Innlent

Fjórir handteknir í tengslum við morð á ungum manni á hótelherbergi í Kaupmannahöfn

Fjórir hafa verið handteknir í tengslum við morð á 17 ára gömlum karlmanni sem fannst látinn á hótelherbergi Continent hótelsins á Nørrebrograde í Kaupmannahöfn í nótt. Maðurinn, sem er af afrískum uppruna, var með mikla áverka á höfði en hann hafði verið skorinn með hníf. Ekki er kunnugt um ástæður morðsins en lögreglan hefur verið að yfirheyra vitni og íbúa hótelsins í dag. Lögreglan útilokar ekki að þeir einstaklingar sem hafa verið handteknir tengist morðinu á einn eða annan hátt. Maðurinn var ekki skráður íbúi á hótelinu en hafði hugsanlega fengið leyfi frá íbúa til að dvelja á hótelherberginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×