Innlent

Eins og biturt fórnarlamb

„Því er enn dapurlegra að að ekki aðeins formaður Samfylkingarinnar, heldur einnig sumir þingmenn hennar, eins og ömurlegt uppistand í þinginu síðastliðinn þriðjudag sýndi, virðast naumast líta á Samfylkinguna sem flokk en fremur sem tiltölulega léttvægt dótturfélag auðhrings,“ sagði Davíð Oddsson, fráfarandi formaður Sjálfstæðisflokksins í ræðu sinni við setningu landsfundar í gærkvöldi. „Það er merkilegt að maður sem hefur í fjórtán ár haft öll þau pólitísku völd sem hægt er að hafa í íslensku samfélagi skuli tala eins og biturt fórnarlamb þegar hann stígur sjálfviljugur af velli,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Ingibjörg segir það augljóst hvern Davíð telji vera sinn skeinuhættasta andstæðing. Davíð vék að fleiru en Samfylkingunni: „Eftir fáein ár verður þessi ljótasti blettur í sögu íslenskrar fjölmiðlunar kominn í sitt skot í sögunni. Sama má segja um þá árás sem gerð var á þingræðið í landinu og lengi verður í minnum höfð.“ „Í stjórnarskránni segir að alþingi og forseti Íslands fari með löggjafarvaldið. Þetta er eina stjórnarskráin sem þjóðin hefur samþykkt í beinni atkvæðagreiðslu,“ segir Sigurður Líndal prófessor.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×