Lognið í auga Stormsins 27. nóvember 2005 09:30 Sigurður Þ. Ragnarsson Sigurður Þórður Ragnarsson veðurfræðingur eða Siggi Stormur eins og hann er stundum kallaður er ekki maður sem gustar af; hann stormar ekki gegnum lífið með bægslagangi. Hann er þvert á móti rólegur og yfirvegaður. Samt er engin lognmolla kringum hann því maðurinn er glettinn og glaðsinna og það er stutt í brosið. Við nafnarnir hittumst á Hótel Borg; þessari háborg íslenskra veitinga- og skemmtistaða gegnum tíðina. Það er ekki hávaðanum fyrir að fara rétt á meðan við stöldrum við; stóísk ró svífur yfir vötnunum og í bakgrunni óma íslenskar og erlendar dægurlagaperlur. Svavar Lárusson er að syngja um Sjönu síldarkokk þegar við setjumst að spjalli; eflaust hefur það lag oft hljómað áður hér á Borginni og ýmsir vafalaust stigið við það dans og sveiflað sér um gólfdúkinn með elegans, einsog segir í ljóðinu. Notaleg nærvera Við setjumst við borð úti við gluggann að Pósthússtrætinu og uppi á Alþingishúsinu strekkir ísköld norðanáttin á íslenska fánanum. Fólk á ferli utan við gluggann er kappklætt og kuldalegt. Við dreypum á heitu kaffi. Sigurður er maður með notalega nærveru, traustvekjandi og kurteis; handtakið þétt. Hann hallar örlítið undir flatt þegar hann talar og er hláturmildur þegar umræðuefnið býður upp á slíkt. Þá birtist spékoppur á hægri vanga. Lífið snýst um veðurfar Talið berst að veðrinu enda Sigurður einn þekktasti veðurfræðingur landsins og brautryðjandi í því að fræða landsmenn um veður og veðurfar á mannamáli í sjónvarpi. "Það má segja að allt líf mitt snúist um veður," segir hann og hlær stuttlega. Með þessu á hann við að starfið fylgir honum hvert fótmál, það er engrar undankomu auðið, ekki heldur utan vinnutíma. "Það er nánast sama hvert ég fer, alls staðar er fólk sem vill ræða við mig um veðrið. Og það hringir líka heim til mín, bændur og búalið", bætir hann við og nú hlæjum við báðir með öllum kjaftinum eins og Sverrir Hermannsson myndi segja. Býr við stöðugt áreiti Þjónninn kemur og upplýsir okkur um að réttur dagsins sé steinbítur og hörpuskel, borin fram með fíkjum, gráðosti og steiktum kartöflum. Vissulega freistandi en við látum kaffið nægja. Soffía Karlsdóttir syngur um drauminn að vera með dáta og dansa fram á nótt ... Og þeir voru aldeilis hér á Borginni, dátarnir. Sigurður segist oftast nær taka því ljúfmannlega þó fólk sé að hringja heim til hans eftir veðurspám; hann alinn upp við kurteislegt viðmót og hefur tileinkað sér það á lífsins göngu. En auðvitað getur kurteisustu menn þrotið þolinmæðin. "Það er orðið þannig að ég á erfiðara og erfiðara með að fara á skemmtistaði," segir Sigurður alvarlegur í bragði. "Það er sífellt áreiti, flest vel meint en þetta verður þreytandi og pirrar konuna mína reyndar meira en mig." Besta veðrið ekki á Íslandi Við fáum okkur meira kaffi og ég spyr hann um uppáhaldsveðrið. "Besta veðrið mitt er ekki á Íslandi," segir hann sposkur á svip. "Það er kannski skammarlegt að segja þetta sem Íslendingur en þá er það þannig að ég vil hlýindi og ég vil bjartviðri og það er ekki á það treystandi hér," bætir hann við og brosir sannfærandi. Hann sækir því töluvert í hlýjuna; enda heimatökin hæg þar sem faðir hans býr suður á Spánarströndum og þangað liggur leið fjölskyldunnar iðulega þegar færi gefst. Íslenskt veður ekki heilsusamlegt Við ræðum áhrif veðurfars á ýmsa kvilla sem mannskepnuna hrjá og það er eiginlega niðurstaða okkar að íslenskt veðurfar sé ekki sérlega heilsusamlegt: myrkrið gerir menn þunglynda, frosthörkur eiga illa við þá sem stríða við húðsjúkdóma og lægðagangur fer oft bölvanlega í gigtveika. "Ég hef stundum spurt mig að því," segir Sigurður og setur upp prakkaralegan svip, "hvað hann Ingólfur var eiginlega að þvælast hingað norður á sínum tíma. Tæpast var það veðrið sem dró hann hingað," bætir hann við og skellihlær. Síðan segir hann mér frá sænskri rannsókn á hermönnum frá Suður-Svíþjóð sem sendir voru til herþjónustu norður að landamærunum við Finnland. "Það sem gerðist var að þeir veiktust allir