Fleiri fréttir Nafn stúlkunnar sem var myrt Stúlkan, sem var ráðinn bani síðastliðið sunnudagskvöld, hét Ashley Turner. Hún var tvítug að aldri. Turner gekk til liðs við bandaríska flugherinn að loknu framhaldsskólanámi. Hún lætur eftir sig foreldra og bróður. 17.8.2005 00:01 Flugliðinn enn í haldi vegna morðrannsóknar Stúlkan sem myrt var á varnasvæði bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli síðastliðið sunnudagskvöld hét Ashley Turner. Hún var fædd í Fredrick í Marylandríki 20. mars árið 1985. Hún gekk til liðs við bandaríska flugherinn að loknu framhaldsskólanámi og að þjálfun lokinni kom hún til starfa í tæknideild björgunarsveitar varnarliðsins. Hún lætur eftir sig foreldra og bróður. Rannsókn á málinu stendur enn yfir og er liðsmaður flugliðs varnarliðsins enn í haldi vegna rannsóknarinnar. 17.8.2005 00:01 Hrefnuvertíðinni lokið Síðasta hrefnan af þeim 39 sem Hafrannsóknastofnunin lét fanga þetta sumarið var veidd í gær og er því vísindaveiðum á hrefnu lokið í bili. 17.8.2005 00:01 Útlendingar veltu bílum Lögreglumenn landsins höfðu í ýmis horn að líta í gær. Jafnframt var þyrla Landhelgisgæslunnar send í sjúkraflug svo fátt eitt sé nefnt. 17.8.2005 00:01 Ekkert land heimilar ættleiðingu "Eins og staðan er í dag getum við ekki sent út umsókn um ættleiðingu frá samkynhneigðu pari," segir Ingibjörg Jónsdóttir, formaður Íslenskrar ættleiðingar. "Samstarfslönd okkar vinna eftir sinni löggjöf og ekkert þeirra landa sem við erum í sambandi við heimilar ættleiðingar til samkynhneigðra." 17.8.2005 00:01 Tvo leikskólakennara vantar Fjöldi umsókna um störf á leikskólum Reykjavíkurborgar bárust Menntasviði borgarinnar í gær að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur, sviðsstjóra Menntasviðs. Enn vantar þó tvo starfsmenn á hvern leikskóla í borginni að meðaltali, en samtals eru milli 140 og 150 störf laus að sögn Gerðar. 17.8.2005 00:01 Ekki góðar fréttir "Þetta eru ekki góðar fréttir þar sem ég byrja fljótlega í skólanum," segir Kolbrún Jónasdóttir, sem á barn á leikskólanum Sjónarhóli í Grafarvogi. Boðað hefur verið til foreldrafundar í leikskólanum á föstudag þar sem mannekla verður rædd. 17.8.2005 00:01 Nafn hinnar látnu Unga konan sem lést á varnarliðssvæðinu Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld hét Ashley Turner og var fædd í Fredrick í Maryland-ríki hinn 20. mars árið 1985. Hún gekk til liðs við bandaríska flugherinn að loknu framhaldsskólanámi. 17.8.2005 00:01 Samfylkingin býður fram sér Á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í gær var stjórn þess falið að móta hugmyndir um hvernig staðið skuli að framboðsmálum Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Skulu hugmyndir um tilhögun framboðsins lagðar fyrir fulltrúaráðsfund í september. 17.8.2005 00:01 Mótmælendur kæra lögregluna Andstæðingar virkjunar og álvers segja lögreglu leggja mótmælendur í einelti og beita þá harðræði. Hyggjast þeir fara fram á opinbera rannsókn á starfsaðferðum lögreglunnar. Lögmanni mótmælenda gengur illa að fá gögn frá Útlendingastofnun og lögregluyfirvöldum á Eskifirði. 17.8.2005 00:01 Útilokar ekki borgarstjórastólinn Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingar, ætlar að íhuga á næstu vikum hvort hann gefi kost á sér sem leiðtoga samfylkingarmanna í borgarmálunum. 17.8.2005 00:01 Sakborningar ítrekuðu sakleysi Ákæra gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra Baugs og fimm öðrum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verjandi hans telur að málið taki allt að fjórar vikur í flutningi fyrir dómi. Stefnt er að því að ljúka meðferð málsins fyrir áramót. Fjölskipaður dómur dæmir í málinu í undirrétti. 