Innlent

SMÍ og FF takast á

Stjórn Skólameistarafélags Íslands sendi frá sér yfirlýsingu í dag, þar yfirlýsing sem Félag framhaldsskólakennara birti á heimasíðu Kennarasambands Íslands, er fordæmd og sögð óvægin árás á skólameistara Menntaskólans á Ísafirði. Stjórn Skólameistarafélagsins segir stuðningsyfirlýsinguna sem hún sendi frá sér tilkomna vegna yfirlýsingar Félags framhaldsskólakennara. Stjórn SMÍ segir yfirlýsingu FF vera óvægna árás á skólameistara og komi á óheppilegum tíma þar sem verið sé að reyna að skapa frið um skólastarfið í menntaskólanum. Forsaga málsins er sú að FF birti á heimasíðu Kennarasambands Íslands, yfirlýsingu þar sem meðal annars er gerð athugasemd við frétt Bæjarins besta á Ísafirði um yfirferða enskuprófa við Menntaskólannn á Ísafirði. Í yfirlýsingunni er gerð tilraun til að leiðrétta rangan fréttaflutning sem þótti hliðhollur skólameistara. Í kjölfarið birti Ólína Þorvarðardóttir yfirlýsingu á heimasíðu Kennarasambands Íslands þar sem hún gerir athugasemdir við yfirlýsingu FF og segir hana ekkert annað en aðsúg að sér, í skugga málstaðar sem sé löngu gleymdur. Þar hrekur hún einnig tilraunir FF til efnislegra leiðréttinga á frétt Bæjarins besta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×