Fleiri fréttir Barist innbyrðis um hylli kjósenda Skýr merki þess að R-lista flokkarnir séu farnir að berjast innbyrðis um hylli kjósenda birtust á borgarráðsfundi í dag þegar Alfreð Þorsteinsson lagði til að hætti yrði við umdeilda gjaldskrárhækkun á leikskóla, sem Stefán Jón Hafstein hafði aðeins klukkustund áður reynt að verja á fundi með fulltrúum háskólastúdenta. 18.8.2005 00:01 Ráðherralisti Angelu Merkel Gömul brýni og harðir nýliðar skipa hópinn sem Angela Merkel, kanslaraefni þýskra íhaldsmanna, kynnti í gær. Hún gerir sér vonir um að sannfæra landa sína um að tímabært sé að skipta um karlinn í brúnni. Hópurinn sem Merkel kynnti í gær er ekki beint skuggaráðuneyti en gefur mynd af því hverjir það eru sem hún hyggst kalla til starfa í hugsanlegri ríkisstjórn, og um leið hvaða stefnu á að fylgja. 18.8.2005 00:01 Íbúðalánasjóður braut reglur EES Lánveitingar Íbúðalánasjóðs til fjármálafyrirtækja eru ólögmætar og stangast á við reglur EES, að mati prófessors við Háskólann í Reykjavík. Íbúðalánasjóður segir álitsgerðina byggða á forsendum sem standist ekki. 18.8.2005 00:01 Til Íslands í næstu viku Forseti Tékklands, Václav Klaus, og eiginkona hans eru væntanleg í opinbera heimsókn til Íslands í næstu viku. Heimsóknin er í boði forseta Íslands og stendur frá mánudegi fram á þriðjudag. 18.8.2005 00:01 Átta íbúðir rýmdar vegna elds Rýma þurfti átta íbúðir eftir að eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Laufvang í Hafnarfirði laust fyrir klukkan tvö í fyrrinótt. Allt tiltækt lið slökkviliðs var sent á staðinn en hluta þess var fljótlega snúið við. 18.8.2005 00:01 Féll fimm metra niður á hlöðugólf Sækja þurfti þriggja ára gamalt stúlkubarn með þyrlu eftir að hún féll um fimm metra niður á steinsteyptan pall í hlöðu í Staðarsveit á Snæfellsnesi í fyrrinótt. 18.8.2005 00:01 Truflun á innritun Nokkur truflun varð á innritun farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar vatnsrör á þriðju hæð hússins opnaðist með þeim afleiðingum að tölvukerfi sló út á innritunarborðum. 18.8.2005 00:01 Tíu börn send heim dag hvern Til aðgerða kemur á leikskóla í Grafarvogi að óbreyttu á mánudag vegna manneklu en starfsfólk vantar í þrjár stöður við leikskólann. Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar fundar í dag með leikskólastjórum til þess að fara yfir stöðuna. 18.8.2005 00:01 Breytingar gangi kannski til baka Til greina kemur að hætta við breytingar á gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur að sögn Stefáns Jóns Hafstein, formanns menntaráðs Reykjavíkurborgar. 18.8.2005 00:01 Gögn sanna sekt segir Jón Gerald Jón Gerald Sullenberger segir að ríkislögreglustjóri sé með gögn frá sér undir höndum sem sanni sekt sakborninga í Baugsmálinu í 6 ákæruliðanna. Skýringar hans ganga þvert á skýringar sakborninga. Sex ákærur af fjörutíu í Baugsmálinu lúta að viðskiptum sem tengjast Nordica, fyriræki Jóns Geralds Sullenberger í Bandaríkjunum. 18.8.2005 00:01 Stóriðja eykur landsframleiðslu Stóriðjuuppbygging á síðustu fjörutíu árum hefur leitt til þess að landsframleiðsla hérlendis er 60 til 70 prósentum meiri en ef ekki hefði verið farið út í stóriðju og ekkert annað hefði komið í staðinn. Þetta er mat Samtaka iðnaðarins. 18.8.2005 00:01 Kaffihús í Hljómskálagarðinn Kaffihús í Hljómskálagarðinum gæti orðið að veruleika á næsta ári en Reykjavíkurborg hefur ákveðið að fara út í framkvæmdir til að hressa upp á garðinn. Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að breyta deiliskipulagi Hljómskálagarðsins þannig að gert verði ráð fyrir kaffihúsi og útiveitingaaðstöðu þar. 18.8.2005 00:01 Til allrar hamingju! Rannsóknargögn doktors Jens Pálssonar mannfræðings voru í dag afhent Háskóla Íslands til varðveislu. Jens komst meðal annars að því að til allrar hamingju væru Íslendingar ekki bara komnir af Norðmönnum heldur einnig Írum. 18.8.2005 00:01 Borgin og flugfélög ræða flugvöll Fulltrúar FL Group og Flugfélags Íslands hafa rætt við borgaryfirvöld um möguleikan á nýjum Reykjavíkurflugvelli á Lönguskerjum. Formaður skipulagsráðs segir viðræðurnar skref í átt að því að lausn finnist á málinu. 18.8.2005 00:01 Töluverður verðmunur á skólabókum Verðmunur á skólabókum milli bókaverslana getur verið allt að 60 prósent samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sem birt var heimasíðu sambandsins í gær. 18.8.2005 00:01 Gallar í nýbyggingum Skuggahverfis Fjölmargir íbúðaeigendur í nýja Skuggahverfinu hafa orðið fyrir verulegum óþægindum vegna deilna fyrirtækisins 101 Skuggahverfis og verktakafyrirtækisins Eyktar. Verktakinn segist hafa lokið sínu verki en 101 Skuggahverfi vænir hann um vanefndir. 18.8.2005 00:01 Hlaupa með hjólastóla á laugardag Níu hlauparar úr Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins ætla að hlaupa með þrjá fatlaða einstaklinga í hjólastól í 3ja kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni á laugardaginn. Hjólastólarnir hafa verið sérútbúnir af þessu tilefni. Þrír hlauparar skiptast á að hlaupa með hvern stól. 18.8.2005 00:01 Bílar skemmdust um borð í Herjólfi Tveir bílar skemmdust um borð í Herjólfi í gær þegar gámur losnaði og lenti á öðrum bílnum, sem síðan rann á næsta bíl fyrir aftan og skemmdi hann nokkuð. Bíllinn sem gámurinn rann á er mjög mikið skemmdur og jafnvel talinn ónýtur. Mjög vont sjóveður var í gær og lagðist Herjólfur að bryggju í Vestmannaeyjum töluvert á eftir áætlun, en frá þessu er greint á fréttasíðunni eyjafrettir.is. 17.8.2005 00:01 Stéttarfélagsþátttaka 85% Stéttarfélagsþátttaka á Íslandi er næstum því sjöföld á við það sem gerist í Bandaríkjunum en hér á landi eru um 85% launþega í stéttarfélagi samanborið við 12,5% í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vef VR. 17.8.2005 00:01 Blaðamannafundur á Hótel Nordica Blaðamannafundur þar sem breskir lögfræðingar kynna skýrslu um Baugsmálið hófst á Nordica Hótel klukkan níu í morgun, en stjórn Baugs boðaði til fundarins. Breska lögfræðifyrirtækið sérhæfir sig í rannsóknum á fyrirtækjum, en það hóf að fara í gegnum ákærurnar í Baugsmálinu fyrir um fimm vikum. 17.8.2005 00:01 Metfarþegafjöldi hjá Icelandair Aldrei hafa fleiri farþegar flogið með Icelandair í einum mánuði en í júlí síðastliðnum. Þá voru farþegarnir um 214 þúsund talsins. Þetta jafngildir því að félagið hafi flutt um sjö þúsund farþega daglega í júlí. Farþegunum fjölgaði um rúm 16% frá júlí í fyrra en þá voru þeir um 184 þúsund talsins. Frá áramótum hefur farþegum Icelandair fjölgað um þrettán og hálft prósent og eru nú 882 þúsund. 17.8.2005 00:01 Fjölbreytt dagskrá menningarnætur Yfir 300 viðburðir verða í miðborg Reykjavíkur á menningarnótt sem haldin verður á laugardaginn í 10. sinn. Lögregla býst við allt að 100.000 gestum í miðborginni. Dagurinn hefst með ávarpi borgarstjóra og Reykjavíkurmaraþoninu verður hleypt af stað klukkan 11. Um það bil 300 viðburðir verða í boði yfir daginn og fram á nótt en Menningarnótt fer nú fram í tíunda sinn og verður danskur keimur af nóttinni þar sem Kaupmannahöfn er gestasveitarfélag borgarinnar þetta árið. 17.8.2005 00:01 ÍE rannsakar nikótínfíkn Íslensk erfðagreining hefur hlotið styrk frá bandarísku heilbrigðisstofnuninni til að leita breytileika í erfðamengi mannsins sem veldur því að ákveðnum einstaklingum er hættara við að verða háðir nikótíni. 