Innlent

Stúdentaráð sendir frá sér ályktun

Stúdentaráð Háskóla Íslands sendi frá sér álytkun í dag þar sem þeirri ósk var beint til ráðamanna þjóðarinnar, að það fjármagn sem var ætlað til sameingar sveitafélaga, verði notað til að byggja upp Háskóla Íslands. Fram kemur í ályktunni að ríkisstjórnin hefði áætlað fjámagn upp á tæpa tvo og hálfan milljarð króna til að liðka fyrir sameiningunni. Það liggi nú fyrir að talsvert fjármagn verði á lausu í framhaldinu. Með álytkun sinni vill Stúdentaráð vekja athygli á fjárhagsstöðu Háskóla Íslands. Stúdentaráð sagði í ályktunni nokkuð fjármagn vanta upp á til að Háskóli Íslands gæti orðið framúrskarandi rannsóknarháskóli á alþjóðlegum vettvangi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×