Innlent

BSRB vill að ríkisstjórn Íslands stöðvi GATS samninginn

MYND/ÞÖK

BSRB mun beita sér fyrir því að ríkisstjórn Íslands stöðvi GATS samninginn, segir Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Á fundi alþjóðlegra samtaka launafólks í almannaþjónustu, PSI, í síðustu viku var rætt um vaxandi áherslu Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, á einkavæðingu almannaþjónustu.

Með almannaþjónustu er til dæmis átt við vatns- og rafmagnsveitur, skóla og heilsugæslu. Meðlimir PSI telja þessa þróun neikvæða og vilja standa vörð um að bæta almannaþjónustu og réttindi og kjör þeirra sem veita slíka þjónustu.

Lagt er til að verkalýðshreyfingar og önnur samtök sem berjast fyrir almannahag berjist fyrir því að GATS samningarnir verði stöðvaðir þar til samkomulag náist um Amennt samkomulag um almannaþjónustu, sem kallað verði GAPS (General Agreement on Public Services).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×