Innlent

Til Íslands í næstu viku

Forseti Tékklands, Václav Klaus, og eiginkona hans eru væntanleg í opinbera heimsókn til Íslands í næstu viku. Heimsóknin er í boði forseta Íslands og stendur frá mánudegi fram á þriðjudag. Forsetahjónin koma til landsins síðdegis á sunnudag en opinbera heimsóknin hefst með hátíðlegri móttökuathöfn á Bessastöðum að morgni mánudags. Forseti Tékklands mun einnig eiga fundi með forsætisráðherra og borgarstjóra Reykjavíkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×