17.8.2005 00:01 Meint brot samþykkt í úttekt Enska lögfræðifyrirtækið Capcon-Argen Limited sem fór yfir ákærurnar 40 í Baugsmálinu að beiðni Baugs, segir ekkert óeðlilegt við hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og hófst kynning á skýrslunni á Hótel Nordica klukkan níu í morgun. 17.8.2005 00:01 Mikil mannekla á leikskólum Vísa gæti þurft börnum úr leikskólum Reykjavíkur einhverja daga vikunnar í vetur. Leikskólastjórar sjá fram á mikla manneklu og segja að samkeppni um vinnuafl bitni á láglaunastörfum á borð við störf í leikskólum. 17.8.2005 00:01 Vilja úttekt á leiðakerfi Sjálfstæðismenn í borginni eru vongóðir um að R-listinn fallist á að ýtarleg úttekt fari fram á nýju leiðarkerfi Strætós, en töluvert hefur verið kvartað undan nýja kerfinu. Stjórnarformaður Strætós BS segir Sjálfstæðismenn reyna að ná frumkvæði í máli sem nú þegar sé á dagskrá. 17.8.2005 00:01 Allir opnir fyrir samstarfi Frjálslyndi flokkurinn útilokar ekki samstarf við neina flokka eftir næstu borgarstjórnarkosningar. Sjálfstæðismenn útiloka ekki heldur samstarf við neina flokka að loknum kosningum. Forsvarsmenn Samfylkingar og Framsóknarflokksins í Reykjavík sögðu í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að á næstunni yrði samstarf flokka skoðað svo bjóða megi fram nýjan R-lista. 17.8.2005 00:01 Hrefnuvertíð lokið Hrefnuvertíðinni er lokið og veiddist síðasta hrefnan í nótt. Um eitt hundrað hrefnur hafa veiðst frá því vísindaveiðar hófust fyrir um tveimur árum. 17.8.2005 00:01 Lýst eftir manni Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Gunnari Óðni Einarssyni sem er 37 ára. Gunnar er á bifreiðinni JF-797, Suzuki Vitara árgerð 1997, sem er svört að lit. Á bifreiðinni er áberandi L merki að aftan. Ekkert hefur heyrst frá Gunnari eftir að hann fór að heiman frá sér þann 10. ágúst síðastliðinn, en hann er talinn hafa farið út á land. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gunnars og eða bifreiðina JF-797 eru beðnir um að láta lögregluna í Reykjavík vita í síma 444-1103. 17.8.2005 00:01 Erlendir ferðamenn þurfa fræðslu Ferðamenn sem koma hingað til lands vita fæstir að láti þeir ekki vita af sér á ferðalögum fer af stað viðamikil leit á borð við þá sem fór í gang í gær þegar yfir 50 leitarmenn leituðu þýsks ferðalangs á Vestfjörðum. 17.8.2005 00:01 Neituðu öll sök Klukkan 13:30 í dag var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm örðum tengdum fyrirtækinu. Allir ákærðu mættu fyrir dómi og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar. Þau voru samhljóða þegar þau sögðu ákærurnar vera rangar og lýstu sig jafnframt saklaus af öllum ákæruatriðum. 17.8.2005 00:01 Mótmælendur hyggjast kæra Lögreglan réðst í nótt inn í húsakynni hóps mótmælenda, sem mótmælt hafa Kárahnjúkavirkjun og álverinu við Reyðarfjörð, til að birta bréf Útlendingastofnunar að sögn Birgittu Jónsdóttur, eins mótmælendanna. 17.8.2005 00:01 Varað við saurgerlum í neysluvatni Dvalargestir í orlofshúsunum í Munaðarnesi í Borgarfirði hafa verið varaðir við að drekka neysluvatn í bústöðunum ósoðið. Ástæðan er sú, að nokkurt magn af saurgerlum fannst í vatninu. 