17.8.2005 00:01 Greiðslukortafærslur birtar Við þingfestingu Baugsmálsins í gær lagði ákæruvaldið fram greiðslukortafærslur og töflur yfir úttektir ákærðra, en þær hafa ekki verið birtar áður. 17.8.2005 00:01 Skýringar á öllum ákæruatriðum Breska ráðgjafafyrirtækið, Capcon-Argen, segir eðlilegar skýringar finnast á öllum ákæruatriðum í Baugsmálinu. Breska fyrirtækið kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sem fyrirtækið hefur gert á öllum fjörutíu töluliðum ákærunnar í Baugsmálinu. 17.8.2005 00:01 Getur skapað tíu til fimmtán störf "Það eru komnir fimm þúsund rúmmetrar af kalkþörungi í land og þetta lofar allt góðu þrátt fyrir smá byrjunarörðugleika," segir Guðmundur Magnússon verksmiðjustjóri kalkþörungarverksmiðjunnar á Bíldudal. 16.8.2005 00:01 Ásgeir hafnaði þingsæti Ásgeir Friðgeirsson, fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að taka ekki sæti á Alþingi í haust þegar Guðmundur Árni Stefánsson tekur við sendiherraembætti. 16.8.2005 00:01 Berst fyrir fatlaða og íþróttir "Mér hefur alltaf þótt þetta áhugavert og er fullur vilja til að starfa þarna," segir Valdimar Leó Friðriksson sem tekur sæti Guðmundar Árna Stefánssonar á Alþingi í haust þegar sá síðarnefndi heldur til Svíþjóðar sem sendiherra Íslands. 16.8.2005 00:01 Sérframboð hjá Vinstri - grænum Vinstrihreyfingin - grænt framboð mun bjóða fram lista í eigin nafni fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Það er því ljóst að R-listinn er liðinn undir lok. Á fjölmennum félagsfundi hreyfingarinnar í gærkvöldi hljóðaði tillaga stjórnar upp á að slíta R-listasamstarfinu og var sú tillaga samþykkt með um 70 prósentum atkvæða. 16.8.2005 00:01 Ryðja þurfi réttinn fyrir Baugsmál Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður telur að ef Baugsmálið fari fyrir Hæstarétt þurfi að ryðja réttinn og fá nýja dómara. Hann segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara vera vanhæfan og sömuleiðis alla samstarfsmenn hans í réttinum. Þetta sagði Brynjar í þættinum Íslandi í dag í gær. Feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í <em>Fréttablaðinu</em> um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug. 16.8.2005 00:01 Leita ferðamanns á Vestfjörðum Allar björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp eru í iðbragðsstöðu og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna 23 ára Þjóðverja sem varð viðskila við gönguhóp sinn á Hornströndum í gær. Talið er að hópurinn hafi verið á leið frá Hælavík yfir í Hornvík þegar maðurinn týndist, en mikil þoka var á svæðinu. 16.8.2005 00:01 Talinn hafa berað kynfæri sín Karlmaður um þrítugt var handtekinn í Reykjavík í gærkvöldi grunaður um að hafa berað kynfæri sín fyrir framan tvær níu ára gamlar stúlkur í suðvesturhluta borgarinnar í gær. Ekki er enn ljóst hvort um sama mann hafi verið að ræða en lögreglan rannsakar málið. 16.8.2005 00:01 Vilhelm skilaði mestu aflaverðmæti Vilhelm Þorsteinsson EA skilaði langmestu aflaverðmæti allra íslenskra skipa á árinu 2004 og nam það tæpum 1,35 milljörðum króna. Hákon EA er í öðru sæti með landaðan afla að verðmæti tæplega 1,1 milljarður króna en tvö efstu skipin eru vinnsluskip á uppsjávarveiðum. 16.8.2005 00:01 Mótmæla brottvísun mótmælenda Brottvísun rúmlega 20 mótmælenda gegn Kárahnjúkavirkjun og álveri Alcoa við Reyðarfjörð var harðlega mótmælt á félagsfundi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem haldinn var í gærkvöldi. Var þess krafist að sérhver einstaklingur, án tillits til skoðana og þjóðernis, nyti þeirra mannréttinda að fá að tjá hug sinn. Þá fordæmdi fundurinn framgöngu dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og Útlendingastofnunar í máli mótmælendanna. 