Innlent

Báðu Tryggva afsökunar á árás

Andri Jóhannesson og tveir félagar hans sem réðust á Tryggva Gunnlaugsson, fyrrum útigangsmann og öryrkja, og tóku upp á myndband, hittu Tryggva í gær og báðu hann afsökunar. Tryggvi segist feginn.

Tryggvi Gunnlaugsson, fyrrverandi útigangsmaður og öryrki, sem varð fyrir óprúttinni árás piltanna, sem helltu yfir hann vatni og hveiti og settu síðan myndband af árásinni á netið, segir árásarmennina hafa heimsótt sig í gærkvöldi og beðið sig afsökunar á athæfinu. Tryggvi sagði í samtali við NFS nú fyrir stundu, að hann væri ánægður með að strákarnir hefðu haft manndóm í sér til að heimsækja hann og biðja hann afsökunar. Hann kvaðst þess fullviss að þeir myndu ekki gera sig seka um samskonar ruddaskap við aðra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×