17.8.2005 00:01 Samningur um sálfræðiþjónustu Samningar um sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum voru undirritaðir á Ísafirði í dag. Landspítali - Háskólasjúkrahús gerir samningana við Heilbrigðisstofnun Ísafjarðabæjar, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilsugæsluna í Reykjavík. 17.8.2005 00:01 Ekkert barnaklám fannst í tölvum Ekkert barnaklám fannst í tölvubúnaði 32 ára Íslendings sem Europol sendi tilkynningu um til lögreglunnar í Reykjavík. Samkvæmt henni hafði maðurinn tengst netbúnaði alþjóðlegs barnaklámhrings. Rannsókn á tölvubúnaði hans er lokið. </font /></b /> 17.8.2005 00:01 Meintur banamaður var í flughernum Meintur banamaður tvítugu stúlkunnar sem var myrt síðastliðna helgi var í flughernum samkvæmt upplýsingum sem komu fram á fundi sem haldinn var hjá varnarliðinu í dag vegna morðsins. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. 17.8.2005 00:01 Vargdýr ógna lífríki Mývatns Vegna lokunar kísilverksmiðjunnar og minnkandi tekna hefur Skútustaðahreppur neyðst til þess að skera niður fé til minka- og tófuveiða. Öllum ber saman um að lífríki Mývatns kunni að vera hætta búin en hvergi í heiminum verpa jafnmargar andartegundir. Straumönd og Flórgoði eru taldar viðkvæmastar ef minkurinn skyldi ná fótfestu. 17.8.2005 00:01 Evrópufræðasetur á Bifröst Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórmálafræðingur, hefur verið ráðinn sem forstöðumaður Evópufræðasetursins á Bifröst. Hann mun jafnframt sinna kennslu í nýrri félagsvísinda- og hagfræðideild Viðskiptaháskólans. 17.8.2005 00:01 Göngin boðin út í janúar "Undirbúningur er hafinn af krafti og þarna er nú að störfum undirverktaki á vegum Vegagerðarinnar," segir Egill Rögnvaldsson, formaður Tækni- og umhverfisnefnar Siglufjarðarbæjar. 17.8.2005 00:01 Segjast öll saklaus Sakborningarnir í Baugsmálinu segjast allir saklausir. Þeir ákærurnar ekki byggðar á traustum grunni og eru sannfærðir um sýknudóm í málinu. Búist er við að málinu ljúki í síðasta lagi fyrir haustið 2006. 17.8.2005 00:01 Eðlileg skýring á ákæruatriðum Enska lögfræðifyrirtækið Capcon-Argen Limited sem fór yfir ákærurnar 40 í Baugsmálinu, að beiðni Baugs, segir ekkert óeðlilegt við hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Forstjóri fyrirtækisins kynnti skýrslu sína á Hótel Nordica í morgun. 17.8.2005 00:01 Metvika á Vísi - Fjölsóttasti vefur landsins Visir.is mælist enn fjölsóttasti vefur landsins samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernuss. Tæplega 172 þúsund notendur sóttu vefinn í síðustu viku [171.992] og lásu rúmlega níu milljón síður. Heimsóknir á Vísi hafa áður mælst fleiri en met var sett hvað varðar síðuflettingar og innlit. 17.8.2005 00:01 Verður rekið í réttarsal Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, Jón H. B. Snorrason, segist ekki munu svara þeim þungu ásökunum sem forstjóri Baugs hefur borið á embætti Ríkislögreglustjóra. Hann segir málið verða rekið í dómsal. 17.8.2005 00:01 Ættleiðingar til samkynhneigðra Engar viðræður eru hafnar við erlend ríki um ættleiðingar barna til samkynhneigðra foreldra. Dómsmálaráðherra segir að fylgst verði með þróuninni á alþjóðavettvangi í kjölfar yfirvofandi lagabreytinga á réttarstöðu samkynhneigðra. 17.8.2005 00:01 Samfylkingin fram með opinn faðm Tillaga um að Samfylkingin hefji nú þegar undirbúning að framboði fyrir næstu borgarstjórnarkosningar undir eigin merkjum en með opinn faðm verður borin undir fulltrúaráðsfund flokksins í kvöld. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi segir það betri kost heldur en að búa til nýtt kosningabandalag undir merkjum R-listans. 17.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Barist innbyrðis um hylli kjósenda Skýr merki þess að R-lista flokkarnir séu farnir að berjast innbyrðis um hylli kjósenda birtust á borgarráðsfundi í dag þegar Alfreð Þorsteinsson lagði til að hætti yrði við umdeilda gjaldskrárhækkun á leikskóla, sem Stefán Jón Hafstein hafði aðeins klukkustund áður reynt að verja á fundi með fulltrúum háskólastúdenta. 18.8.2005 00:01