16.8.2005 00:01 Leita Þjóðverja á Hornströndum Björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp eru nú á leið á Hornstrandir til að leita að 23 ára gömlum Þjóðverja. Þyrla Landhelgisgæslunnar er einnig á leiðinni vestur með leitarhunda að sunnan. 16.8.2005 00:01 Sérfræðingar komnir til landsins Sérfræðingar á vegum bandaríska hersins eru komnir til landsins vegna rannsóknar á morðinu sem framið var á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Tvítugur varnarliðsmaður hefur verið handtekinn, grunaður um morðið. Íslensk lögregluyfirvöld og rannsóknardeild bandaríska sjóhersins rannsaka málið með bandarísku sérfræðingunum. 16.8.2005 00:01 Mótmæla hækkun leikskólagjalda Stúdentar eru ævareiðir vegna komandi hækkunar leikskólagjalda hjá foreldrum þar sem annað er í námi. Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir vel koma til greina að fólk skrái sig úr námi eða úr sambúð vegna þessa. 16.8.2005 00:01 Jafna réttindi samkynhneigðra Réttindi samkynhneiðgra til fjölskylduþátttöku verða þau sömu og hjá gagnkynhneigðum miðað við frumvarp sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í haust. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í dag. Þá munu samkynhneigð pör í staðfestri samvist fá rétt til að frumættleiða börn en í dag er samkynhneigðum einstaklingi í staðfestri samvist aðeins heimilt að stjúpættleiða barn maka sína. 16.8.2005 00:01 Fylgi Sjálfstæðisflokks mest Í skoðanakönnunn Plússins um hvaða flokk Reykvíkingar hyggist kjósa í komandi borgarstjórnarkosningum kemur í ljós að 37 prósent kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 22 prósent Samfylkinguna, 8 prósent Vinstri - græna og aðeins 3 prósent ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og enn færri, eða 1 prósent, ætla að kjósa Frjálslynda. 16.8.2005 00:01 Einn lést vegna rafmagnsbruna Eitt dauðsfall varð af völdum rafmagnsbruna á síðasta ári, en það er í fyrsta sinn síðan 1996 sem mannslát verður vegna rafmagnsbruna á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Neytendastofu um rafmagnsbruna árið 2004. 16.8.2005 00:01 Útiloka ekki samstarf í borginni R-listinn virðist liðinn undir lok en félagsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík samþykkti í gær að bjóða fram undir eigin nafni. Forystumenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins í Reykjavík útiloka þó ekki samstarf flokkanna undir merkjum R-listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Davíð Oddsson syrgir ekki endalok R-listans. 16.8.2005 00:01 Eðlilegt að dómarar vikju Eðlilegt væri að allir hæstaréttardómarar vékju í kjölfar tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara þegar Baugsmálið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Þetta sagði Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns í þættinum Íslandi í dag í gær. 16.8.2005 00:01 Beraði sig fyrir framan stúlkur Lögreglan í Reykjavík leitar nú karlmanns sem beraði kynfæri sín fyrir framan tvær ungar stúlkur í Reykjavík í gær. 16.8.2005 00:01 Björgunarbátur tekur þátt í leit Leit stendur nú yfir að 23 ára Þjóðverja sem varð viðskila við gönguhóp sinn á Hornströndum í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað um eittleytið með 9 manns um borð og fjóra leitarhunda. Björgunarbátur frá Ísafirði er á leiðinni með 25 manns um borð og nú þegar leita björgunarmenn sem og ferðamenn að manninum. 16.8.2005 00:01 Maður sem leitað var að fundinn 23 ára Þjóðverji sem leitað var að á Hornströndum eftir að hann varð viðskila við gönguhóp sinn þar í gær er fundinn. Ekkert amaði að honum. Að sögn lögreglu á Ísafirði sagðist maðurinn hafa ákveðið að skoða sig um á svæðinu og hitta svo ferðafélaga sína í Hornvík og var hann því mjög hissa þegar hann heyrði að hans væri leitað. 