina. Kauptilboðinu hefur verið tekið með fyrirvara um samþykki borgarráðs og framkvæmdaráðs, en framkvæmdaráð samþykkti tilboðið í morgun.

Íslandsdeild SPES samtakanna stofnuð

Íslandsdeild alþjóðlegu SPES samtakanna var stofnuð nýverið. Samtökin vinna að uppbyggingu barnaþorps fyrir munaðarlaus börn í höfuðborg Togo í Afríku. Njörður P. Njarðvík er forseti alþjóðasamtakanna en hann var jafnframt frumkvöðull að stofnun þeirra og stofnun íslensku deildarinnar.

Niðurstaðan áhyggjuefni segir menntamálaráðherra

Menntamálaráðherra segir það áhyggjuefni að einn af hverjum fimm framhaldsskólanemendum sem þreyttu samræmt stúdentspróf í stærðfræði síðastliðið vor skiluðu auðum eða alröngum úrlausnum.

Báðu Tryggva afsökunar á árás

Andri Jóhannesson og tveir félagar hans sem réðust á Tryggva Gunnlaugsson, fyrrum útigangsmann og öryrkja, og tóku upp á myndband, hittu Tryggva í gær og báðu hann afsökunar. Tryggvi segist feginn.

Stefna öryrkja þingfest á morgun

Mál Öryrkjabandalags Íslands á hendur ríkisstjórn Íslands vegna meintra brota á samkomulagi um hækkun grunnlífeyris frá árinu 2003, verður þingfest í héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Forysta Öryrkjabandalagsins segir að enn vanti fimm hundruð milljónir í sjóði öryrkja svo samkomulag sem þáverandi formaður Öryrkjabandalagsins og heilbrigðisráðherra undirrituðu fyrir síðustu kosningar

Öðrum drengjanna sem brenndist illa er enn haldið sofandi

Öðrum drengjanna sem brenndist illa fyrir rúmri viku síðan er enn haldið sofandi á gjörgæslu Landspítalans-háskólasjúkrahúss. Líðan hans er óbreytt. Hinn drengurinn, sem brenndist ekki eins mikið, er á Barnadeild Hringsins en þangað var hann fluttur frá gjörgæslu um miðja síðustu viku.

Lítið í forvarnir

Íslendingar eyða hlutfallslega mun minna í forvarnir í heilbrigðismálum en flestar þjóðir innan OECD. Aðeins rúmlega eitt og hálft prósent allra útgjalda Íslendinga í heilbrigðismálum fer í forvarnir, en meðaltalið innan OECD er um þrjú prósent.

Vill rannsóknarnefnd

Hægt verður að skipa sérstakar rannsóknarnefndir á vegum Alþingis sem falið verður að rannsaka eða kanna betur einstaka ákvarðanir eða athafnir stjórnvalda eða einstaka mál á þeirra vegum betur, nái tillaga Ágústs Ólafs Ágústssonar og fleiri samflokksmanna hans fram að ganga. Ágúst segir mýmörg ný dæmi sýna fram á nauðsyn slíkrar nefndar.

Krefjast notendaábyrgðar í lögum

Forsvarsmenn Samiðnar hafa beint þeim tilmælum til félagsmálaráðherra að í frumvarpi að fyrirhuguðum lögum um starfsmannaleigur verði að vera ákvæði um ábyrgð fyrirtækja sem norfæri sér þjónustu starfsmannaleigna. Félagsmálaráðherra hafði áður fengið samskonar tillögu frá ASÍ en allt kom fyrir ekki.

22% skiluðu auðum eða alröngum úrlausnum

Tuttugu og tvö prósent þeirra sem tóku samræmt stúdentspróf í stærðfræði síðastliðið vor skiluðu auðum eða alröngum úrlausnum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Af þeim 653 sem þreyttu prófið skiluðu 83 nemendur auðum prófheftum og 148 fengu lægstu mögulegu einkunn.

Mannskæð sprenging í kolanámu í Kína

Meira en fimmtíu manns létust og rúmlega hundrað eru innilokaðir eftir öfluga sprengingu í kolanámu í Kína í gær. Rúmlega tvö hundruð starfsmenn voru inni í námunni þegar sprengingin varð, en aðeins fjörutíu komust strax út.

Þjóðkirkjan nýtur sérstöðu

"Framsetning Hjartar Magna veldur ákveðnum misskilningi," segir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Þjóðkirkjunni. Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur sagði það hróplega mismunun að þjóðkirkjan fengi hátt á fjórða milljarð frá ríkinu meðan trúfélög fengju aðeins sóknargjöld.

KB banki ætlar að stofna banka í Noregi

KB banki ætlar að stofna banka í Noregi undir eigin nafni í náinni framtíð, að því er Hreiðar Már Sigurðsson segir í viðtali við Aftenposten. Hann segir það vænlegri kost en að kaupa einhvern norskan banka til að auka umsvið KB banka í Noregi, því vænleg kauptækifæri liggi ekki fyrir.

