Innlent

Féll fimm metra niður á hlöðugólf

Sækja þurfti þriggja ára gamalt stúlkubarn með þyrlu eftir að hún féll um fimm metra niður á steinsteyptan pall í hlöðu í Staðarsveit á Snæfellsnesi í fyrrinótt. Lagt var af stað með stúlkuna í sjúkrabíl til Reykjavíkur þar sem þyrlan var í öðru útkalli en þyrlan sótti stúlkuna að Vegamótum á Snæfellsnesi. Hlúð var að stúlkunni á slysadeild Landspítala háskólasjúkrahúss og hún var í kjölfarið flutt á barnadeild sjúkrahússins að sögn vakthafandi læknis á slysadeild. Stúlkan hlaut beinbrot en er ekki lífshættulega slösuð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×