16.8.2005 00:01 Afli dregst saman um 50% milli ára Fiskaflinn í júlí 2005 var 87 þúsund tonn en var 172 þúsund tonn í júlí 2004. Aflinn dregst því saman um tæplega 50 prósent milli ára. Í tilkynningu frá Fiskistofu segir að þar muni mest um 58 þúsund tonna samdrátt í kolmunnaafla í júlí 2005 frá sama tíma fyrir ári og að engin loðnuveiði hafi verið í nýliðnum júlí sem teljist óvenjulegt. 16.8.2005 00:01 Björgunarbátum kastað út úr TF-SYN Áhöfn TF-SYN æfði sig í gær að kasta út björgunarbátum nálægt varðskipinu Óðni. Eins og kunnugt er fylgir TF-SYN stundum þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún fer í löng björgunar- eða sjúkraflug og þá er gott öryggisins vegna að TF-SYN sé þannig úr garði gerð að hægt sé að kasta út úr henni björgunarbátum. 16.8.2005 00:01 Frábært fordæmi Frábært fordæmi segir formaður Kjalar, stéttarfélags í almannaþjónustu, um þá starfsmannastefnu að ráða eldra fólk til starfa. Húsasmiðjan hefur stigið það skref að auglýsa eftir starfskröftum úr þeim aldurshópi. </font /></b /> 16.8.2005 00:01 Eitt stærsta mál dómsins "Það má leiða líkum að því að þetta verði eitt stærsta málið sem farið hefur hér fram," segir Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. 16.8.2005 00:01 HM tölvuforrita í hraðskák í HR Nú rétt upp úr klukkan þrjú hófst heimsmeistarakeppni tölvuforrita í hraðskák í Háskólanum í Reykjavík. Þar keppa 8 af sterkustu skákforritum heims um titilinn en forritin eru keyrð á afar öflugum tölvum og fá 7 mínútur til að knýja fram sigur í hverri skák. Núverandi heimsmeistari, þýska forritið Shredder, freistar þess að verja titil sinn, en búist er við spennandi keppni þar sem öflugustu tölvurnar geta reiknað milljónir leikja á sekúndu. 16.8.2005 00:01 Björk vill breyta strætó Stjórnarformaður Strætó bs. ætlar að leggja fram tillögur um breytingar á ferðum strætisvagna á stjórnarfundi á föstudag. Meðal annars að ekið verði til miðnættis á öllum leiðum í þágu vaktavinnufólks. </font /></b /> 16.8.2005 00:01 Vilja efla umhverfisvæna tækni Norrænu ríkin hyggjast efla samvinnu um að styðja þróun og nýtingu umhverfisvænnar tækni segir í fréttatilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Umhverfisráðherrar Norðurlanda samþykktu þetta á fundi sínum í Ilulissat á Grænlandi í gær. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd. 16.8.2005 00:01 Hermaðurinn enn í haldi Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt konu á varnarliðssvæðinu á Keflavíkurflugvelli í fyrrakvöld, átti óuppgerðar sakir við hina látnu. Íslensk kona sem er mikilvægt vitni í málinu var á leið af vettvangi þegar lögreglan kom. Bandaríkskir sérfræðingar í glæparannsóknum komu hingað til lands frá Bretandi á tólfta tímanum í gær til að vinna að rannsókn málsins og stendur vettvangsrannsókn enn yfir. 16.8.2005 00:01 Samstarf ekki úr sögunni Eftir fund Reykjavíkurfélags Vinstri grænna í fyrrakvöld eru yfirgnæfandi líkur á að stjórnmálaflokkarnir í Reykjavík bjóði hver fram sinn lista í borgarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. 16.8.2005 00:01 Ganga óbundnir til kosninga Línurnar eru að skýrast. R-listaflokkarnir bjóða fram hver sinn lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Vinstri grænir eru harðákveðnir þótt minnihluti flokksmanna mögli eilítið á félagsfundi og telji ótímabært að rétta Sjálfstæðisflokknum vopn í hendur með því að hafna frekara R-listasamstarfi á næsta kjörtímabili.</font /> 16.8.2005 00:01 Skólagangan kostar sitt Það kostar rúmlega sextíu þúsund krónur að hefja menntaskólanám og eru þá skólagjöldin sjálf undanskilin. Öllu ódýrara er fyrir sex ára nemendur að byrja en skólarnir hefjast í næstu viku. 16.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Nafn stúlkunnar sem var myrt Stúlkan, sem var ráðinn bani síðastliðið sunnudagskvöld, hét Ashley Turner. Hún var tvítug að aldri. Turner gekk til liðs við bandaríska flugherinn að loknu framhaldsskólanámi. Hún lætur eftir sig foreldra og bróður. 17.8.2005 00:01
