Innlent

Dæmdur fyrir ítrekuð brot

Hæstiréttur dæmdi í gær tæplega þrítugan mann í tveggja ára fangelsi fyrir samtals 35 brot. Brot mannsins eru margvísleg, þar á meðal hefur hann ekið tíu sinnum án réttinda og tvisvar ekið undir áhrifum. Einnig er hann dæmdur fyrir skjalafals, gripdeild og þjófnaði og fíkniefnabrot. Dómurinn kveður manninn vera vanaafbrotamann og er það honum til refsiþyngingar. Hann játaði brot sín afdráttarlaust og var litið til þess við ákvörðun refsingar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×