Innlent

Stóriðja eykur landsframleiðslu

Stóriðjuuppbygging á síðustu fjörutíu árum hefur leitt til þess að landsframleiðsla hérlendis er 60 til 70 prósentum meiri en ef ekki hefði verið farið út í stóriðju og ekkert annað hefði komið í staðinn. Þetta er mat Samtaka iðnaðarins. Í fréttum Stöðvar tvö í gær var kynnt það mat sérfræðinga KB-banka að þjóðhagslegur ávinningur vegna álvera væri lítill. Samtök iðnaðarins hafa einnig lagt mat á gildi stóriðjuuppbyggingar fyrir íslenskt samfélag, en þau fóru þá leið að kanna áhrifin fjörutíu ár aftur í tímann. Bjarni Már Gylfason, Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins, sé megin niðurstöðuna vera þá að þessi stefna hafi skilað hálfu prósenti í hagvöxt á ári og enn meiri hagvexti í kringum framkvæmdatímabilin.  Á fjörutíu árum er því um gífurleg hagvaxtaráhrif að ræða. Samtök iðnaðarins mátu meðal annars hver þróun vergrar landsframleiðslu hefði verið, annars vegar með stóriðju, og hins vegar án stóriðju. Niðurstaðan Samtaka iðnaðarins er sú að vegna stóriðjunnar sé landsframleiðsla hérlendis 60 til 70 prósent hærri en ella. Bjarni Már segir stóriðjustefnuna hafi gert atvinnulífið sterkara í heild sinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×