Flugliðinn enn í haldi vegna morðrannsóknar Stúlkan sem myrt var á varnasvæði bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli síðastliðið sunnudagskvöld hét Ashley Turner. Hún var fædd í Fredrick í Marylandríki 20. mars árið 1985. Hún gekk til liðs við bandaríska flugherinn að loknu framhaldsskólanámi og að þjálfun lokinni kom hún til starfa í tæknideild björgunarsveitar varnarliðsins. Hún lætur eftir sig foreldra og bróður. Rannsókn á málinu stendur enn yfir og er liðsmaður flugliðs varnarliðsins enn í haldi vegna rannsóknarinnar. 17.8.2005 00:01
Hrefnuvertíðinni lokið Síðasta hrefnan af þeim 39 sem Hafrannsóknastofnunin lét fanga þetta sumarið var veidd í gær og er því vísindaveiðum á hrefnu lokið í bili. 17.8.2005 00:01
Útlendingar veltu bílum Lögreglumenn landsins höfðu í ýmis horn að líta í gær. Jafnframt var þyrla Landhelgisgæslunnar send í sjúkraflug svo fátt eitt sé nefnt. 17.8.2005 00:01
Ekkert land heimilar ættleiðingu "Eins og staðan er í dag getum við ekki sent út umsókn um ættleiðingu frá samkynhneigðu pari," segir Ingibjörg Jónsdóttir, formaður Íslenskrar ættleiðingar. "Samstarfslönd okkar vinna eftir sinni löggjöf og ekkert þeirra landa sem við erum í sambandi við heimilar ættleiðingar til samkynhneigðra." 17.8.2005 00:01
Tvo leikskólakennara vantar Fjöldi umsókna um störf á leikskólum Reykjavíkurborgar bárust Menntasviði borgarinnar í gær að sögn Gerðar G. Óskarsdóttur, sviðsstjóra Menntasviðs. Enn vantar þó tvo starfsmenn á hvern leikskóla í borginni að meðaltali, en samtals eru milli 140 og 150 störf laus að sögn Gerðar. 17.8.2005 00:01
Ekki góðar fréttir "Þetta eru ekki góðar fréttir þar sem ég byrja fljótlega í skólanum," segir Kolbrún Jónasdóttir, sem á barn á leikskólanum Sjónarhóli í Grafarvogi. Boðað hefur verið til foreldrafundar í leikskólanum á föstudag þar sem mannekla verður rædd. 17.8.2005 00:01
Nafn hinnar látnu Unga konan sem lést á varnarliðssvæðinu Keflavíkurflugvelli á sunnudagskvöld hét Ashley Turner og var fædd í Fredrick í Maryland-ríki hinn 20. mars árið 1985. Hún gekk til liðs við bandaríska flugherinn að loknu framhaldsskólanámi. 17.8.2005 00:01
Samfylkingin býður fram sér Á fundi fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í gær var stjórn þess falið að móta hugmyndir um hvernig staðið skuli að framboðsmálum Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Skulu hugmyndir um tilhögun framboðsins lagðar fyrir fulltrúaráðsfund í september. 17.8.2005 00:01
Mótmælendur kæra lögregluna Andstæðingar virkjunar og álvers segja lögreglu leggja mótmælendur í einelti og beita þá harðræði. Hyggjast þeir fara fram á opinbera rannsókn á starfsaðferðum lögreglunnar. Lögmanni mótmælenda gengur illa að fá gögn frá Útlendingastofnun og lögregluyfirvöldum á Eskifirði. 17.8.2005 00:01
Útilokar ekki borgarstjórastólinn Össur Skarphéðinsson, fyrrum formaður Samfylkingar, ætlar að íhuga á næstu vikum hvort hann gefi kost á sér sem leiðtoga samfylkingarmanna í borgarmálunum. 17.8.2005 00:01
Sakborningar ítrekuðu sakleysi Ákæra gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni forstjóra Baugs og fimm öðrum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Verjandi hans telur að málið taki allt að fjórar vikur í flutningi fyrir dómi. Stefnt er að því að ljúka meðferð málsins fyrir áramót. Fjölskipaður dómur dæmir í málinu í undirrétti. 17.8.2005 00:01
