Fleiri fréttir

Vilja tvo nýja framhaldsskóla

Þingmenn vilja setja á fót tvo nýja framhaldsskóla. Níu af tíu þingmönnum Norðausturkjördæmis hafa lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð, þar vilja þeir að boðið verði upp á nám til stúdentsprófs auk þess sem skólinn sérhæfi sig í sjávarútvegsmenntun.

Mál Albanans enn óljós

Ríkislögreglustjóri og Útlendingastofnun eru í erfiðri stöðu þar sem ekki hefur enn verið krafist framsals á Albananum sem nú situr í fangelsi hérlendis og afplánar 45 daga dóm fyrir skjalafals. Albaninn sem er með tímabundið dvalarleyfi í Grikklandi er grunaður um morð þar í landi.

Hvetja til frekari skattalækkana

Ungir sjálfstæðismenn hvetja stjórnvöld til að kvika ekki frá áformum um að lækka tekjuskatt. Í ályktun þeirra segir meðal annars að einstaklingar fari betur með það fé sem þeir afla sjálfir, en stjórnmálamenn með það fé, sem hið opinbera heimtir í gegnum skattakerfið. Í ljósi þess, meðal annars, hvetja ungir Sjálfstæðismenn til enn frekari skattalækkana og einföldunar á skattakerfinu.

Moksíldveiði

Síldveiði gengur vel þessa dagana. Í gær var var landað úr Beiti NK þrjúhundruð tonnum af síld. Síldin fer öll til manneldis. Síldin er einungis flökuð og fryst því allri söltun hefur verið hætt hjá fyrirtækinu. Súlan EA kom í nótt með um 300 tonn til löndunar og Börkur NK er að veiðum og gengur vel.

Vilja iðgjöld í heilbrigðiskerfinu

Um 1.200 manns eiga seturétt á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem hefst í dag og stendur í fjóra daga. Davíð Oddsson flytur setningarræðu á sjötta tímanum og verður það í síðasta sinn sem hann gegnir þessu hlutverki en eftirmaður hans á formannsstóli verður kjörinn á sunnudag.

Manneklan enn við lýði

Enn er engin lausn í sjónmáli varðandi manneklu í sumum leikskólum borgarinnar. Vandræðin eru orðin svo mikil að sum börn þurfa að vera heima í þrjá daga af tuttugu. Stjórnendur leikskólans Austurborgar hefur gripið til þess ráðs að senda öllum foreldrum lista yfir þá daga sem börnin eiga að vera heima á næstu fimmtán dögum. Hvert barn þarf að dvelja heima í tvo daga af fimmtán.

Fá ekki greidda fatapeninga

Mikillar óánægju gætir meðal starfsmanna sem vinna með fötluðum og þroskaheftum vegna þess að þeir fá ekki greidda fatapeninga, sem þeir eiga rétt á samkvæmt kjarasamningum.

Umferðarkönnun við Víkurskarð

Vegagerðin stendur fyrir umferðarkönnun á Hringvegi um Víkurskarð í dag og næstkomandi laugardag. Könnunin stendur yfir frá klukkan átta að morgni til ellfu að kvöldi báða dagana. Tilgangurinn er að afla upplýsinga um umferð á milli þéttbýlisstaða á Norðurlandi eystra og munu niðurstöður nýtast við undirbúning vegna hugsanlegra jarðganga undir Vaðlaheiði.

Átök hjá framsókn í kvöld?

Aðalfundur verður haldinn í Framsóknarfélagi Reykjavíkurkjördæmis suður í kvöld. Búist er við átökum um kjör í stjórn félagsins en hátt í 14 framsóknarmenn hafa boðið fram krafta sína.

40 nauðgunarmál á ári

Hátt í fjörutíu nauðgunarmál hafa borist til ríkissaksóknaraembættisins að meðaltali frá árinu 1999. Ákært hefur verið í tíu til tólf málum á ári en sakfellt í fimm til sex málum.

Rannsóknarfyrirmæli ítrekuð

Embætti ríkissaksóknara hefur ítrekað rannsóknarfyrirmæli til lögreglunnar. Lögreglan sinnir stundum ekki rannsókn nauðgunarmála í samræmi við fyrirmæli og stundum eru lögreglumenn teknir úr rannsókn nauðgunarmála til að sinna annarri rannsókn þó að nauðgunarmál tilheyri forgangsflokki.