Ráðherralisti Angelu Merkel Gömul brýni og harðir nýliðar skipa hópinn sem Angela Merkel, kanslaraefni þýskra íhaldsmanna, kynnti í gær. Hún gerir sér vonir um að sannfæra landa sína um að tímabært sé að skipta um karlinn í brúnni. Hópurinn sem Merkel kynnti í gær er ekki beint skuggaráðuneyti en gefur mynd af því hverjir það eru sem hún hyggst kalla til starfa í hugsanlegri ríkisstjórn, og um leið hvaða stefnu á að fylgja. 18.8.2005 00:01
Íbúðalánasjóður braut reglur EES Lánveitingar Íbúðalánasjóðs til fjármálafyrirtækja eru ólögmætar og stangast á við reglur EES, að mati prófessors við Háskólann í Reykjavík. Íbúðalánasjóður segir álitsgerðina byggða á forsendum sem standist ekki. 18.8.2005 00:01
Til Íslands í næstu viku Forseti Tékklands, Václav Klaus, og eiginkona hans eru væntanleg í opinbera heimsókn til Íslands í næstu viku. Heimsóknin er í boði forseta Íslands og stendur frá mánudegi fram á þriðjudag. 18.8.2005 00:01
Átta íbúðir rýmdar vegna elds Rýma þurfti átta íbúðir eftir að eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Laufvang í Hafnarfirði laust fyrir klukkan tvö í fyrrinótt. Allt tiltækt lið slökkviliðs var sent á staðinn en hluta þess var fljótlega snúið við. 18.8.2005 00:01
Féll fimm metra niður á hlöðugólf Sækja þurfti þriggja ára gamalt stúlkubarn með þyrlu eftir að hún féll um fimm metra niður á steinsteyptan pall í hlöðu í Staðarsveit á Snæfellsnesi í fyrrinótt. 18.8.2005 00:01
Truflun á innritun Nokkur truflun varð á innritun farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar vatnsrör á þriðju hæð hússins opnaðist með þeim afleiðingum að tölvukerfi sló út á innritunarborðum. 18.8.2005 00:01
Tíu börn send heim dag hvern Til aðgerða kemur á leikskóla í Grafarvogi að óbreyttu á mánudag vegna manneklu en starfsfólk vantar í þrjár stöður við leikskólann. Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar fundar í dag með leikskólastjórum til þess að fara yfir stöðuna. 18.8.2005 00:01
Breytingar gangi kannski til baka Til greina kemur að hætta við breytingar á gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur að sögn Stefáns Jóns Hafstein, formanns menntaráðs Reykjavíkurborgar. 18.8.2005 00:01
Gögn sanna sekt segir Jón Gerald Jón Gerald Sullenberger segir að ríkislögreglustjóri sé með gögn frá sér undir höndum sem sanni sekt sakborninga í Baugsmálinu í 6 ákæruliðanna. Skýringar hans ganga þvert á skýringar sakborninga. Sex ákærur af fjörutíu í Baugsmálinu lúta að viðskiptum sem tengjast Nordica, fyriræki Jóns Geralds Sullenberger í Bandaríkjunum. 18.8.2005 00:01
Stóriðja eykur landsframleiðslu Stóriðjuuppbygging á síðustu fjörutíu árum hefur leitt til þess að landsframleiðsla hérlendis er 60 til 70 prósentum meiri en ef ekki hefði verið farið út í stóriðju og ekkert annað hefði komið í staðinn. Þetta er mat Samtaka iðnaðarins. 18.8.2005 00:01
Kaffihús í Hljómskálagarðinn Kaffihús í Hljómskálagarðinum gæti orðið að veruleika á næsta ári en Reykjavíkurborg hefur ákveðið að fara út í framkvæmdir til að hressa upp á garðinn. Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að breyta deiliskipulagi Hljómskálagarðsins þannig að gert verði ráð fyrir kaffihúsi og útiveitingaaðstöðu þar. 18.8.2005 00:01
