Innlent

Ókunnur maður á gjörgæslu

Liggur þungt haldinn á gjörgæslu.
Maður varð fyrir bíl á Miklubraut í fyrrinótt. Ekki hefur tekist að bera kennsl á manninn þar sem hann var skilríkjalaus. Maðurinn er meðvitundarlaus og liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.
Liggur þungt haldinn á gjörgæslu. Maður varð fyrir bíl á Miklubraut í fyrrinótt. Ekki hefur tekist að bera kennsl á manninn þar sem hann var skilríkjalaus. Maðurinn er meðvitundarlaus og liggur á gjörgæsludeild Landspítalans.

Ekið var á gangandi vegfaranda á Miklubraut um hálf þrjú leytið í fyrrinótt. Slysið varð rétt austan við gatnamótin á Rauðarárstíg. Bíll á vesturleið keyrði á vegfaranda sem slasaðist alvarlega og var fluttur á sjúkrahús. Maðurinn er meðvitundarlaus og liggur nú á gjörgæslu. Sá slasaði hafi engin skilríki á sér og því er ekki vitað hvert nafn mannsins er eða hvar hann er búsettur.

Lögreglan hefur nú undir höndum upplýsingar sem borið gætu kennsl á manninn, en auglýst var í gær eftir upplýsingum sem gætu komið lögreglunni til aðstoðar. Talið er líklegt að maðurinn sé útlendingur þar sem hann hafði í fórum sínum pakka af sígarettutegund sem ekki er þekkt hér á landi. Lögregla hefur haft samband hótel í Reykjavík, í von um að einhver myndi bera kennsl á þann slasaða, án árangurs.

Að sögn lögreglu er erfitt fyrir stærri hótel að fylgjast með ferðum allra gesta sinna og því mun leitin koma til með að taka tíma. Ökumaður bifreiðinnar var tekinn í skýrslutöku í nótt og málið er enn í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×