Fleiri fréttir

Yfir 200 eldri borgarar funda

Fimm Alþingismenn sátu undir kraftmiklum ádeilum eldri borgara á afar fjölmennum fundi um kjara- og hagsmunamál eftirlaunaþega í Reykjavík gær.

Vikið frá hundabanni

Hundar viðruðu mannfólkið sitt í gær þegar Hundaræktarfélag Íslands stóð fyrir árlegri gönguferð niður Laugaveginn. Hundar eru yfirleitt bannaðir á Laugaveginum en einu sinni á ári fá þeir undanþágu til að skoða jólaljósin.

Einfalt að minnka svifryk

Með því að þrífa götur borgarinnar oftar væri hægt að koma í veg fyrir að dögum saman sé mengun í Reykjavík langt yfir mörkum, eins og nú er.

Eldri borgarar krefjast betri kjara

Eldri borgarar vilja betri kjör, stytta biðlista á hjúkrunarheimili og geta búið lengur heima. Þetta kom fram á fundi sem eldri borgarar héldu í dag þar sem meðal annars fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna voru krafðir um framtíðarsýn síns flokks í málefnum eldri borgara.

Níðingsverk

Þrír piltar réðust á útigangsmann í Reykjavík, helltu yfir hann vatni og hveiti, og höfðu gaman af. Myndband af árásinni var svo sett á Netið öðrum til skemmtunar - að sögn eins forsprakkanna.

Hernaðarlegt gildi varnarstöðvarinnar í Keflavík er ekkert!

Hernaðargildi varnarstöðvarinnar í Keflavík er ekkert. Henni ber að breyta í "volga stöð", herstöð þar sem nánast ekkert herlið er en sem hægt sé að nota verði þörf á. Þetta er ein af meginniðurstöðum bandarískrar nefndar sem fjallaði um breytingar á herstöðvum Bandaríkjanna erlendis.

Landamærastöðin í Rafah opnuð í morgun

Mikil gleði ríkti þegar Palestínumenn fóru yfir landamærin frá Gaza til Egyptalands, í fyrsta sinn eftir að palestínska heimastjórnin tók við stjórn landamærastöðvarinnar í Rafah.

Alls kyns raftæki jólagjöfin í ár

Jólaverslunin er nú hafin fyrir alvöru í Bandaríkjunum með hefðbundinni útsölu að lokinni þakkargjörðarhátíð. Raftæki eru í tísku í ár.

Forval VG í Kópavogi

Ólafur Þór Gunnarsson og Þorleifur Friðriksson börðust um fyrsta sætið í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Kópavogi í dag, en kjörfundi lauk klukkan fjögur. Kosið var um fjögur efstu sætin en kosningarétt í forvalinu hafa fullgildir flokksmenn í VGK.

Bílastæðahúsið á Stjörnubíósreitnum opnað í dag

Bílastæðahúsið á Stjörnubíósreitnum á Laugavegi var opnað nú í hádeginu.Það var Alfreð Þorsteinsson forseti borgarstjórnar sem það gerði. Húsið rúmar tæplega tvöhundruð bíla, en kostnaður við húsið er áætlaður tæplega sexhundruð milljónir króna. Bílastæðasjóður efnir nú til samkeppni um nafn á nýja bílahúsið að Laugavegi 86-94. Tillögum um nafn má skila til og með 23. desember 2005. Í verðlaun eru Miðborgargjafakort að verðmæti 50.000 krónur.

Sex mánaða fangelsi fyrir illa meðferð á líki

Bandaríkjamaður sem er í haldi dönsku lögreglunnar getur að hámarki verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að sundurbúta lík af dönskum leigubílstjóra. Líkið fannst í miðborg Kaupmannahafnar um síðustu páska. Bandaríkjamaðurinn gaf sig sjálfur fram og hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í því að búta líkið í sundur en neitar að hafa framið morðið. Lögreglan hefur árangurslaust leitað súdansks karlmanns, sem maðurinn segir hafa ógnað sér og skipað sér að aðstoða við að búta líkið í sundur. Lögregla getur ekki sannað að maðurinn hafi framið morðið og því verður hann ákærður fyrir ósæmilega meðferð á líki.

Palestínumenn flykkjast til Egyptalands

Hundruð Palestínumanna flykktust að landamærastöðinni við Egyptaland á fyrsta degi opnunar hennar undir stjórn Palestínumanna. Þeir Palestínumenn sem fóru yfir til Egyptalands í morgun létu vel af þessu nýja fyrirkomulagi.

Flugmálafélag Íslands vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni

Félagsmenn í Flugmálafélagi Íslands segja óviðunandi að leggja niður innanlandsflugvöll á höfuðborgarsvæðinu og enn fráleitara er að flytja starfsemi Reykjavíkurflugvallar til Keflavíkur. Þetta kemur fram í samþykkt félagsins frá síðasta ársfundi. Þeir benda einnig á að þrátt fyrir að flugstarfsemi Reykjavíkurflugvallar taki nokkurt landrými þá sé þjónustan og starfsemin sem flugvöllurinn veitir nauðsynleg höfuðborgarsvæðinu og ekki síður landsbyggðinni.

