Innlent

Munurinn er hálf milljón

„Þetta getur litið svolítið undarlega út en það er skýring á þessu," segir Helgi Þór Ingason dósent en hann er forstöðumaður náms í verkefnastjórnun við Háskóla Íslands.Meistaranemendur í verkefnastjórnun vöktu á því athygli að nemendur í verkefnastjónun og leiðtogaþjálfun við Endurmenntun sitja með þeim námskeiðin á fyrsta ári þótt lesefni og próf séu ekki alveg hin sömu. Mikill munur er á kennslugjaldinu fyrir hópana þótt námið sé að miklum hluta það sama. Meistaranemendum er gert að greiða 925 þúsund krónur fyrir árið en nemendur í Endurmenntun greiða 345 þúsund og er munurinn því 580 þúsund. „Annað er nám meðfram starfi og er fimmtán einingar sem engin deild innan háskólans tekur faglega ábyrgð á. Hitt er tveggja ára nám þar sem nemendur útskrifast með meistaragráðu frá verkfræðadeild háskólans og nemendur borga fyrir 51 einingu samtals. Einingarnar eru mun dýrari í meistaranáminu. Við fáum erlenda fyrirlesara og förum í ferðir út á land og kröfurnar eru mun meiri þannig að ekki er sömu við að jafna. Þetta eru einfaldlega tvær ólíkar vörur sem henta tveimur hópum með misjafnar þarfir."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×