Fleiri fréttir

Barist innbyrðis um hylli kjósenda

Skýr merki þess að R-lista flokkarnir séu farnir að berjast innbyrðis um hylli kjósenda birtust á borgarráðsfundi í dag þegar Alfreð Þorsteinsson lagði til að hætti yrði við umdeilda gjaldskrárhækkun á leikskóla, sem Stefán Jón Hafstein hafði aðeins klukkustund áður reynt að verja á fundi með fulltrúum háskólastúdenta.

Ráðherralisti Angelu Merkel

Gömul brýni og harðir nýliðar skipa hópinn sem Angela Merkel, kanslaraefni þýskra íhaldsmanna, kynnti í gær. Hún gerir sér vonir um að sannfæra landa sína um að tímabært sé að skipta um karlinn í brúnni. Hópurinn sem Merkel kynnti í gær er ekki beint skuggaráðuneyti en gefur mynd af því hverjir það eru sem hún hyggst kalla til starfa í hugsanlegri ríkisstjórn, og um leið hvaða stefnu á að fylgja.

Íbúðalánasjóður braut reglur EES

Lánveitingar Íbúðalánasjóðs til fjármálafyrirtækja eru ólögmætar og stangast á við reglur EES, að mati prófessors við Háskólann í Reykjavík. Íbúðalánasjóður segir álitsgerðina byggða á forsendum sem standist ekki.

Til Íslands í næstu viku

Forseti Tékklands, Václav Klaus, og eiginkona hans eru væntanleg í opinbera heimsókn til Íslands í næstu viku. Heimsóknin er í boði forseta Íslands og stendur frá mánudegi fram á þriðjudag.

Átta íbúðir rýmdar vegna elds

Rýma þurfti átta íbúðir eftir að eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Laufvang í Hafnarfirði laust fyrir klukkan tvö í fyrrinótt. Allt tiltækt lið slökkviliðs var sent á staðinn en hluta þess var fljótlega snúið við.

Féll fimm metra niður á hlöðugólf

Sækja þurfti þriggja ára gamalt stúlkubarn með þyrlu eftir að hún féll um fimm metra niður á steinsteyptan pall í hlöðu í Staðarsveit á Snæfellsnesi í fyrrinótt.

Truflun á innritun

Nokkur truflun varð á innritun farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar vatnsrör á þriðju hæð hússins opnaðist með þeim afleiðingum að tölvukerfi sló út á innritunarborðum.

Tíu börn send heim dag hvern

Til aðgerða kemur á leikskóla í Grafarvogi að óbreyttu á mánudag vegna manneklu en starfsfólk vantar í þrjár stöður við leikskólann. Formaður menntaráðs Reykjavíkurborgar fundar í dag með leikskólastjórum til þess að fara yfir stöðuna.

Breytingar gangi kannski til baka

Til greina kemur að hætta við breytingar á gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur að sögn Stefáns Jóns Hafstein, formanns menntaráðs Reykjavíkurborgar.

Gögn sanna sekt segir Jón Gerald

Jón Gerald Sullenberger segir að ríkislögreglustjóri sé með gögn frá sér undir höndum sem sanni sekt sakborninga í Baugsmálinu í 6 ákæruliðanna. Skýringar hans ganga þvert á skýringar sakborninga. Sex ákærur af fjörutíu í Baugsmálinu lúta að viðskiptum sem tengjast Nordica, fyriræki Jóns Geralds Sullenberger í Bandaríkjunum.

Stóriðja eykur landsframleiðslu

Stóriðjuuppbygging á síðustu fjörutíu árum hefur leitt til þess að landsframleiðsla hérlendis er 60 til 70 prósentum meiri en ef ekki hefði verið farið út í stóriðju og ekkert annað hefði komið í staðinn. Þetta er mat Samtaka iðnaðarins.

Kaffihús í Hljómskálagarðinn

Kaffihús í Hljómskálagarðinum gæti orðið að veruleika á næsta ári en Reykjavíkurborg hefur ákveðið að fara út í framkvæmdir til að hressa upp á garðinn. Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að breyta deiliskipulagi Hljómskálagarðsins þannig að gert verði ráð fyrir kaffihúsi og útiveitingaaðstöðu þar.

