Innlent

Hugsanlega á leið í framboð

Ásthildur Helgadóttir er að gera upp við sig hvort hún taki þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.
Ásthildur Helgadóttir er að gera upp við sig hvort hún taki þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi.

Ásthildur Helgadóttir, fyrirliði kvennalandsliðsins í knattspyrnu, mun hugsanlega taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í Kópavogi í vor.

Ásthildur segir í samtali við Fréttablaðið í dag að framboðsmál hafi verið rædd við hana en engin ákvörðun liggi fyrir. "Þetta er stór ákvörðun og ég vil hugsa málið vel áður en ég ákveð eitthvað," segir hún.

Ásthildur gekk nýlega til liðs við Kópavogsliðið Breiðablik en hún lék með félaginu um árabil áður en hún réri á önnur mið og er hún að flytjast frá Svíþjóð þar sem hún hefur leikið í tvö ár með Malmö FF.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×