Innlent

Kaffihús í Hljómskálagarðinn

Kaffihús í Hljómskálagarðinum gæti orðið að veruleika á næsta ári en Reykjavíkurborg hefur ákveðið að fara út í framkvæmdir til að hressa upp á garðinn. Skipulagsráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að breyta deiliskipulagi Hljómskálagarðsins þannig að gert verði ráð fyrir kaffihúsi og útiveitingaaðstöðu þar. Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsráðs, hefur lengi verið hrifinn af hugmyndinni og vill Dagur að sem flestir komi að verkefninu. Reksturinn verður boðinn út en húsið sjálft verður líklega í eigu borgarinnar. Hann segir ljóst að borgin fari ekki í kaffihúsarekstur heldur verði að meta hvort að staðurinn sé það viðkvæmur að rétt sé að borgin byggi og eigi húsið. Dagur segist halda og vona að þar sem Reykjavíkurborg verði 220 ára á næsta ári væri gaman ef hægt væri að gefa henni kaffihús í afmælisgjöf. Hann sagði það samt í bjartsýnasta lagi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×