Til allrar hamingju!

Rannsóknargögn doktors Jens Pálssonar mannfræðings voru í dag afhent Háskóla Íslands til varðveislu. Jens komst meðal annars að því að til allrar hamingju væru Íslendingar ekki bara komnir af Norðmönnum heldur einnig Írum.

Borgin og flugfélög ræða flugvöll

Fulltrúar FL Group og Flugfélags Íslands hafa rætt við borgaryfirvöld um möguleikan á nýjum Reykjavíkurflugvelli á Lönguskerjum. Formaður skipulagsráðs segir viðræðurnar skref í átt að því að lausn finnist á málinu.

Töluverður verðmunur á skólabókum

Verðmunur á skólabókum milli bókaverslana getur verið allt að 60 prósent samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sem birt var heimasíðu sambandsins í gær.

Gallar í nýbyggingum Skuggahverfis

Fjölmargir íbúðaeigendur í nýja Skuggahverfinu hafa orðið fyrir verulegum óþægindum vegna deilna fyrirtækisins 101 Skuggahverfis og verktakafyrirtækisins Eyktar. Verktakinn segist hafa lokið sínu verki en 101 Skuggahverfi vænir hann um vanefndir.

Hlaupa með hjólastóla á laugardag

Níu hlauparar úr Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins ætla að hlaupa með þrjá fatlaða einstaklinga í hjólastól í 3ja kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni á laugardaginn.   Hjólastólarnir hafa verið sérútbúnir af þessu tilefni.  Þrír hlauparar skiptast á að hlaupa með hvern stól.

Bílar skemmdust um borð í Herjólfi

Tveir bílar skemmdust um borð í Herjólfi í gær þegar gámur losnaði og lenti á öðrum bílnum, sem síðan rann á næsta bíl fyrir aftan og skemmdi hann nokkuð. Bíllinn sem gámurinn rann á er mjög mikið skemmdur og jafnvel talinn ónýtur. Mjög vont sjóveður var í gær og lagðist Herjólfur að bryggju í Vestmannaeyjum töluvert á eftir áætlun, en frá þessu er greint á fréttasíðunni eyjafrettir.is.

Stéttarfélagsþátttaka 85%

Stéttarfélagsþátttaka á Íslandi er næstum því sjöföld á við það sem gerist í Bandaríkjunum en hér á landi eru um 85% launþega í stéttarfélagi samanborið við 12,5% í Bandaríkjunum. Þetta kemur fram á vef VR.

Blaðamannafundur á Hótel Nordica

Blaðamannafundur þar sem breskir lögfræðingar kynna skýrslu um Baugsmálið hófst á Nordica Hótel klukkan níu í morgun, en stjórn Baugs boðaði til fundarins. Breska lögfræðifyrirtækið sérhæfir sig í rannsóknum á fyrirtækjum, en það hóf að fara í gegnum ákærurnar í Baugsmálinu fyrir um fimm vikum.

Metfarþegafjöldi hjá Icelandair

Aldrei hafa fleiri farþegar flogið með Icelandair í einum mánuði en í júlí síðastliðnum. Þá voru farþegarnir um 214 þúsund talsins. Þetta jafngildir því að félagið hafi flutt um sjö þúsund farþega daglega í júlí. Farþegunum fjölgaði um rúm 16% frá júlí í fyrra en þá voru þeir um 184 þúsund talsins. Frá áramótum hefur farþegum Icelandair fjölgað um þrettán og hálft prósent og eru nú 882 þúsund.

Fjölbreytt dagskrá menningarnætur

Yfir 300 viðburðir verða í miðborg Reykjavíkur á menningarnótt sem haldin verður á laugardaginn í 10. sinn. Lögregla býst við allt að 100.000 gestum í miðborginni. Dagurinn hefst með ávarpi borgarstjóra og Reykjavíkurmaraþoninu verður hleypt af stað klukkan 11. Um það bil 300 viðburðir verða í boði yfir daginn og fram á nótt en Menningarnótt fer nú fram í tíunda sinn og verður danskur keimur af nóttinni þar sem Kaupmannahöfn er gestasveitarfélag borgarinnar þetta árið.