Ánægja með vakningu

Mikið hefur verið að gera hjá Aflinu, systursamtökum Stígamóta á Akureyri, í kjölfar umræðu um kynferðisofbeldi gegn börnum.

Betra veður í lok næstu viku

Veðurklúbburinn á Dalvík kom saman aftur til spjalls nú í vikunni þar sem spá klúbbsins síðastliðinn mánuð hefur ekki staðist. Einn af félögunum skilaði séráliti síðast, hann taldi að veðrið myndi ekki batna fyrr en 22. október og stendur fast á því.

Vísar „samsæriskenningum“ á bug

Í kvöld verður aðalfundur í Framsóknarfélagi Reykjavíkurkjördæmis suður og búist er við átökum um kjör í stjórn. Talið er að Björn Ingi Hrafnsson reyni að styrkja stöðu sína innan félagsins á fundinum og reyni að koma sínu fólki að í stjórn.

Alp hf. fær markaðsverðulaun

Fyrirtækið Alp hf., sem er umboðsaðili Budget bílaleigunnar á Íslandi, fékk nýverið afhent markaðsverlaun frá Budget international fyrir besta markaðsstarf ársins í Evrópu, Mið-Austurlöndum og Afríku.

Brunahani stöðvar umferð

Brunahani stððvaði umferð við Suðurgötu í Reykjavík skömmu fyrir miðnætti á miðvikudagskvöldið. Að sögn sjónarvotta komu þrír ungir menn á bifreið að hananum, böksuðu eitthvað við hann, og brenndu síðan á brott þegar vatn tók að gusast úr hananum. Umferð um götuna í báðar áttir stððvaðist, því fáir ökumenn treystu sér í gegnum vatnsflauminn, en brunahanar geta gefið frá sér á milli 1000 og 8000 lítra á mínútu.

104 milljón króna styrkur

Vísindamenn líftæknifyrirtækjanna NimbleGen, Urðar Verðandi Skuldar og Ludwig stofnunar krabbameinsrannsóknar hafa hlotið eitt hundrað og fjögurra milljóna króna styrk til rannsókna á stjórnferlum krabbameins, en styrkurinn er veitur af Krabbameinsstofnun Bandaríkjanna.

Fasteignasali í árs fangelsi

Hæstiréttur þyngdi í dag refsingu yfir fasteignasala fyrir fjárdrátt og skjalafals í starfi. Héraðsdómur hafði dæmt manninn í 9 mánaða fangelsi, sem að mestu var skilorðsbundið, en hæstiréttur þyngdi refsinguna í 12 mánaða fangelsi.

Liðssöfnuður suðurnesjamanna

Sjálfstæðismenn á Suðurnesjum safna nú liði á Landsfundi Sjálfstæðismanna í þeim tilgangi að fá umdeildum drögum að ályktun um innanlandsflug hnekkt. Í þeim er gert ráð fyrir því að verði innalandsflugið fært úr Vatnsmýrinni þá verði það ekki fært til Keflavíkur.

18 mánuðir fyrir sinnuleysi

Hæstiréttur dæmdi í dag tvo menn í 18 og 24 mánaða fangelsi fyrir brot á hegningarlögum. Sá sem fékk tveggja ára dóminn braut skilorð með ítrekuðum umferðar- og fíkniefnalagabrotum. Sá sem fékk átján mánaða refsingu hlaut sinn dóm fyrir að koma ekki ungri stúlku til bjargar í neyð, en stúlkan lést eftir að hafa tekið of stóran skammt af eiturlyfjum með manninum sem tilkynnti ekki um ástand hennar fyrr en nokkrum klukkustundum eftir að hún var talin látin.

Alltaf gaman að mæta

Ólafur G. Einarsson fyrrum þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins segir alltaf gaman að hitta gamla félaga á landsþingi Sjálfstæðisflokksins. Bæði hann og Guðmundur H. Garðarsson, fyrrum þingmaður, ætla að tala fyrir bættum kjörum aldraðra.