Stórflótti úr sjómannastéttinni hafinn

Umræður á nýafstöðnu þingi Farmanna og fiskimannasambandsins voru nær eingöngu lagðar undir það alvarlega ástand sem ríkir í sjávarútvegi. Stærsta dýfan í sjávarútvegi til þess segir endurkjörinn forseti sambands Farmanna og fiskimanna.

Sveiflaði hnífi í samkvæmi í Árbænum

Karlmaður var handtekinn Í Árbænum í gærkvöldi þar sem hann veifaði hnífi innandyra í samkvæmi. Hann var í annarlegu ástandi og gistir nú fangageymslur og verður yfirheyrður í dag.

Ölvaður ökumaður bakkaði á lögreglubíl

Einn ökumaður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur grunaður um ölvunarakstur. Ekki þurfti að stöðva þann ökumann eða há við hann eltingarleik þar sem hann bakkaði í ógáti á lögreglubílinn. Við nánari athugun reyndist hann ölvaður.

Jólagjafirnar í ár í Bandaríkjunum

Jólaverslunin er nú hafin fyrir alvöru í Bandaríkjunum með hefðbundinni útsölu að lokinni þakkargjörðarhátíð. MP3 spilarar, fartölvur og flatskjársjónvarpstæki eru ofarlega á óskalistanum í ár. Raftækjaverslanir voru yfirfullar daginn eftir þakkargjörðarhátíðina á fimmtudag, enda stórlækkað verð á ýmsum varningi.

Hægt að spara í raforkukaupum

Svo virðist sem lítil sem engin lækkun verði á raforku þegar samkeppni í sölu raforku til heimilanna verður gefin frjáls um áramót. Svigrúm til lækkunar er aðeins örfá prósent. Talið er að samkeppnin komi ekki fram í verðlækkunum fyrr en í fyrsta lagi árið 2007. Þó er hægt að spara með því að flytja viðskipti sín annað.

Bíll valt í Hvalfirði

Bíll valt í Hvalfirði á þriðja tímanum í nótt. Bílinn var mikið skemmdur og þurfti að fjarlægja hann með kranabíl. Fjórir farþegar voru í bílnum og sakaði engan.

Hálka víða um land

Ökumönnum ber að vara sig á hálku víða um land. Samkvæmt Vegagerðinni er hálka á Hellisheiði og flughált á kafla á Vesturlandi. Þá er einnig hálka á Holtavörðuheiði, á Bröttubrekku og víða á Vestfjörðum, Norðurlandi og Norðausturlandi.

Gæti veitt 25 manns atvinnu

Athafnamenn í Vík í Mýrdal vinna að undirbúningi verksmiðju þar sem meðal annars yrði unnið byggingaefni úr Kötlu­vikri. Það eru eigendur jarðanna Hjörleifshöfða, Reynisbrekku og Höfðabrekku sem standa að þessu verkefni en rannsóknir á vikrinum gefa mjög góðar vísbendingar um að verksmiðja af þessu tagi verði arðbær.

32.000 jólatré flutt til landsins

Af þeim fjörutíu þúsund jólatrjám sem íslenskur markaður þarfnast fyrir hver jól koma átta þúsund úr íslenskum skógum. 32 þúsund tré eru innflutt og eru flest þeirra danskur Nordmannsþinur. Þröstur Eysteinsson, fagmálastjóri Skógræktar ríkisins, segir jólatré háð tískusveiflum eins og annað.

Hugleiða flutning til útlanda

Hátæknifyrirtækið CCP er við það að gefast upp á rekstrarumhverfinu hér. Eyjan Mön hefur boðið fyrirtækinu aðstöðu. Víða reyna lönd að lokka til sín fyrirtæki í hátækniiðnaði. Í húfi eru 80 störf og milljarður í veltu.

Kynbundið ofbeldi lítið rætt

Palestínskar konur sem verða fyrir heimilisofbeldi greina sjaldan frá því. Rannsóknar- og þróunarsetrið Bisan í Palestínu vinnur að því að opna umræðuna um kynbundið ofbeldi í landinu.

Færri bækur fyrir þessi jól

Færri bækur eru gefnar út nú fyrir jólin en á sama tíma í fyrra. Í könnun sem Bókasamband Íslands gerði kemur fram að heildarfjöldi titla í Bókatíðindum er nú 608 en var 651 í fyrra.

Um 100 brot gegn börnum tilkynnt á þremur mánuðum

Nær 100 tilkynningar um brot gegn börnum hafa borist til Neyðarlínunnar, 112, á tæplega þremur síðustu mánuðum. Einkum er um að ræða vanrækslu og ofbeldisbrot. Í sumum tilvikum hringja börnin sjálf. Neyðarlínan hefur kallað út lögreglu, sjúkrabifreið og lækni í einstökum tilvikum.