ÍE rannsakar nikótínfíkn

Íslensk erfðagreining hefur hlotið styrk frá bandarísku heilbrigðisstofnuninni til að leita breytileika í erfðamengi mannsins sem veldur því að ákveðnum einstaklingum er hættara við að verða háðir nikótíni.

Meint brot samþykkt í úttekt

Enska lögfræðifyrirtækið Capcon-Argen Limited sem fór yfir ákærurnar 40 í Baugsmálinu að beiðni Baugs, segir ekkert óeðlilegt við hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og hófst kynning á skýrslunni á Hótel Nordica klukkan  níu í morgun.

Mikil mannekla á leikskólum

Vísa gæti þurft börnum úr leikskólum Reykjavíkur einhverja daga vikunnar í vetur. Leikskólastjórar sjá fram á mikla manneklu og segja að samkeppni um vinnuafl bitni á láglaunastörfum á borð við störf í leikskólum.

Vilja úttekt á leiðakerfi

Sjálfstæðismenn í borginni eru vongóðir um að R-listinn fallist á að ýtarleg úttekt fari fram á nýju leiðarkerfi Strætós, en töluvert hefur verið kvartað undan nýja kerfinu. Stjórnarformaður Strætós BS segir Sjálfstæðismenn reyna að ná frumkvæði í máli sem nú þegar sé á dagskrá.

Allir opnir fyrir samstarfi

Frjálslyndi flokkurinn útilokar ekki samstarf við neina flokka eftir næstu borgarstjórnarkosningar. Sjálfstæðismenn útiloka ekki heldur samstarf við neina flokka að loknum kosningum. Forsvarsmenn Samfylkingar og Framsóknarflokksins í Reykjavík sögðu í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að á næstunni yrði samstarf flokka skoðað svo bjóða megi fram nýjan R-lista.

Hrefnuvertíð lokið

Hrefnuvertíðinni er lokið og veiddist síðasta hrefnan í nótt. Um eitt hundrað hrefnur hafa veiðst frá því vísindaveiðar hófust fyrir um tveimur árum.

Lýst eftir manni

Lögreglan í Reykjavík lýsir eftir Gunnari Óðni Einarssyni sem er 37 ára. Gunnar er á bifreiðinni JF-797, Suzuki Vitara árgerð 1997, sem er svört að lit. Á bifreiðinni er áberandi L merki að aftan. Ekkert hefur heyrst frá Gunnari eftir að hann fór að heiman frá sér þann 10. ágúst síðastliðinn, en hann er talinn hafa farið út á land. Þeir sem geta gefið upplýsingar um ferðir Gunnars og eða bifreiðina JF-797 eru beðnir um að láta lögregluna í Reykjavík vita í síma 444-1103.

Erlendir ferðamenn þurfa fræðslu

Ferðamenn sem koma hingað til lands vita fæstir að láti þeir ekki vita af sér á ferðalögum fer af stað viðamikil leit á borð við þá sem fór í gang í gær þegar yfir 50 leitarmenn leituðu þýsks ferðalangs á Vestfjörðum.

Neituðu öll sök

Klukkan 13:30 í dag var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm örðum tengdum fyrirtækinu. Allir ákærðu mættu fyrir dómi og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar. Þau voru samhljóða þegar þau sögðu ákærurnar vera rangar og lýstu sig jafnframt saklaus af öllum ákæruatriðum.  

Mótmælendur hyggjast kæra

Lögreglan réðst í nótt inn í húsakynni hóps mótmælenda, sem mótmælt hafa Kárahnjúkavirkjun og álverinu við Reyðarfjörð, til að birta bréf Útlendingastofnunar að sögn Birgittu Jónsdóttur, eins mótmælendanna.

Varað við saurgerlum í neysluvatni

Dvalargestir í orlofshúsunum í Munaðarnesi í Borgarfirði hafa verið varaðir við að drekka neysluvatn í bústöðunum ósoðið. Ástæðan er sú, að nokkurt magn af saurgerlum fannst í vatninu.