Fangi fékk eiturlyf í pósti

 Fangi í fangelsinu á Akureyri fékk 6. júní í sumar óþekktan mann til að fela eitt gramm af maríhúana í tölvulyklaborði og senda sér í pósti í fangelsið. Héraðsdómur Norðurlands eystra ákvað í vikunni að gera manninum ekki sérstaka refsingu vegna málsins.

Ríkiskaup greiði flugfélagi bætur

Ríkiskaup bera skaðabótaskyldu gagnvart Flugfélagi Íslands vegna útboðs á áætlunarflugi fram fór í sumar. Félagið gerir ráð fyrir endurteknu útboði, en það er í skoðun hjá Ríkiskaupum og Vegagerð Ríkisins.

Dópsalar dæmdir í fangelsi

Tveir hafa verið dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi hvor fyrir að selja þremur öðrum 50 grömm af amfetamíni í vor. Dómur var upp kveðinn í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Efnin voru keypt í Reykjavík en seld fyrir norðan. Þeir sögðust hafa keypt 20 grömm af amfetamíni og drýgt upp í 50 sem þeir voru ákærðir fyrir að selja á 250.000 krónur.

Makaskipti hrepps og kirkju

Dómstólar<cstyle name="[No character style]" /> Héraðsdómur Suðurlands ógilti í gær úrskurð óbyggðanefndar frá í mars 2002 um eignarhald á Grímsnesafrétti og jörðum umhverfis Lyngdalsheiði að því er varðar land sem Grímsneshreppur fékk í makaskiptum við Þingvallakirkju árið 1896.

Síðasta Landsfundarræða Davíðs

Davíð Oddsson er þessa stundina að ávarpa flokksmenn sína í síðasta sinn á landsfundi í sæti formanns. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var settur í dag í Laugardalshöll líkt og fyrir 14 árum þegar Davíð var kosinn formaður flokksins og varð í kjölfarið forsætisráðherra.

Kynferðisbrot sjaldnast kærð

Innan við helmingur þeirra fórnarlamba kynferðisbrota sem leita til Stígamóta, hefur fengið hjálp annars staðar. Aðeins hefur verið ákært í einu slíku máli af hverjum tuttugu.

Hástökkvara hótað kyrrsetningu

Javier Sotomayor, einum þekktasta íþróttamanni sögunnar, var hótað kyrrsetningu í Reykjavík í dag vegna deilna um hótelreikninga. Þessi mikli hástökkvari sækir hér mótaþing evrópska frjálsíþróttasambandsins og var þrátt fyrir allt í góðu skapi í dag, enda á hann afmæli.

Foreldrar óttast um vinnu sína

Foreldrar leikskólabarna í Kópavogi eru margir orðnir hræddir um að missa vinnuna vegna þess að þeir þurfa að vera heima hjá börnunum allt að tvo daga í viku vegna lokana leikskóla. Laun leiðbeinenda þar eru lægri en í Reykjavík og óttast foreldrar að þeir fari í verkfall.

Grætur sig í svefn á kvöldin

Tuttugu og níu ára Kínverji sem leitaði hælis hér á landi í byrjun ágúst, grætur sig í svefn á kvöldin þar sem hann bíður úrlausnar á gistiheimili suður með sjó. Konan hans var send til Þýskalands, og óvíst er hvort, eða hvenær þau hittast aftur.

Ánægð með viðbrögðin

Nú er liðin vika frá útkomu bókarinnar Myndin af pabba, þar sem rakin er saga Thelmu Ásdísardóttur og systra hennar. Þær máttu árum saman þola gróft kynferðislegt ofbeldi föður síns.

Erfitt bú mætti Sjálfstæðismönnum

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hófst í Laugardalshöllinn í kvöld. Fjölmenni er á fundinum eins og venja er en vel á annað þúsund manns hvaðan af á landinu er á fundinum. Dagskráin hófst á því að Sinfoníuhljómsveit Íslands tók nokkur lög og svo hófst setningarræða Davíðs Oddssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins

Féflettur á Goldfinger

Karlmaður telur að sér hafi verið byrluð ólyfjan á nektardansstaðnum Goldfinger og þar hafi menn nýtt sér ástandið og hreinsað út af kortareikningi hans. Lögreglan segir sönnunarfærslu í slíkum málum afar erfiða.

