Innlent

Vinnur Hómer Simpson í Sellafield?

Lekinn í endurvinnslustöðinni í Sellafield síðastliðið vor er mörgum áhyggjuefni hér á landi. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði umhverfisráðherra í vikunni um það hvort hann hefði fengið einhver svör frá kollega sínum í Bretlandi en hún hafði óskað eftir skýrslu frá bretum vegna lekans.Hverju svaraði umhverfisráðherra? Hún hafði ekkert svar fengið en málið virðist hið neyðarlegasta í Bretlandi því nýlega lak innanhússkýrsla í fjölmiðla sem unninn hafði verið fyrir Sellafield og í skýrsluni er ástandinu lýst svo illa að því er slegið fram að Hómer Simpson vinni í Sellafield. Það er ekki gæfulegt. Hvernig snertir þetta okkur Íslendinga? Á tvennan hátt aðallega; ef mengun verður í sjó, hvar sem það nú er í heiminum er það erfitt fyrir markaðinn því fólk hættir bara að borða fisk og það sjá allir hvaða afleiðinga það hefur fyrir okkur. Svo er þetta nálægt okkar miðum og ef geislamengunin berst hingað hefur það varanleg og óafturkræf áhrif. Hvað er til ráða? Við þurfum bara að fá að vita hvað er í gangi þarna, það gegnur ekki að mið okkar og markaðir geti verið stór sköðuð af einhverjum „Hómer Simpson" í Sellafield.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×