Samningur um sálfræðiþjónustu

Samningar um sálfræðiþjónustu á heilsugæslustöðvum voru undirritaðir á Ísafirði í dag. Landspítali - Háskólasjúkrahús gerir samningana við Heilbrigðisstofnun Ísafjarðabæjar, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Heilsugæsluna í Reykjavík.

Ekkert barnaklám fannst í tölvum

Ekkert barnaklám fannst í tölvubúnaði 32 ára Íslendings sem Europol sendi tilkynningu um til lögreglunnar í Reykjavík. Samkvæmt henni hafði maðurinn tengst netbúnaði alþjóðlegs barnaklámhrings. Rannsókn á tölvubúnaði hans er lokið. </font /></b />

Meintur banamaður var í flughernum

Meintur banamaður tvítugu stúlkunnar sem var myrt síðastliðna helgi var í flughernum samkvæmt upplýsingum sem komu fram á fundi sem haldinn var hjá varnarliðinu í dag vegna morðsins. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Vargdýr ógna lífríki Mývatns

Vegna lokunar kísilverksmiðjunnar og minnkandi tekna hefur Skútustaðahreppur neyðst til þess að skera niður fé til minka- og tófuveiða. Öllum ber saman um að lífríki Mývatns kunni að vera hætta búin en hvergi í heiminum verpa jafnmargar andartegundir. Straumönd og Flórgoði eru taldar viðkvæmastar ef minkurinn skyldi ná fótfestu.

Evrópufræðasetur á Bifröst

Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórmálafræðingur, hefur verið ráðinn sem forstöðumaður Evópufræðasetursins á Bifröst. Hann mun jafnframt sinna kennslu í nýrri félagsvísinda- og hagfræðideild Viðskiptaháskólans.

Göngin boðin út í janúar

"Undirbúningur er hafinn af krafti og þarna er nú að störfum undirverktaki á vegum Vegagerðarinnar," segir Egill Rögnvaldsson, formaður Tækni- og umhverfisnefnar Siglufjarðarbæjar.

Segjast öll saklaus

Sakborningarnir í Baugsmálinu segjast allir saklausir. Þeir ákærurnar ekki byggðar á traustum grunni og eru sannfærðir um sýknudóm í málinu. Búist er við að málinu ljúki í síðasta lagi fyrir haustið 2006.

Eðlileg skýring á ákæruatriðum

Enska lögfræðifyrirtækið Capcon-Argen Limited sem fór yfir ákærurnar 40 í Baugsmálinu, að beiðni Baugs, segir ekkert óeðlilegt við hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Forstjóri fyrirtækisins kynnti skýrslu sína á Hótel Nordica í morgun.

Metvika á Vísi - Fjölsóttasti vefur landsins

Visir.is mælist enn fjölsóttasti vefur landsins samkvæmt samræmdri vefmælingu Modernuss. Tæplega 172 þúsund notendur sóttu vefinn í síðustu viku [171.992] og lásu rúmlega níu milljón síður. Heimsóknir á Vísi hafa áður mælst fleiri en met var sett hvað varðar síðuflettingar og innlit.

Verður rekið í réttarsal

Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, Jón H. B. Snorrason, segist ekki munu svara þeim þungu ásökunum sem forstjóri Baugs hefur borið á embætti Ríkislögreglustjóra. Hann segir málið verða rekið í dómsal.

Ættleiðingar til samkynhneigðra

Engar viðræður eru hafnar við erlend ríki um ættleiðingar barna til samkynhneigðra foreldra. Dómsmálaráðherra segir að fylgst verði með þróuninni á alþjóðavettvangi í kjölfar yfirvofandi lagabreytinga á réttarstöðu samkynhneigðra.

Samfylkingin fram með opinn faðm

Tillaga um að Samfylkingin hefji nú þegar undirbúning að framboði fyrir næstu borgarstjórnarkosningar undir eigin merkjum en með opinn faðm verður borin undir fulltrúaráðsfund flokksins í kvöld. Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi segir það betri kost heldur en að búa til nýtt kosningabandalag undir merkjum R-listans.

Sjá næstu 50 fréttir