Handtekinn í Kringlunni

Átján ára unglingur var handtekinn í Kringlunni seinnipartinn í gær (föstudag) þar sem hann fór um veifandi loftskammbyssu. Hann hafði einnig skotið stúlku í fótinn með plastkúlu. Hann var yfirheyrður og honum gert grein fyrir alvarleika málsins en lögreglan í Reykjavík segir að þar sé ekki tekið á því af neinni lindkind séu menn með einhverskonar skotvopn eða eftirlíkingar af slíku á almannafæri.

Greiddi lækniskostnaðinn

"Við förum eftir öllum stöðlum og þessi efni sem við notum hafa verið margrannsökuð og eiga ekki að geta verið hættuleg enda eru þau notuð í stórborgum úti um allan heim og hafa verið svo í 30 ár," segir Jón Guðni Kristinsson, eigandi Hreinsibíla.

DV stendur við fréttaflutning

"Það stendur ekkert annað til en að standa við þessa frétt. Við eigum þetta allt á segulbandi," segir Jónas Kristjánsson, annar ritstjóra DV.

Ker vill kalla til matsmenn

Ker, eignarhaldsfélag Esso, hefur farið fram á að dóm­kvaddir verði matsmenn til að meta ávinning félagsins af ólöglegu samráði olíufélaganna. Mál félagsins á hendur Sam­kepp­nis­eftirlitinu var tekið fyrir í Héraðs­dómi Reykja­víkur í gær­morgun.

Brotið gegn þeim sem aðhyllast lífsskoðunarfélög

Stórlega er brotið gegn þeim sem aðhyllast lífsskoðunarfélög í landinu, segir Sigurður Hólm Gunnarsson, talsmaður Siðmenntar sem vill fá sömu réttarstöðu og trúfélög líkt og gerist í Noregi. Lífsskoðunarfélög eru félagsskapur sem veita þá félagslegu þjónustu sem trúfélög veita, til að mynda borgaralegar fermingar og giftingar, en án trúarbragða.

Segir stöðu Íbúðalánasjóðs sterka

Íbúðalánasjóður stendur styrkum fótum og fær hæstu einkunn hjá alþjóðlegum matsfyrirtækjum. Þetta segir Guðmundur Bjarnason framkvæmdastjóri sjóðsins.

Sluppu með skrekkinn

Mildi þykir að engan skyldi saka þegar bíll keyrði út af og valt ofaní vatnsfylltan skurð í Gaulverjabæjarhreppi í nótt.

Hart tekist á um fjárlög næsta árs á Alþingi

Stjórnarliðar hrósuðu sér af meiri fjárlagaafgangi en flestar Evrópuþjóðir gætu státað af meðan stjórnarandstæðingar sögðu væntanleg fjárlög þýða útgjaldaþenslu og aukið misrétti í samfélaginu.

Mikil svifryksmengun í Reykjavík undanfarna daga

Svifryk hefur mælst allt að tífalt meira síðustu daga en á meðal degi. Þegar veður er þurrt og stillt eykst rykmengunun verulega við helstu umferðaræðar í Reykjavík. Fólk sem er viðkvæmt í öndunarfærum getur fundið fyrir svifrykinu þegar umferð er sem mest og þar með svifrykið.

Hannes verst bótakröfu Jóns Ólafssonar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson segist aldrei hafa kallað Jón Ólafsson dópsala eða skattsvikara. Hann hafi aðeins bent á að aðrir hafi gert það og þess vegna eigi ekki að dæma sig fyrir meiðyrði.

Stórt nýtt hverfi í Mosfellsbæ

Þúsund íbúða hverfi mun rísa innan tíðar undir hlíðum Helgafells í Mosfellsbæ. Ljúka á vinnu við fyrsta áfanga deiliskipulags í mars á næsta ári. Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ og landeigendur undirrituðu viljayfirlýsingu um uppbyggingu hverfisins í dag.

Verða að endurgreiða ríkisaðstoð

EFTA-dómstóllinn segir að stjórnvöld verði að endurgreiða ólögmæta ríkisaðstoð sem var veitt erlendum fyrirtækjum sem fluttu starfsemi sína hingað til lands.

Undrast seinagang fjármálaráðherra

Stjórnarandstæðingar undrast seinagang fjármálaráðherra í hagsmunagæslu vegna samráðs olíufélaganna en ráðherrann segir að vanda verði undirbúning, verði niðurstaðan sú að mál verði höfðað.

Bíll valt í Dalsá í Víðidal

Bílvelta varð við Dalsá í Víðidal í dag. Fjórir voru í bílnum en enginn slasaðist. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum í hálku og endaði bíllinn í Dalsá en ökumanður og farþegar komust út úr bílnum að sjálfsdáðum.

Keyrði útaf veginum til að forðast árekstur

Bíll fór útaf Reykjanesbraut, skammt austan við gatnamót Vogavegar, áttunda tímanum í morgun. Ökumaðurinn var að taka framúr bifreið en sá þá hvar ljóslítill bíll kom á móti.

Stílkeppni Samfés haldin á morgun

Rusl er þema stílkeppni Samfés sem haldin verður á morgun. Þetta er í fimmta sinn sem keppnin er haldin en keppt er í fatahönnun, hárgreiðslu og förðun.

Sjá næstu 50 fréttir