Innlent

Hjólastígur til Straumsvíkur

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði og Rannveig Rist, forstjóri Alcan, tvímenntu á hjóli eftir nýjum hjólreiðastíg milli Hafnarfjarðar og Straumsvíkur sem opnaður var formlega í gær.Lagning stígsins var samstarfsverkefni Alcan og Hafnarfjarðarbæjar sem deildu með sér kostnaði við framkvæmdina. Með opnun hans rættist draumur margra starfsmanna í Straumsvík sem fara vilja hjólandi til vinnu sinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×