Innlent

Krefjast notendaábyrgðar í lögum

Forsvarsmenn Samiðnar hafa beint þeim tilmælum til félagsmálaráðherra að í frumvarpi að fyrirhuguðum lögum um starfsmannaleigur verði að vera ákvæði um ábyrgð fyrirtækja sem norfæri sér þjónustu starfsmannaleigna. Félagsmálaráðherra hafði áður fengið samskonar tillögu frá ASÍ en allt kom fyrir ekki.

Ekki náðist samstaða um slíkt ákvæði í þriggja manna nefnd aðila vinnumarkaðarins og félagsmálaráðherra sem frumvarpið er byggt á þar sem Samtök Atvinnulífsins og fulltrúi ráðherra féllust á ekki á það. Segir í bréfi Samiðnar til ráðherra að forsenda þess að slík lög beri árangur sé að í þeim sé gert ráð fyrir því að notendafyrirtæki séu ábyrg fyrir kjörum verkamanna sem hér starfa á vegum starfsmannaleiga.

ASÍ hafði áður sent félagsmálaráðherra samskonar tillögu áður en frumvarp var lagt fram. Árni Magnússon félagsmálaráðherra sagði þá í viðtali við NFS að frumvarp hans yrði einungis byggt á tillögum nefndarinnar og því myndi hann ekki mælast til þess við þingið að ákvæði um notendaábyrgð yrði í umræddum lögum.

Frumvarpið verður tekið til fyrstu umræðu á Alþingi í dag, þaðan sem því verður væntanlega vísað til félagsmálanefndar til frekari umræðu. Fulltrúar launþegahreyfinganna munu þá væntanlega verða kallaðir fyrir nefndina




Fleiri fréttir

Sjá meira


×