með tölu, þeir þoldu ekki myrkrið og þetta er klárlega vísbending um hvaða áhrif veður og birta getur haft á geðslag mannsins," segir hann alvörugefinn. Hleður batteríin á fjöllum Þá sjaldan sem Sigurður á frí liggur leiðin oft á fjöll enda ólst hann upp við fjallaferðir. Alls kyns útivist á reyndar vel við hann og þar finnst honum best að hlaða batteríin fjarri skarkala heimsins. Og hann er hundamaður. "Ég er búinn að eiga þrjá hunda um ævina og á núna einn Golden Retriever," segir hann með væntumþykju í röddinni. Allir hundar Sigurðar hafa borið nafnið Táta. "Ég hef stundum haft það á orði að ég hef aldrei átt hund, bara tíkur," segir hann hlæjandi. Skammarlega farið með öryrkja Sigurður og kona hans eiga þrjú börn og það hefur sett sitt mark á fjölskyldulífið að elsti sonurinn er fatlaður; með heilalömun sem gerir hann spastískan öðru megin. "Það er óneitanlega mikil lífsreynsla að ala upp fatlað barn," segir Sigurður með alvöruþunga, "og það mótar mann á vissan hátt. Ég hef ávallt orðað þetta sem svo að mér var treyst til þess af skaparanum að ala upp fatlað barn." Þessi reynsla mótar líka afstöðu Sigurðar til þess hvernig þjóðfélagið sinnir öryrkjum og öðrum þeim sem minna mega sín. "Mér finnst þetta í einu orði sagt skammarlegt," segir hann og hristir höfuðið. "Við skömmtum þessu fólki, sem getur yfirleitt ekkert að fötlun sinni gert, eitthvert lítilræði líkt og þetta séu ómagar á samfélaginu. Og sumir tala um þetta sem ölmusufólk. Mér þykir sárt til þess að hugsa að þegar strákurinn minn verður fullorðinn þá þarf hann að lifa á 85 þúsund krónum á mánuði. Og ég held að það sé þungbært sérhverju foreldri fatlaðs barns að hugsa til þess að samfélagið býr þannig um hnútana að viðkomandi einstaklingur á sér ekki neina viðreisnarvon í lífinu." Við ljúkum spjallinu á þessum nótum og í þann mund sem við yfirgefum hlýleg salarkynni Hótel Borgar er Judy Garland að syngja: Somewhere Over the Rainbow ... Innlent Menning Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira
Sigurður Þórður Ragnarsson veðurfræðingur eða Siggi Stormur eins og hann er stundum kallaður er ekki maður sem gustar af; hann stormar ekki gegnum lífið með bægslagangi. Hann er þvert á móti rólegur og yfirvegaður. Samt er engin lognmolla kringum hann því maðurinn er glettinn og glaðsinna og það er stutt í brosið. Við nafnarnir hittumst á Hótel Borg; þessari háborg íslenskra veitinga- og skemmtistaða gegnum tíðina. Það er ekki hávaðanum fyrir að fara rétt á meðan við stöldrum við; stóísk ró svífur yfir vötnunum og í bakgrunni óma íslenskar og erlendar dægurlagaperlur. Svavar Lárusson er að syngja um Sjönu síldarkokk þegar við setjumst að spjalli; eflaust hefur það lag oft hljómað áður hér á Borginni og ýmsir vafalaust stigið við það dans og sveiflað sér um gólfdúkinn með elegans, einsog segir í ljóðinu. Notaleg nærvera Við setjumst við borð úti við gluggann að Pósthússtrætinu og uppi á Alþingishúsinu strekkir ísköld norðanáttin á íslenska fánanum. Fólk á ferli utan við gluggann er kappklætt og kuldalegt. Við dreypum á heitu kaffi. Sigurður er maður með notalega nærveru, traustvekjandi og kurteis; handtakið þétt. Hann hallar örlítið undir flatt þegar hann talar og er hláturmildur þegar umræðuefnið býður upp á slíkt. Þá birtist spékoppur á hægri vanga. Lífið snýst um veðurfar Talið berst að veðrinu enda Sigurður einn þekktasti veðurfræðingur landsins og brautryðjandi í því að fræða landsmenn um veður og veðurfar á mannamáli í sjónvarpi. "Það má segja að allt líf mitt snúist um veður," segir hann og hlær stuttlega. Með þessu á hann við að starfið fylgir honum hvert fótmál, það er engrar undankomu auðið, ekki heldur utan vinnutíma. "Það er nánast sama hvert ég fer, alls staðar er fólk sem vill ræða við mig um veðrið. Og það hringir líka heim til mín, bændur og búalið", bætir hann við og nú hlæjum við báðir með öllum kjaftinum eins og Sverrir Hermannsson myndi segja. Býr við stöðugt áreiti Þjónninn kemur og upplýsir okkur um að réttur dagsins sé steinbítur og hörpuskel, borin