Innlent

Íslandsdeild SPES samtakanna stofnuð

Íslandsdeild alþjóðlegu SPES samtakanna var stofnuð nýverið. Samtökin vinna að uppbyggingu barnaþorps fyrir munaðarlaus börn í höfuðborg Togo í Afríku. Njörður P. Njarðvík er forseti alþjóðasamtakanna en hann var jafnframt frumkvöðull að stofnun þeirra og stofnun íslensku deildarinnar.

Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið kjörinn fyrsti formaður Íslandsdeildarinnar. Megintilgangur Íslandsdeildarinnar er að afla fjár til að fjármagna byggingu barnaþorpsins og finna styrktarforeldra sem kosta uppeldi og menntun barnsins sem þau taka að sér. Styrktarforeldrar á Íslandi eru nú þegar orðnir 19 talsins og fleiri bíða þess að fá barn til að styrkja.

Samtökin, sem heita fullu nafni SPES international -Soutien Pour L'Enfance en Souffrrance, eru fimm ára gömul og hafa deildir í Frakklandi, Belgíu, Spáni, Togo og á Íslandi. Samtökin annast nú þegar 42 börn á aldrinum 2-10 ára í Togo. Stefnt er að sjá um og mennta 120 börn í þorpinu þegar það er fullbúið. Samtökin stefna einnig að því að fær út kvíarnar til annarra þróunarlanda þar sem þörf er á aðstoð við munaðarlaus börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×