Innlent

Vill rannsóknarnefnd

MYND/E.ÓL

Hægt verður að skipa sérstakar rannsóknarnefndir á vegum Alþingis sem falið verður að rannsaka eða kanna betur einstaka ákvarðanir eða athafnir stjórnvalda eða einstaka mál á þeirra vegum betur, nái tillaga Ágústs Ólafs Ágústssonar og fleiri samflokksmanna hans fram að ganga. Ágúst segir mýmörg ný dæmi sýna fram á nauðsyn slíkrar nefndar.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að Alþingi geti skipað svo fyrir að sett verði á laggirnar rannsóknarnefnd í tilteknum málum og jafnframt ákveðið hveru margir skulu eiga í henni sæti. Hæstiréttur mun hins vegar skipa nefndarmenn sem gert er ráð fyrir að geti kallað til sín alla þá sem viðkomandi málum tengjast.

Ágúst Ólafur segir að tilfinnanlega vanti úrræði eins og það að vísa umdeildum málum til rannsóknar hjá slíkri nefnd. Hann segir fyrirmyndina enda sótta til nágrannalandanna eins og Danmerkur.

Ágúst nefnir dæmi um mál sem hann telur að slík nefnd hefði átt að rannsaka. Nefnir hann til dæmis fangaflugið svokallaða, sem dæmi um slík mál, eins og raunar aðdragandann að stuðningu íslenskra stjórnvalda við Íraksstríðið, fyrri einkavæðingu Landssímans og fleiri mál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×