Til allrar hamingju! Rannsóknargögn doktors Jens Pálssonar mannfræðings voru í dag afhent Háskóla Íslands til varðveislu. Jens komst meðal annars að því að til allrar hamingju væru Íslendingar ekki bara komnir af Norðmönnum heldur einnig Írum. 18.8.2005 00:01
Borgin og flugfélög ræða flugvöll Fulltrúar FL Group og Flugfélags Íslands hafa rætt við borgaryfirvöld um möguleikan á nýjum Reykjavíkurflugvelli á Lönguskerjum. Formaður skipulagsráðs segir viðræðurnar skref í átt að því að lausn finnist á málinu. 18.8.2005 00:01
Töluverður verðmunur á skólabókum Verðmunur á skólabókum milli bókaverslana getur verið allt að 60 prósent samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sem birt var heimasíðu sambandsins í gær. 18.8.2005 00:01
Gallar í nýbyggingum Skuggahverfis Fjölmargir íbúðaeigendur í nýja Skuggahverfinu hafa orðið fyrir verulegum óþægindum vegna deilna fyrirtækisins 101 Skuggahverfis og verktakafyrirtækisins Eyktar. Verktakinn segist hafa lokið sínu verki en 101 Skuggahverfi vænir hann um vanefndir. 18.8.2005 00:01
Hlaupa með hjólastóla á laugardag Níu hlauparar úr Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins ætla að hlaupa með þrjá fatlaða einstaklinga í hjólastól í 3ja kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni á laugardaginn. Hjólastólarnir hafa verið sérútbúnir af þessu tilefni. Þrír hlauparar skiptast á að hlaupa með hvern stól. 18.8.2005 00:01
Bílar skemmdust um borð í Herjólfi Tveir bílar skemmdust um borð í Herjólfi í gær þegar gámur losnaði og lenti á öðrum bílnum, sem síðan rann á næsta bíl fyrir aftan og skemmdi hann nokkuð. Bíllinn sem gámurinn rann á er mjög mikið skemmdur og jafnvel talinn ónýtur. Mjög vont sjóveður var í gær og lagðist Herjólfur að bryggju í Vestmannaeyjum töluvert á eftir áætlun, en frá þessu er greint á fréttasíðunni eyjafrettir.is. 17.8.2005 00:01
Stéttarfélagsþátttaka 85% Stéttarfélagsþátttaka á Íslandi er næstum því sjöföld á við það sem gerist í Bandaríkjunum en hér á landi eru um 85% launþega í stéttarfélagi samanborið við 12,5% í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vef VR. 17.8.2005 00:01
Blaðamannafundur á Hótel Nordica Blaðamannafundur þar sem breskir lögfræðingar kynna skýrslu um Baugsmálið hófst á Nordica Hótel klukkan níu í morgun, en stjórn Baugs boðaði til fundarins. Breska lögfræðifyrirtækið sérhæfir sig í rannsóknum á fyrirtækjum, en það hóf að fara í gegnum ákærurnar í Baugsmálinu fyrir um fimm vikum. 17.8.2005 00:01
Metfarþegafjöldi hjá Icelandair Aldrei hafa fleiri farþegar flogið með Icelandair í einum mánuði en í júlí síðastliðnum. Þá voru farþegarnir um 214 þúsund talsins. Þetta jafngildir því að félagið hafi flutt um sjö þúsund farþega daglega í júlí. Farþegunum fjölgaði um rúm 16% frá júlí í fyrra en þá voru þeir um 184 þúsund talsins. Frá áramótum hefur farþegum Icelandair fjölgað um þrettán og hálft prósent og eru nú 882 þúsund. 17.8.2005 00:01
Fjölbreytt dagskrá menningarnætur Yfir 300 viðburðir verða í miðborg Reykjavíkur á menningarnótt sem haldin verður á laugardaginn í 10. sinn. Lögregla býst við allt að 100.000 gestum í miðborginni. Dagurinn hefst með ávarpi borgarstjóra og Reykjavíkurmaraþoninu verður hleypt af stað klukkan 11. Um það bil 300 viðburðir verða í boði yfir daginn og fram á nótt en Menningarnótt fer nú fram í tíunda sinn og verður danskur keimur af nóttinni þar sem Kaupmannahöfn er gestasveitarfélag borgarinnar þetta árið. 17.8.2005 00:01
