Fleiri fréttir

Ný flugstöð á Bakka

Ný flugstöð var í gær vígð við flugvöllinn á Bakka að viðstöddum samgönguráðherra og flugmálastjóra. Nýja flugstöðin er 250 fermetrar og leysir af hólmi fimm sinnum minni flugstöð sem byggð var árið 1997.

Skorinn á háls í skemmtiferðaskipi

TF-LIF þyrla Landhelgisgæslunnar var í fyrrinótt kölluð að skemmtiferðaskipinu Sea Rose sem var á siglingu norður af landinu. Þyrlan var kölluð út til að sækja mann sem misst hafði mikið blóð eftir að hafa verið skorinn á háls í ryskingum um borð.

Verður að efna ólöglega samninga?

Verður að efna ólöglega samninga og sleppa þeir sem þá gera við öll viðurlög ef þeim tekst að fela brotið nógu lengi? Að því spyr Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður og vísar í niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins í máli fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum. Sá fær tugi milljóna í vasann, þrátt fyrir að Fjármálaeftirlitið hafi úrskurðað samning þess efnis ólögmætan.

Allt á suðupunkti við Kárahnjúka

Prestsetrasjóður hefur afturkallað leyfi fyrir tjaldbúðum mótmælenda við Kárahnjúka. Þrír voru handteknir í nótt og eru þeir nú í yfirheyrslum. Útlendingastofnun getur ekki vísað fólkinu úr landi eins og sýslumannsembættið á Seyðisfirði fór fram á að yrði kannað.

Mótmælendur reknir úr tjaldbúðum

Mótmælendum við Kárahnjúka hefur verið gert að yfirgefa tjaldbúðir sínar fyrir hádegi í kjölfar harðra átaka við lögreglu í fyrrinótt. Mótmælendur eru mjög ósáttir við framgöngu lögreglu í átökunum þegar þrír Bretar voru handteknir. Ekki eru lagaheimildir fyrir því að vísa mönnunum þremur úr landi.

Mótmælendur verða kærðir

Þrír Bretar voru handteknir við Kárahnjúka eftir að átök brutust út milli mótmælenda og lögregluþjóna í fyrrinótt. Mótmælendurnir hlekkjuðu sig við vinnuvélar, unnu spjöll á bifreiðum og veittust að lögreglu að sögn sýslufulltrúa á Egilsstöðum.

Meirihlutinn tapar fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn á Akureyri tapa umtalsverðu fylgi samkvæmt könnun IMG Gallup en halda þó meirihlutanum í bæjarstjórn. Listi fólksins á Akureyri missir báða bæjarfulltrúa sína en Samfylkingin og Vinstri grænir sækja verulega á.

Klikkaður í rúminu eða nauðgari?

Ertu klikkaður í rúminu eða bara ósköp venjulegur nauðgari? Farin er af stað herferð gegn nauðgunum vegna verslunarmannahelgarinnar sem óðum nálgast en aldrei er of varlega farið.

Dregur úr innbrotum á Nesinu

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni í Reykjavík hefur dregið verulega úr innbrotum á Seltjarnarnesi undanfarið, hvort sem litið er til fyrri ára eða hverfa í Reykjavík.

Hæfustu lifa af í Surtsey

Fjölmargar lífverur hafa numið land eða skotið upp kolli í Surtsey frá því eyjan reis úr hafi fyrir fjörutíu og einu ári. Sumar dafna vel meðan aðrar verða að hörfa og enn aðrar deyja drottni sínum.</font />

Brúnni yfir Jöklu lokað aftur

Brúnni yfir Jöklu við Kárahnjúka var aftur lokað í gærkvöld vegna vatnavaxta í ánni. Fréttastofunni er ekki kunnugt um hvort vatnið flæddi yfir hana en síðdegis í gær var útlit fyrir að svo yrði þar sem vatnið var orðið talsvert meira en á sama tíma í fyrradag.

Þyrlan sótti veikan sjómann

Sjómaður veiktist skyndilega um borð í togaranum Mánabergi þar sem skipið var að veiðum djúpt út af Vestfjörðum í gær. Talið var að maðurinn þyrfti hið bráðasta að komast undir læknishendur og því var óskað eftir að þyrla Landhelgisgæslunnar kæmi til móts við skipið og sækti sjómanninn.

Ölvaður ökumaður velti bíl sínum

Bíll valt út af Reykjanesbraut laust fyrir kukkan eitt í nótt og reyndist ökumaðurinn ölvaður. Hann var einn í bílnum og meiddist lítilsháttar en bíllinn er stórskemmdur. Við leit í bílnum fundu lögreglumenn lítilræði af fíkniefnum.

Áætlunarflug til og frá Grænlandi

Flugfélag Íslands hefur náð samkomulagi við heimastjórnina í Grænlandi um áætlunarflug á milli Íslands og Grænlands. Samningurinn er til fimm ára og þarf flugfélagið að kaupa tvær flugvélar til verksins. Þær verða af gerðinni Dash-8 og taka 39 farþega.

