Innlent

Til allrar hamingju!

Rannsóknargögn doktors Jens Pálssonar mannfræðings voru í dag afhent Háskóla Íslands til varðveislu. Jens komst meðal annars að því að til allrar hamingju væru Íslendingar ekki bara komnir af Norðmönnum heldur einnig Írum. Ekkja Jens, Anna Kandler Pálsson, afhenti Kristínu Ingólfsdóttur háskólarektor gögnin í dag en Jens var prófessor í mannfræði og forstöðumaður Mannfræðistofnunar Háskólans. Helsta verkefni Jens var að rannsaka uppruna Íslendinga með aðferðum mannfræðinnar og staðfestu frásagnir Íslendingasagna. Anna segir hann hafa fundið út að Íslendingar séu að mestu leyti komir af Norðmönnum en sagði að sem betur fer væru þeir líka komnir af Írum og það hafi gert þá hressari. Jens reyndi einnig að greina nánar hlut Íra í arfgerð Íslendinga. Anna sagði Íra hafa dekkra hár og blá augu og hann lýsti útlitinu og sagði að þeir hefðu verið meira lifand. Hún sagði einnig að hann hefði komist að því að flesta afkomendur Íra væri að finna í Rangárvallasýslu og Dalasýslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×