Innlent

Biskup leggur til að Thelma Ásdísardóttir verði valin maður ársins

MYND/Vilhelm Gunnarsson

Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, þakkaði popptónlistarfólki og lagði til að Thelma Ásdísardóttir yrði valin maður ársins í predikun í dag.

Biskup lagði út af textanum við lagið "Hjálpum þeim" og efni bókarinnar "Myndin af pabba". Sagði hann Thelmu mann ársins vegna hugrekkis hennar að segja sögu sína af ólýsanlegum hryllingi, misnotkun og ofbeldi. Biskup ræddi hörmungarnar í Pakistan og fátækt í heiminum, og vitnaði af því tilefni bæði í Bob Geldof og Bono, söngvara U2, sem sagði að Guð væri að bíða eftir því að mennirnir gripu inn í, og létu af aðgerðarleysi gagnvart þeim sem eru hjálpar þurfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×