Greiðslukortafærslur birtar Við þingfestingu Baugsmálsins í gær lagði ákæruvaldið fram greiðslukortafærslur og töflur yfir úttektir ákærðra, en þær hafa ekki verið birtar áður. 17.8.2005 00:01
Skýringar á öllum ákæruatriðum Breska ráðgjafafyrirtækið, Capcon-Argen, segir eðlilegar skýringar finnast á öllum ákæruatriðum í Baugsmálinu. Breska fyrirtækið kynnti í gær niðurstöður rannsóknar sem fyrirtækið hefur gert á öllum fjörutíu töluliðum ákærunnar í Baugsmálinu. 17.8.2005 00:01
Getur skapað tíu til fimmtán störf "Það eru komnir fimm þúsund rúmmetrar af kalkþörungi í land og þetta lofar allt góðu þrátt fyrir smá byrjunarörðugleika," segir Guðmundur Magnússon verksmiðjustjóri kalkþörungarverksmiðjunnar á Bíldudal. 16.8.2005 00:01
Ásgeir hafnaði þingsæti Ásgeir Friðgeirsson, fyrsti varaþingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, hefur ákveðið að taka ekki sæti á Alþingi í haust þegar Guðmundur Árni Stefánsson tekur við sendiherraembætti. 16.8.2005 00:01
Berst fyrir fatlaða og íþróttir "Mér hefur alltaf þótt þetta áhugavert og er fullur vilja til að starfa þarna," segir Valdimar Leó Friðriksson sem tekur sæti Guðmundar Árna Stefánssonar á Alþingi í haust þegar sá síðarnefndi heldur til Svíþjóðar sem sendiherra Íslands. 16.8.2005 00:01
Sérframboð hjá Vinstri - grænum Vinstrihreyfingin - grænt framboð mun bjóða fram lista í eigin nafni fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Það er því ljóst að R-listinn er liðinn undir lok. Á fjölmennum félagsfundi hreyfingarinnar í gærkvöldi hljóðaði tillaga stjórnar upp á að slíta R-listasamstarfinu og var sú tillaga samþykkt með um 70 prósentum atkvæða. 16.8.2005 00:01
Ryðja þurfi réttinn fyrir Baugsmál Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður telur að ef Baugsmálið fari fyrir Hæstarétt þurfi að ryðja réttinn og fá nýja dómara. Hann segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara vera vanhæfan og sömuleiðis alla samstarfsmenn hans í réttinum. Þetta sagði Brynjar í þættinum Íslandi í dag í gær. Feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í <em>Fréttablaðinu</em> um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug. 16.8.2005 00:01
Leita ferðamanns á Vestfjörðum Allar björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp eru í iðbragðsstöðu og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna 23 ára Þjóðverja sem varð viðskila við gönguhóp sinn á Hornströndum í gær. Talið er að hópurinn hafi verið á leið frá Hælavík yfir í Hornvík þegar maðurinn týndist, en mikil þoka var á svæðinu. 16.8.2005 00:01
Talinn hafa berað kynfæri sín Karlmaður um þrítugt var handtekinn í Reykjavík í gærkvöldi grunaður um að hafa berað kynfæri sín fyrir framan tvær níu ára gamlar stúlkur í suðvesturhluta borgarinnar í gær. Ekki er enn ljóst hvort um sama mann hafi verið að ræða en lögreglan rannsakar málið. 16.8.2005 00:01
Vilhelm skilaði mestu aflaverðmæti Vilhelm Þorsteinsson EA skilaði langmestu aflaverðmæti allra íslenskra skipa á árinu 2004 og nam það tæpum 1,35 milljörðum króna. Hákon EA er í öðru sæti með landaðan afla að verðmæti tæplega 1,1 milljarður króna en tvö efstu skipin eru vinnsluskip á uppsjávarveiðum. 16.8.2005 00:01
Mótmæla brottvísun mótmælenda Brottvísun rúmlega 20 mótmælenda gegn Kárahnjúkavirkjun og álveri Alcoa við Reyðarfjörð var harðlega mótmælt á félagsfundi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs sem haldinn var í gærkvöldi. Var þess krafist að sérhver einstaklingur, án tillits til skoðana og þjóðernis, nyti þeirra mannréttinda að fá að tjá hug sinn. Þá fordæmdi fundurinn framgöngu dómsmálaráðherra, ríkislögreglustjóra og Útlendingastofnunar í máli mótmælendanna. 16.8.2005 00:01