ÍE rannsakar nikótínfíkn Íslensk erfðagreining hefur hlotið styrk frá bandarísku heilbrigðisstofnuninni til að leita breytileika í erfðamengi mannsins sem veldur því að ákveðnum einstaklingum er hættara við að verða háðir nikótíni. 17.8.2005 00:01
Meint brot samþykkt í úttekt Enska lögfræðifyrirtækið Capcon-Argen Limited sem fór yfir ákærurnar 40 í Baugsmálinu að beiðni Baugs, segir ekkert óeðlilegt við hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og hófst kynning á skýrslunni á Hótel Nordica klukkan níu í morgun. 17.8.2005 00:01
Mikil mannekla á leikskólum Vísa gæti þurft börnum úr leikskólum Reykjavíkur einhverja daga vikunnar í vetur. Leikskólastjórar sjá fram á mikla manneklu og segja að samkeppni um vinnuafl bitni á láglaunastörfum á borð við störf í leikskólum. 17.8.2005 00:01
Vilja úttekt á leiðakerfi Sjálfstæðismenn í borginni eru vongóðir um að R-listinn fallist á að ýtarleg úttekt fari fram á nýju leiðarkerfi Strætós, en töluvert hefur verið kvartað undan nýja kerfinu. Stjórnarformaður Strætós BS segir Sjálfstæðismenn reyna að ná frumkvæði í máli sem nú þegar sé á dagskrá. 17.8.2005 00:01
Allir opnir fyrir samstarfi Frjálslyndi flokkurinn útilokar ekki samstarf við neina flokka eftir næstu borgarstjórnarkosningar. Sjálfstæðismenn útiloka ekki heldur samstarf við neina flokka að loknum kosningum. Forsvarsmenn Samfylkingar og Framsóknarflokksins í Reykjavík sögðu í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að á næstunni yrði samstarf flokka skoðað svo bjóða megi fram nýjan R-lista. 17.8.2005 00:01
Hrefnuvertíð lokið Hrefnuvertíðinni er lokið og veiddist síðasta hrefnan í nótt. Um eitt hundrað hrefnur hafa veiðst frá því vísindaveiðar hófust fyrir um tveimur árum. 17.8.2005 00:01
Lýst eftir manni Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Gunnari Óðni Einarssyni sem er 37 ára. Gunnar er á bifreiðinni JF-797, Suzuki Vitara árgerð 1997, sem er svört að lit. Á bifreiðinni er áberandi L merki að aftan. Ekkert hefur heyrst frá Gunnari eftir að hann fór að heiman frá sér þann 10. ágúst síðastliðinn, en hann er talinn hafa farið út á land. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gunnars og eða bifreiðina JF-797 eru beðnir um að láta lögregluna í Reykjavík vita í síma 444-1103. 17.8.2005 00:01
Erlendir ferðamenn þurfa fræðslu Ferðamenn sem koma hingað til lands vita fæstir að láti þeir ekki vita af sér á ferðalögum fer af stað viðamikil leit á borð við þá sem fór í gang í gær þegar yfir 50 leitarmenn leituðu þýsks ferðalangs á Vestfjörðum. 17.8.2005 00:01
Neituðu öll sök Klukkan 13:30 í dag var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm örðum tengdum fyrirtækinu. Allir ákærðu mættu fyrir dómi og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar. Þau voru samhljóða þegar þau sögðu ákærurnar vera rangar og lýstu sig jafnframt saklaus af öllum ákæruatriðum. 17.8.2005 00:01
Mótmælendur hyggjast kæra Lögreglan réðst í nótt inn í húsakynni hóps mótmælenda, sem mótmælt hafa Kárahnjúkavirkjun og álverinu við Reyðarfjörð, til að birta bréf Útlendingastofnunar að sögn Birgittu Jónsdóttur, eins mótmælendanna. 17.8.2005 00:01
Varað við saurgerlum í neysluvatni Dvalargestir í orlofshúsunum í Munaðarnesi í Borgarfirði hafa verið varaðir við að drekka neysluvatn í bústöðunum ósoðið. Ástæðan er sú, að nokkurt magn af saurgerlum fannst í vatninu. 17.8.2005 00:01