fram með fíkjum, gráðosti og steiktum kartöflum. Vissulega freistandi en við látum kaffið nægja. Soffía Karlsdóttir syngur um drauminn að vera með dáta og dansa fram á nótt ... Og þeir voru aldeilis hér á Borginni, dátarnir. Sigurður segist oftast nær taka því ljúfmannlega þó fólk sé að hringja heim til hans eftir veðurspám; hann alinn upp við kurteislegt viðmót og hefur tileinkað sér það á lífsins göngu. En auðvitað getur kurteisustu menn þrotið þolinmæðin. "Það er orðið þannig að ég á erfiðara og erfiðara með að fara á skemmtistaði," segir Sigurður alvarlegur í bragði. "Það er sífellt áreiti, flest vel meint en þetta verður þreytandi og pirrar konuna mína reyndar meira en mig." Besta veðrið ekki á Íslandi Við fáum okkur meira kaffi og ég spyr hann um uppáhaldsveðrið. "Besta veðrið mitt er ekki á Íslandi," segir hann sposkur á svip. "Það er kannski skammarlegt að segja þetta sem Íslendingur en þá er það þannig að ég vil hlýindi og ég vil bjartviðri og það er ekki á það treystandi hér," bætir hann við og brosir sannfærandi. Hann sækir því töluvert í hlýjuna; enda heimatökin hæg þar sem faðir hans býr suður á Spánarströndum og þangað liggur leið fjölskyldunnar iðulega þegar færi gefst. Íslenskt veður ekki heilsusamlegt Við ræðum áhrif veðurfars á ýmsa kvilla sem mannskepnuna hrjá og það er eiginlega niðurstaða okkar að íslenskt veðurfar sé ekki sérlega heilsusamlegt: myrkrið gerir menn þunglynda, frosthörkur eiga illa við þá sem stríða við húðsjúkdóma og lægðagangur fer oft bölvanlega í gigtveika. "Ég hef stundum spurt mig að því," segir Sigurður og setur upp prakkaralegan svip, "hvað hann Ingólfur var eiginlega að þvælast hingað norður á sínum tíma. Tæpast var það veðrið sem dró hann hingað," bætir hann við og skellihlær. Síðan segir hann mér frá sænskri rannsókn á hermönnum frá Suður-Svíþjóð sem sendir voru til herþjónustu norður að landamærunum við Finnland. "Það sem gerðist var að þeir veiktust allir með tölu, þeir þoldu ekki myrkrið og þetta er klárlega vísbending um hvaða áhrif veður og birta getur haft á geðslag mannsins," segir hann alvörugefinn. Hleður batteríin á fjöllum Þá sjaldan sem Sigurður á frí liggur leiðin oft á fjöll enda ólst hann upp við fjallaferðir. Alls kyns útivist á reyndar vel við hann og þar finnst honum best að hlaða batteríin fjarri skarkala heimsins. Og hann er hundamaður. "Ég er búinn að eiga þrjá hunda um ævina og á núna einn Golden Retriever," segir hann með væntumþykju í röddinni. Allir hundar Sigurðar hafa borið nafnið Táta. "Ég hef stundum haft það á orði að ég hef aldrei átt hund, bara tíkur," segir hann hlæjandi. Skammarlega farið með öryrkja Sigurður og kona hans eiga þrjú börn og það hefur sett sitt mark á fjölskyldulífið að elsti sonurinn er fatlaður; með heilalömun sem gerir hann spastískan öðru megin. "Það er óneitanlega mikil lífsreynsla að ala upp fatlað barn," segir Sigurður með alvöruþunga, "og það mótar mann á vissan hátt. Ég hef ávallt orðað þetta sem svo að mér var treyst til þess af skaparanum að ala upp fatlað barn." Þessi reynsla mótar líka afstöðu Sigurðar til þess hvernig þjóðfélagið sinnir öryrkjum og öðrum þeim sem minna mega sín. "Mér finnst þetta í einu orði sagt skammarlegt," segir hann og hristir höfuðið. "Við skömmtum þessu fólki, sem getur yfirleitt ekkert að fötlun sinni gert, eitthvert lítilræði líkt og þetta séu ómagar á samfélaginu. Og sumir tala um þetta sem ölmusufólk. Mér þykir sárt til þess að hugsa að þegar strákurinn minn verður fullorðinn þá þarf hann að lifa á 85 þúsund krónum á mánuði. Og ég held að það sé þungbært sérhverju foreldri fatlaðs barns að hugsa til þess að samfélagið býr þannig um hnútana að viðkomandi einstaklingur á sér ekki neina viðreisnarvon í lífinu." Við ljúkum spjallinu á þessum nótum og í þann mund sem við yfirgefum hlýleg salarkynni Hótel Borgar er Judy Garland að syngja: Somewhere Over the Rainbow ...
Innlent Menning Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fleiri fréttir Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Sjá meira