Leita Þjóðverja á Hornströndum Björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp eru nú á leið á Hornstrandir til að leita að 23 ára gömlum Þjóðverja. Þyrla Landhelgisgæslunnar er einnig á leiðinni vestur með leitarhunda að sunnan. 16.8.2005 00:01
Sérfræðingar komnir til landsins Sérfræðingar á vegum bandaríska hersins eru komnir til landsins vegna rannsóknar á morðinu sem framið var á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Tvítugur varnarliðsmaður hefur verið handtekinn, grunaður um morðið. Íslensk lögregluyfirvöld og rannsóknardeild bandaríska sjóhersins rannsaka málið með bandarísku sérfræðingunum. 16.8.2005 00:01
Mótmæla hækkun leikskólagjalda Stúdentar eru ævareiðir vegna komandi hækkunar leikskólagjalda hjá foreldrum þar sem annað er í námi. Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir vel koma til greina að fólk skrái sig úr námi eða úr sambúð vegna þessa. 16.8.2005 00:01
Jafna réttindi samkynhneigðra Réttindi samkynhneiðgra til fjölskylduþátttöku verða þau sömu og hjá gagnkynhneigðum miðað við frumvarp sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í haust. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í dag. Þá munu samkynhneigð pör í staðfestri samvist fá rétt til að frumættleiða börn en í dag er samkynhneigðum einstaklingi í staðfestri samvist aðeins heimilt að stjúpættleiða barn maka sína. 16.8.2005 00:01
Fylgi Sjálfstæðisflokks mest Í skoðanakönnunn Plússins um hvaða flokk Reykvíkingar hyggist kjósa í komandi borgarstjórnarkosningum kemur í ljós að 37 prósent kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 22 prósent Samfylkinguna, 8 prósent Vinstri - græna og aðeins 3 prósent ætla að kjósa Framsóknarflokkinn og enn færri, eða 1 prósent, ætla að kjósa Frjálslynda. 16.8.2005 00:01
Einn lést vegna rafmagnsbruna Eitt dauðsfall varð af völdum rafmagnsbruna á síðasta ári, en það er í fyrsta sinn síðan 1996 sem mannslát verður vegna rafmagnsbruna á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Neytendastofu um rafmagnsbruna árið 2004. 16.8.2005 00:01
Útiloka ekki samstarf í borginni R-listinn virðist liðinn undir lok en félagsfundur Vinstri - grænna í Reykjavík samþykkti í gær að bjóða fram undir eigin nafni. Forystumenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins í Reykjavík útiloka þó ekki samstarf flokkanna undir merkjum R-listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Davíð Oddsson syrgir ekki endalok R-listans. 16.8.2005 00:01
Eðlilegt að dómarar vikju Eðlilegt væri að allir hæstaréttardómarar vékju í kjölfar tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara þegar Baugsmálið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Þetta sagði Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns í þættinum Íslandi í dag í gær. 16.8.2005 00:01
Beraði sig fyrir framan stúlkur Lögreglan í Reykjavík leitar nú karlmanns sem beraði kynfæri sín fyrir framan tvær ungar stúlkur í Reykjavík í gær. 16.8.2005 00:01
Björgunarbátur tekur þátt í leit Leit stendur nú yfir að 23 ára Þjóðverja sem varð viðskila við gönguhóp sinn á Hornströndum í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað um eittleytið með 9 manns um borð og fjóra leitarhunda. Björgunarbátur frá Ísafirði er á leiðinni með 25 manns um borð og nú þegar leita björgunarmenn sem og ferðamenn að manninum. 16.8.2005 00:01
Maður sem leitað var að fundinn 23 ára Þjóðverji sem leitað var að á Hornströndum eftir að hann varð viðskila við gönguhóp sinn þar í gær er fundinn. Ekkert amaði að honum. Að sögn lögreglu á Ísafirði sagðist maðurinn hafa ákveðið að skoða sig um á svæðinu og hitta svo ferðafélaga sína í Hornvík og var hann því mjög hissa þegar hann heyrði að hans væri leitað. 16.8.2005 00:01
