Innlent

Metfarþegafjöldi hjá Icelandair

Aldrei hafa fleiri farþegar flogið með Icelandair í einum mánuði en í júlí síðastliðnum. Þá voru farþegarnir um 214 þúsund talsins. Þetta jafngildir því að félagið hafi flutt um sjö þúsund farþega daglega í júlí. Farþegunum fjölgaði um rúm 16% frá júlí í fyrra en þá voru þeir um 184 þúsund talsins. Frá áramótum hefur farþegum Icelandair fjölgað um þrettán og hálft prósent og eru nú 882 þúsund.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×