Innlent

22% skiluðu auðum eða alröngum úrlausnum

MYND/Teitur

Tuttugu og tvö prósent þeirra sem tóku samræmt stúdentspróf í stærðfræði síðastliðið vor skiluðu auðum eða alröngum úrlausnum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Af þeim 653 sem þreyttu prófið skiluðu 83 nemendur auðum prófheftum og 148 fengu lægstu mögulegu einkunn. Þá skiluðu 6,5 prósent nemenda auðum íslenskuprófum og tæp 3,5 prósent nemenda skrifuðu ekki staf á enskuprófinu, að undanskildu nafninu sínu. Námsmatsstofnun segir að ekki sé gerð krafa um tiltekinn árangur á samræmdu stúdentsprófunum til að af útskrift geti orðið heldur eingöngu að nemar mæti í prófin og sitji við í eina klukkustund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×