Afli dregst saman um 50% milli ára Fiskaflinn í júlí 2005 var 87 þúsund tonn en var 172 þúsund tonn í júlí 2004. Aflinn dregst því saman um tæplega 50 prósent milli ára. Í tilkynningu frá Fiskistofu segir að þar muni mest um 58 þúsund tonna samdrátt í kolmunnaafla í júlí 2005 frá sama tíma fyrir ári og að engin loðnuveiði hafi verið í nýliðnum júlí sem teljist óvenjulegt. 16.8.2005 00:01
Björgunarbátum kastað út úr TF-SYN Áhöfn TF-SYN æfði sig í gær að kasta út björgunarbátum nálægt varðskipinu Óðni. Eins og kunnugt er fylgir TF-SYN stundum þyrlu Landhelgisgæslunnar þegar hún fer í löng björgunar- eða sjúkraflug og þá er gott öryggisins vegna að TF-SYN sé þannig úr garði gerð að hægt sé að kasta út úr henni björgunarbátum. 16.8.2005 00:01
Frábært fordæmi Frábært fordæmi segir formaður Kjalar, stéttarfélags í almannaþjónustu, um þá starfsmannastefnu að ráða eldra fólk til starfa. Húsasmiðjan hefur stigið það skref að auglýsa eftir starfskröftum úr þeim aldurshópi. </font /></b /> 16.8.2005 00:01
Eitt stærsta mál dómsins "Það má leiða líkum að því að þetta verði eitt stærsta málið sem farið hefur hér fram," segir Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur. 16.8.2005 00:01
HM tölvuforrita í hraðskák í HR Nú rétt upp úr klukkan þrjú hófst heimsmeistarakeppni tölvuforrita í hraðskák í Háskólanum í Reykjavík. Þar keppa 8 af sterkustu skákforritum heims um titilinn en forritin eru keyrð á afar öflugum tölvum og fá 7 mínútur til að knýja fram sigur í hverri skák. Núverandi heimsmeistari, þýska forritið Shredder, freistar þess að verja titil sinn, en búist er við spennandi keppni þar sem öflugustu tölvurnar geta reiknað milljónir leikja á sekúndu. 16.8.2005 00:01
Björk vill breyta strætó Stjórnarformaður Strætó bs. ætlar að leggja fram tillögur um breytingar á ferðum strætisvagna á stjórnarfundi á föstudag. Meðal annars að ekið verði til miðnættis á öllum leiðum í þágu vaktavinnufólks. </font /></b /> 16.8.2005 00:01
Vilja efla umhverfisvæna tækni Norrænu ríkin hyggjast efla samvinnu um að styðja þróun og nýtingu umhverfisvænnar tækni segir í fréttatilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Umhverfisráðherrar Norðurlanda samþykktu þetta á fundi sínum í Ilulissat á Grænlandi í gær. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd. 16.8.2005 00:01
Hermaðurinn enn í haldi Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt konu á varnarliðssvæðinu á Keflavíkurflugvelli í fyrrakvöld, átti óuppgerðar sakir við hina látnu. Íslensk kona sem er mikilvægt vitni í málinu var á leið af vettvangi þegar lögreglan kom. Bandaríkskir sérfræðingar í glæparannsóknum komu hingað til lands frá Bretandi á tólfta tímanum í gær til að vinna að rannsókn málsins og stendur vettvangsrannsókn enn yfir. 16.8.2005 00:01
Samstarf ekki úr sögunni Eftir fund Reykjavíkurfélags Vinstri grænna í fyrrakvöld eru yfirgnæfandi líkur á að stjórnmálaflokkarnir í Reykjavík bjóði hver fram sinn lista í borgarstjórnarkosningunum í maí á næsta ári. 16.8.2005 00:01
Ganga óbundnir til kosninga Línurnar eru að skýrast. R-listaflokkarnir bjóða fram hver sinn lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Vinstri grænir eru harðákveðnir þótt minnihluti flokksmanna mögli eilítið á félagsfundi og telji ótímabært að rétta Sjálfstæðisflokknum vopn í hendur með því að hafna frekara R-listasamstarfi á næsta kjörtímabili.</font /> 16.8.2005 00:01
Skólagangan kostar sitt Það kostar rúmlega sextíu þúsund krónur að hefja menntaskólanám og eru þá skólagjöldin sjálf undanskilin. Öllu ódýrara er fyrir sex ára nemendur að byrja en skólarnir hefjast í næstu viku. 16.8.2005 00:01