Innlent

Átta íbúðir rýmdar vegna elds

Rýma þurfti átta íbúðir eftir að eldur kom upp í fjölbýlishúsi við Laufvang í Hafnarfirði laust fyrir klukkan tvö í fyrrinótt. Allt tiltækt lið slökkviliðs var sent á staðinn en hluta þess var fljótlega snúið við. Vel gekk að slökkva eldinn sem logaði í einu herbergi íbúðar í húsinu. Lögreglan, sem var fyrst á staðinn, hóf slökkvistarf með handslökkvitæki en slökkvilið lauk við að slökkva eldinn og reykræsti íbúðina. Miklar skemmdir urðu í herberginu þar sem eldurinn kom upp og töluverðar reykskemmdir urðu annars staðar í íbúðinni. Engum varð þó meint af. Upptök eldsins eru ókunn.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×