Verkamenn til leigu

Nokkur mál erlendra verkamanna hér á landi hafa verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu og atvinnuveitendur þá verið sakaðir um að borga þeim ómannsæmandi laun og veita óviðunandi aðbúnað. Í flestum tilfellum hafa starfsmennirinir verið á svokölluðum þjónustusamningum.</font />

Frelsi eða lok velferðarkerfisins

Frá því framkvæmdir hófust við Kárahnjúka hafa málefni erlendra starfsmanna hér á landi mikið verið til umræðu enda ýmiss átök gefið tilefni til. Mál af þessu tagi einskorðast þó ekki við Kárahnjúka því fyrir skemmstu kærði Verkalýðsfélag Akraness atvinnurekanda í bænum sem var með fimm pólska verkamenn í vinnu.

Dulbúnir samningar

Mikið hefur verið deilt um þjónustusamninga starfsmannaleiga hér á landi og hafa tvö slík mál farið fyrir dómstóla og í síðustu viku var annað slíkt mál kært til sýslumanns á Akranesi. Margir hafa gangrýnt íslensk stjórvöld fyrir að vera of sein og treg til að veita erlendu verkafólki atvinnu- og dvalarleyfi.

15,7% fjölgun farþega í júní

Farþegum í áætlunarflugi Icelandair fjölgaði um 15,7% í júní miðað við sama mánuð í fyrra. Sætanýting var svo til óbreytt milli ára, fór úr 82,9% í 82,3%. Frá áramótum nemur fjölgun farþega frá fyrra ári 12,7%.

Flóðin nái hámarki í kvöld

Búist er við að flóðin í Jöklu við Kárahnjúka nái hámarki í kvöld og að brúin yfir hana fari á bólakaf, eins og gerðist óvænt í fyrrasumar. Brúnni var aftur lokað í gærkvöld vegna vatnavaxtanna.

Vörubílstjórar taka ekki þátt

Landssamband vörubifreiðastjóra tekur ekki þátt í mótmælum gegn breytingum á þungaskattinum sem áformuð eru fyrir verslunarmannahelgina. Formaður sambandsins segir þungaskattinn einungis hafa veruleg áhrif á ákveðna félagsaðila.

Bygging sumarbústaða heldur áfram

Ekkert hefur dregið úr byggingu nýrra sumarbústaða þrátt fyrir stóraukna fjárfestingu í íbúðarhúsnæði og að vextir af lánum til sumarbústaða séu talsvert hærri en af lánum til íbúðarhúsnæðis.

Með bensínbirgðir á stuðaranum

Varnarliðsmönnum á Keflavíkurflugvelli óar svo bensínverðið á Íslandi að þeir fylla alla koppa og kyrnur af bensíni uppi á velli og hafa það með sér þegar þeir leggjast í ferðalög um landið. Þannig náðu Víkurfréttir mynd af varnarliðsjeppa í hliðinu upp á völl þar sem sjö bensínbrúsum hafði verið raðað á grind sem fest var við afturstuðarann.

Óánægja með nýja leiðakerfið

Fyrsti virki dagur nýs leiðakerfis hjá Strætó bs. hefur ekki gengið sem skyldi. Frítt var í strætisvagna alla helgina og gafst farþegum þá tækifæri til að kynna sér nýju leiðirnar en það virtist ekki vera nóg.

Hrakningar sígaunanna halda áfram

Ekkert lát er á hrakningum sígaunahópsins sem kom hingað til lands í síðustu viku og óskaði eftir pólitísku hæli. Eins og fram er komið var þeim vísað strax aftur úr landi með skipinu.

Vinsældir hreindýraveiða aukast

Nítján hreindýrstarfar hafa verið veiddir á síðustu tíu dögum. 800 leyfi voru gefin út í ár en tvöfalt fleiri umsóknir bárust, eða um 1600, og verða vinsældir þessa áhugamáls sífellt meiri.

Samkomulag náðist við Spútnik báta

Samkomulag hefur náðst á milli Spútnik báta og Verkalýðsfélags Akraness en að undanförnu hefur verið deilt um heimild fyrirtækisins til að fá til starfa erlenda verkamenn á grundvelli þjónustusamnings við erlenda starfsmannaleigu.

22% aukning farþega á Bakka

Ný flugstöð verður vígð á Bakkaflugvelli á morgun. Nýja flugstöðin er 250 fermetrar og leysir af hólmi eldri byggingu frá árinu 1997 sem er aðeins 45 fermetrar. Á fyrstu fimm mánuðum þessa árs hefur farþegum sem fara um flugvöllinn fjölgað um 22% miðað við sama tímabil í fyrra.

Fyrsti dagurinn gengur vel

Fyrsti virki dagur nýs leiðakerfis hjá Strætó bs. hefur gengið vel að sögn talsmanna Strætó og hafa engir stórir hnökrar komið upp á nýja leiðakerfinu. Þó eru dæmi um að fólk hafi þurft að bíða lengi eftir vögnum eða ekki fundið nýjar biðstöðvar og segja sumir að kerfið sé orðið mun flóknara en áður.