SMÍ og FF takast á

Stjórn Skólameistarafélags Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í dag, þar yfirlýsing sem Félag framhaldsskólakennara birti á heimasíðu Kennarasambands Íslands, er fordæmd og sögð óvægin árás á skólameistara Menntaskólans á Ísafirði.

Vinnur Hómer Simpson í Sellafield?

Lekinn í endurvinnslustöðinni í Sellafield síðastliðið vor er mörgum áhyggjuefni hér á landi. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði umhverfisráðherra í vikunni um það hvort hann hefði fengið einhver svör frá kollega sínum í Bretlandi en hún hafði óskað eftir skýrslu frá bretum vegna lekans.

Hjólastígur til Straumsvíkur

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði og Rannveig Rist, forstjóri Alcan, tvímenntu á hjóli eftir nýjum hjólreiðastíg milli Hafnarfjarðar og Straumsvíkur sem opnaður var formlega í gær.Lagning stígsins var samstarfsverkefni Alcan og Hafnarfjarðarbæjar sem deildu með sér kostnaði við framkvæmdina.

Munurinn er hálf milljón

„Þetta getur litið svolítið undarlega út en það er skýring á þessu," segir Helgi Þór Ingason dósent en hann er forstöðumaður náms í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands. Meistaranemendur í verkefnastjórnun vöktu á því athygli að nemendur í verkefnastjónun og leiðtogaþjálfun við Endurmenntun sitja með þeim námskeiðin á fyrsta ári þótt lesefni og próf séu ekki alveg hin sömu.

Stúdentaráð sendir frá sér ályktun

Stúdentaráð Háskóla Íslands sendi frá sér álytkun í dag þar sem þeirri ósk var beint til ráðamanna þjóðarinnar, að það fjármagn sem var ætlað til sameingar sveitafélaga, verði notað til að byggja upp Háskóla Íslands.

Maður brást hjálparskyldu

Maður var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í hæstarétti í gær fyrir að bregðast hjálparskyldu. Hann lét farast fyrir að koma ungri stúlku undir læknishendur þar sem hún hafði veikst lífshættulega af völdum of stórra skammta af e-töflum og kókaíni.

Eins og biturt fórnarlamb

„Því er enn dapurlegra að að ekki aðeins formaður Samfylkingarinnar, heldur einnig sumir þingmenn hennar, eins og ömurlegt uppistand í þinginu síðastliðinn þriðjudag sýndi, virðast naumast líta á Samfylkinguna sem flokk en fremur sem tiltölulega léttvægt dótturfélag auðhrings,“ sagði Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins í ræðu sinni við setningu landsfundar í gærkvöldi.

Ofbeldishrotti áfram í haldi

„Árásin var mjög hrottaleg og hending virðist hafa ráðið því að ekki fór verr,“ segir í gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjaness yfir ofbeldismanninum unga sem réðst á jafnaldra sinn, átján ára gamlan, með sveðju í samkvæmi í Garðabæ, 2. október síðastliðinn.

Ár liðið frá rannsókn

Skattrannsóknarstjóri lauk rannsókn sinni á Baugi og tengdum fyrirtækjum fyrir tæpu einu ári. Að rannsókn lokinni var málið sent annars vegar til ríkisskattstjóra sem tekur ákvörðun um endurálagningu opinberra gjalda og hins vegar til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, en þangað rata umfangsmikil brot samkvæmt reglugerð.

Dæmdur fyrir ítrekuð brot

Hæstiréttur dæmdi í gær tæplega þrítugan mann í tveggja ára fangelsi fyrir samtals 35 brot. Brot mannsins eru margvísleg, þar á meðal hefur hann ekið tíu sinnum án réttinda og tvisvar ekið undir áhrifum.

Samfylkingin dótturfélag auðhrings

<font size="1"> </font>Davíð Oddsson formaður Sjálfstæðisflokksins var harðorður í garð 365 fjölmiðlasamsteypunnar í setningarræðu sinni á 36. landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær og sagði hana misnotaða af eigendum sínum. >

Stal nítján milljónum

Fasteignasali var dæmdur í tólf mánaða fangelsi í Hæstarétti í gær fyrir að hafa á tímabilinu mars 2001 til desember 2002 dregið sér rúmar nítján milljónir króna af fé sem hann tók við frá viðskiptavinum vegna sölu á fasteignum.

Sjá næstu 50 fréttir