Innlent

Þjóðkirkjan nýtur sérstöðu

Guðsþjónusta. Steinunn Arnþrúður segir Þjóðkirkjuna njóta sérstöðu í íslensku þjóðfélagi en hún hafi einnig skyldur og ábyrgð langt umfram þær kröfur sem gerðar séu til annarra trúfélaga.
Guðsþjónusta. Steinunn Arnþrúður segir Þjóðkirkjuna njóta sérstöðu í íslensku þjóðfélagi en hún hafi einnig skyldur og ábyrgð langt umfram þær kröfur sem gerðar séu til annarra trúfélaga.

"Framsetning Hjartar Magna veldur ákveðnum misskilningi," segir Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Þjóðkirkjunni. Hjörtur Magni Jóhannsson fríkirkjuprestur sagði það hróplega mismunun að þjóðkirkjan fengi hátt á fjórða milljarð frá ríkinu meðan trúfélög fengju aðeins sóknargjöld.

Steinunn segir að innifalið í þessari tölu sem Hjörtur Magni nefnir séu sóknargjöld hennar sem og greiðslur til kirkjugarða en starfsemi þeirra sé aðskilin annarri starfsemi Þjóðkirkjunnar og þjóni öllum landsmönnum burtséð frá trúfélagsaðild.

"Þarna er því ekki um að ræða fé sem Þjóðkirkjan fær til viðbótar við sóknargjöld," segir Steinunn. "Það er ljóst að Þjóðkirkjan nýtur sérstöðu í íslensku þjóðfélagi," segir Steinunn. " Að hluta til er það vegna sögu hennar og stöðu og einnig skapar stærð hennar sérstöðu. En því fylgja líka skyldur og ábyrgð, langt umfram þær kröfur sem gerðar eru til annarra trúfélaga," segir hún að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×