Innlent

Maður brást hjálparskyldu

Maður var dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar í hæstarétti í gær fyrir að bregðast hjálparskyldu. Hann lét farast fyrir að koma ungri stúlku undir læknishendur þar sem hún hafði veikst lífshættulega af völdum of stórra skammta af e-töflum og kókaíni. Stúlkan lést á staðnum. Dómurinn telur sannað að manninum hafi verið ástand stúlkunnar ljóst og að honum hafi borið að kalla til sjúkralið. Hæstiréttur staðfestir með þessu dóm sem kveðinn var upp í héraði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×