Innlent

Töluverður verðmunur á skólabókum

Verðmunur á skólabókum milli bókaverslana getur verið allt að 60 prósent samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sem birt var heimasíðu sambandsins í gær. Könnunin fór fram í níu verslunum á miðvikudaginn var og leiðir í ljós að verðmismunur á hæsta og lægsta verði á þeim 25 bókum sem verð var kannað á var aldrei minni en tæp átta prósent. Mál og Menning á Laugavegi, Penninn/Eymundsson í Hallarmúla og Bókabúðin Hlemmi reyndust oftast bjóða hæsta verð meðan bókabúðin IÐA í Lækjargötu bauð oftast lægsta verðið. Bóksala stúdenta reyndist einnig bjóða hagstætt verð í mörgum tilfellum. Ítrekað er að hægt sé að spara talsverðar fjárhæðir með því að fylgjast vel með en verðbreytingar á skólabókamarkaðnum eru örar síðustu dagana fyrir haustönn sem hefst víðast hvar eftir helgina. Í könnun ASÍ er miðað við nýjar bækur en hafa skal í huga að úrval af notuðum skólabókum er mikið og hægt að gera mun betri kaup í slíkum bókum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×