Innlent

Hlaupa með hjólastóla á laugardag

Níu hlauparar úr Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins ætla að hlaupa með þrjá fatlaða einstaklinga í hjólastól í 3ja kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni á laugardaginn að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Slökkviliði Reykjavíkur. Hjólastólarnir hafa verið sérútbúnir af þessu tilefni.  Þrír hlauparar skiptast á að hlaupa með hvern stól. Það eru Brunavarðafélag Reykjavíkur og Íþróttafélag fatlaðra, sem standa saman að hlaupinu.  Tilgangurinn er að safna fé fyrir félögin, Íþróttafélag fatlaðra til félagsstarfsins og Brunavarðafélagið í nýstofnaðan líknarsjóð, sem styrkja á félagsmenn ef slys eða veikindi ber að höndum.  Hlaupararnir með hjólastólana hefja hlaupið í Lækjargötu klukkan 11:00 á laugardag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×