Innlent

Vegagerðin bótaskyld vegna Héðinsfjarðaganga

Vegagerðin stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða Íslenskum aðalverktökum og erlendnu verktakafyrirtæki, sem áttu saman lægsta tilboð í Héðinsfjarðargöng, nokkur hundruð milljónir króna í skaðabætur vegna þess að ákveðið var að hætta við verkið. Hæstiréttur dæmdi nýverið að Vegagerðin væri skaðabótaskyld í málinu og virðist samkvæmt því borðleggjandi að Vegagerðin verði að greiða mismun á tilboðinu og kostnaðaráætlun, sem er um 190 milljónir, og að öllum líkindum væntanlega framlegð verktakanna, sem gæti verið margföld sú upphæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×