Vegagerðin bótaskyld vegna Héðinsfjarðaganga

Vegagerðin stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða Íslenskum aðalverktökum og erlendnu verktakafyrirtæki, sem áttu saman lægsta tilboð í Héðinsfjarðargöng, nokkur hundruð milljónir króna í skaðabætur vegna þess að ákveðið var að hætta við verkið.

Hugsanlega á leið í framboð

Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í knattspyrnu, mun hugsanlega taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Kópavogi í vor.

Búið að finna nafn mannsins

Lögreglunni í Reykjavík tókst í gærkvöldi að komast að nafni mannsins, sem stór slasaðist þegar ekið var á hann á Miklubraut í fyrrinótt. Hann er 51 árs og einhleypur. Honum hefur verið haldið sofandi á gjörgæsludeild frá því að slysið varð, en verður væntanlega vakinn í dag. Læknum tókst fljótt að stöðva alvarlegar innvortis blæðingar en ljóst er að hann verður að dvelja á sjúkrahúsi í nokkrar vikur, því hann er meðal annars mjaðmargrindarbrotinn.

Thelma er maður ársins

Thelma Ásdísardóttir er maður ársins að mati Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands. Karl gerði hugrekki Thelmu að umtalsefni í predikun í Hallgrímskirkju í gær, á fyrsta degi aðventu. Thelma Ásdísardóttir ætti að vera maður ársins vegna hugrekkis síns að segja sögu sína, sögu af ólýsanlegum hryllingi bernsku sinnar, misnotkun og ofbeldi, sagði Karl.

Ókunnur maður á gjörgæslu

Ekið var á gangandi vegfaranda á Miklubraut um hálf þrjú leytið í fyrrinótt. Slysið varð rétt austan við gatnamótin á Rauðarárstíg. Bíll á vesturleið keyrði á vegfaranda sem slasaðist alvarlega og var fluttur á sjúkrahús. Maðurinn er meðvitundarlaus og liggur nú á gjörgæslu. Sá slasaði hafi engin skilríki á sér og því er ekki vitað hvert nafn mannsins er eða hvar hann er búsettur.

Nafn manns sem ekið var á í nótt á huldu

Enn er nafn gangandi vegfaranda sem ekið var á í nótt á huldu. Maðurinn, sem er á miðjum aldri, liggur mikið slasaður og meðvitundarlaus á gjörgæsludeild Landspítala Háskólasjúkrahúss. Atvikið átti sér stað á Miklubraut um hálf þrjú leytið í nótt. Maðurinn var skilríkjalaus og biður lögreglan þá sem telja sig geta veitt einhverjar upplýsingar um manninn að hafa samband.

BSRB vill að ríkisstjórn Íslands stöðvi GATS samninginn

BSRB mun beita sér fyrir því að ríkisstjórn Íslands stöðvi GATS samninginn, segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Á fundi Alþjóðlegra samtaka launafólks í almannaþjónustu, PSI, í síðustu viku var rætt um vaxandi áherslu Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar á einkavæðingu almannaþjónustu.

Útboð á nýju varðskipi er að hefjast

Útboð á nýju varðskipi fyrir Landhelgisgæsluna er að hefjast. Ákveðið hefur verið að útboðið verði lokað. Frestur til að taka þátt í lokuðu útboði er til 12. janúar, en útboðsgögn verða síðan afhent rúmum mánuði síðar.

Sænskur hermaður þungt haldinn eftir árás í Afganistan

Sænskur hermaður er enn þungt haldinn eftir árás á friðargæsluliða í Afganistan. Annar hermaður lést í árásinni en tveir til viðbótar, auk tveggja óbreyttra borgara, hlutu minniháttar meiðsl. Aukinn þungi hefur verið að færast í mótspyrnu gegn erlendum herjum í landinu en á sama tíma búa evrópskar sveitir sig undir að taka við hlutverki bandarísku herjanna í landinu.

Sex ungmenni slösuð eftir árekstur í nótt

Sex ungmenni á aldrinum fimmtán til átján ára slösuðust þegar fólksbíll keyrði útaf vegi í hálku fyrir ofan Laugavatn í nótt. Þrír voru fluttir beint á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi en þrír til aðhlynnslu á heilsugæslustöðinni á Selfossi. Ekki er grunur um ölvun og eru farþegarnir ekki taldir í lífshættu.

Sjávarsíki að danskri fyrirmynd

Miðbæ Akureyrar verður umbylt á næstu árum í því augnamiði að glæða hann lífi. Verkefnið í heild mun taka mörg ár en fyrstu sýnilegu framkvæmdirnar verða við sjávarsíki sem ekki á sér hliðstæðu á Íslandi.

Lognið í auga Stormsins

Sigurður Þórður Ragnarsson veðurfræðingur eða Siggi Stormur eins og hann er stundum kallaður er ekki maður sem gustar af; hann stormar ekki gegnum lífið með bægslagangi. Hann er þvert á móti rólegur og yfirvegaður. Samt er engin lognmolla kringum hann því maðurinn er glettinn og glaðsinna og það er stutt í brosið.

Sjá næstu 50 fréttir