Samningur um sálfræðiþjónustu Samningar um sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum voru undirritaðir á Ísafirði í dag. Landspítali - Háskólasjúkrahús gerir samningana við Heilbrigðisstofnun Ísafjarðabæjar, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilsugæsluna í Reykjavík. 17.8.2005 00:01
Ekkert barnaklám fannst í tölvum Ekkert barnaklám fannst í tölvubúnaði 32 ára Íslendings sem Europol sendi tilkynningu um til lögreglunnar í Reykjavík. Samkvæmt henni hafði maðurinn tengst netbúnaði alþjóðlegs barnaklámhrings. Rannsókn á tölvubúnaði hans er lokið. </font /></b /> 17.8.2005 00:01
Meintur banamaður var í flughernum Meintur banamaður tvítugu stúlkunnar sem var myrt síðastliðna helgi var í flughernum samkvæmt upplýsingum sem komu fram á fundi sem haldinn var hjá varnarliðinu í dag vegna morðsins. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta. 17.8.2005 00:01
Vargdýr ógna lífríki Mývatns Vegna lokunar kísilverksmiðjunnar og minnkandi tekna hefur Skútustaðahreppur neyðst til þess að skera niður fé til minka- og tófuveiða. Öllum ber saman um að lífríki Mývatns kunni að vera hætta búin en hvergi í heiminum verpa jafnmargar andartegundir. Straumönd og Flórgoði eru taldar viðkvæmastar ef minkurinn skyldi ná fótfestu. 17.8.2005 00:01
Evrópufræðasetur á Bifröst Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórmálafræðingur, hefur verið ráðinn sem forstöðumaður Evópufræðasetursins á Bifröst. Hann mun jafnframt sinna kennslu í nýrri félagsvísinda- og hagfræðideild Viðskiptaháskólans. 17.8.2005 00:01
Göngin boðin út í janúar "Undirbúningur er hafinn af krafti og þarna er nú að störfum undirverktaki á vegum Vegagerðarinnar," segir Egill Rögnvaldsson, formaður Tækni- og umhverfisnefnar Siglufjarðarbæjar. 17.8.2005 00:01
Segjast öll saklaus Sakborningarnir í Baugsmálinu segjast allir saklausir. Þeir ákærurnar ekki byggðar á traustum grunni og eru sannfærðir um sýknudóm í málinu. Búist er við að málinu ljúki í síðasta lagi fyrir haustið 2006. 17.8.2005 00:01
Eðlileg skýring á ákæruatriðum Enska lögfræðifyrirtækið Capcon-Argen Limited sem fór yfir ákærurnar 40 í Baugsmálinu, að beiðni Baugs, segir ekkert óeðlilegt við hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Forstjóri fyrirtækisins kynnti skýrslu sína á Hótel Nordica í morgun. 17.8.2005 00:01
Metvika á Vísi - Fjölsóttasti vefur landsins Visir.is mælist enn fjölsóttasti vefur landsins samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernuss. Tæplega 172 þúsund notendur sóttu vefinn í síðustu viku [171.992] og lásu rúmlega níu milljón síður. Heimsóknir á Vísi hafa áður mælst fleiri en met var sett hvað varðar síðuflettingar og innlit. 17.8.2005 00:01
Verður rekið í réttarsal Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, Jón H. B. Snorrason, segist ekki munu svara þeim þungu ásökunum sem forstjóri Baugs hefur borið á embætti Ríkislögreglustjóra. Hann segir málið verða rekið í dómsal. 17.8.2005 00:01
Ættleiðingar til samkynhneigðra Engar viðræður eru hafnar við erlend ríki um ættleiðingar barna til samkynhneigðra foreldra. Dómsmálaráðherra segir að fylgst verði með þróuninni á alþjóðavettvangi í kjölfar yfirvofandi lagabreytinga á réttarstöðu samkynhneigðra. 17.8.2005 00:01
Samfylkingin fram með opinn faðm Tillaga um að Samfylkingin hefji nú þegar undirbúning að framboði fyrir næstu borgarstjórnarkosningar undir eigin merkjum en með opinn faðm verður borin undir fulltrúaráðsfund flokksins í kvöld. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi segir það betri kost heldur en að búa til nýtt kosningabandalag undir merkjum R-listans. 17.8.2005 00:01