Innlent

Truflun á innritun

Nokkur truflun varð á innritun farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar vatnsrör á þriðju hæð hússins opnaðist með þeim afleiðingum að tölvukerfi sló út á innritunarborðum. Talið er að tíu til fimmtán tonn af vatni hafi lekið milli hæða í suðurhluta byggingarinnar þegar vatnsrörið brast. Fljótt og vel gekk þó að hreinsa upp vatnið úr flugstöðinni. "Slökkvilið kom fljótt á vettvang auk þess sem starfsfólk í byggingunni lagðist á eitt að forða frekara tjóni og gæta fyllsta öryggis farþega," segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri Flugstöðvarinnar. Loka þurfti hluta af innritunarsalnum að sögn Höskuldar auk þess sem vatn flæddi inn í Íslenskan markað. Ekki kom til seinkana á flugi vegna lekans, en notuð voru varainnritunarborð í norðurhluta byggingarinnar í stað þeirra sem ekki voru nothæf.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×