Þrjátíu flóttamenn til Reykjavíkur

Undirbúningur fyrir komu 31 flóttamanns hingað til lands stendur yfir og gengur vel að sögn Atla Viðars Thorstensen, verkefnisstjóra hjá Rauða krossi Íslands. Nákvæm dagsetning liggur ekki fyrir en vonast er til þess að fólkið komi áður en grunnskólar hefjast þann 22. ágúst.

Ræða við lögreglu

Hópur óánægðra vörubifreiðastjóra ætlar að hittast við Hús verslunarinnar annað kvöld að sögn Sturlu Jónssonar, eins bílstjóranna. Þar ætla þeir að ræða fyrirhuguð mótmæli vegna hækkunar olíuverðs sem felast í að loka aðalumferðaræðum út úr Reykjavík skömmu fyrir helgina.

Borgin stuðlar að fækkun gesta

Þegar mest var um ferðir til Viðeyjar árið 2000 komu þangað yfir 28.000 gestir, og flestir yfir sumarið. Síðan þá hefur þeim fækkað jafnt og þétt og það sem af er þessu ári hafa um 7500 gestir komið. Meginástæða fækkunarinnar mun vera að Reykjavíkurborg ákvað að hætta að styrkja veitingarekstur í Viðeyjarstofu.

Hætt við ferðir til Sharm el-Sheik

Íslenskar ferðaskrifstofur hafa hætt við ferðir sem fara átti til egypska ferðamannabæjarins Sharm el-Sheik við Rauðahafið eftir að hryðjuverk urðu þar tæplega níutíu manns að bana í síðustu viku.

Áfram flogið til Grænlands

Flugfélag Íslands hefur náð samkomulagi við heimastjórnina í Grænlandi um að halda áfram áætlunarflugi milli Íslands og Grænlands. Samningurinn er til fimm ára og með möguleika á áframhaldi í önnur fimm ár. Flogið verður tvisvar í viku til Kulusuk og Constablepynt. 

Niðurstöður Skerjafjarðarflugslyss

Niðurstöður rannsóknarnefndar sem samgönguráðherra skipaði til að fara yfir alla þætti flugslyssins í Skerjafirði í ágúst árið 2000 verða kynntar á föstudaginn. Nefndin hefur verið að störfum í rúmlega tvö og hálft ár.

Ásakanir ekki svara verðar

Kolbrún Aðalsteinsdóttir skipuleggjandi Iceland Fashion Week segir ásakanir Sunnu Ásgeirsdóttur og Hörpu Einarsdóttur ekki svara verðar en þær sögðust hafa hætt við þátttöku í hátíðinni vegna vanefnda Kolbrúnar

Íhuga skuldbreytingu

Vatnsveita Hafnarfjarðar og Fráveita Hafnarfjarðar gætu hagnast um 18 milljónir króna árlega ef langtímalán stofnananna yrðu endurfjármögnuð. Að þessari niðurstöðu kemst Áhættunefnd erlendra lána Hafnarfjarðarbæjar og var bókun þessa efnis samþykkt á bæjarráðsfundi í síðustu viku.

Umsóknarfrestur runninn út

Í gær rann út umsóknarfrestur um stöðu forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu verður tilkynnt um það hverjir sótt hafa um stöðuna fljótlega á næstu dögum eða þegar ljóst þykir að allar umsóknir hafi borist. Auglýst var eftir umsóknum í byrjun þessa mánaðar.

Álagningarseðlar á föstudag

Einhverjir munu kætast og aðrir ekki á föstudaginn kemur en þá verða álagningarseðlar skattstjóra í landinu bornir út til almennings.

Bólar ekkert á ákærum í Baugsmáli

Enn bólar ekkert á ákærunum í Baugsmálinu en til stóð að þær yrðu birtar fyrir tveimur vikum. Fimmmenningunum sem ákærðir eru var birt ákæra þann 1. júlí. 

Skemmdarverk ekki verið kærð

Engar kærur hafa borist lögregluyfirvöldum vegna skemmdarverka þeirra er unnar hafa verið á skiltum og mannvirkjum á virkjunarsvæði Kárahnjúka undanfarna sólarhringa.

Breytingar á óhentugum tíma

"Það hefði verið hentugra að skipta um leiðarkerfi á öðrum tíma en núna er nær helmingur starfsmanna er í sumarfríum," segir Valdimar Jónsson trúnaðarmaður hjá Strætó. Kalla þurfti nokkra bílstjóra skyndilega úr sumarfíum til að manna vagna í nýja leiðarkerfi Strætó.

Hæð Hvannadalshnjúks mæld í dag

Í dag munu rannsóknarmenn á vegum Landmælinga Íslands fljúga með mælitæki upp á Hvannadalshnúk í þeim tilgangi að mæla nákæmlega hæð hans en síðast var hæðin mæld fyrir rúmlega hundrað árum.

Sjatnar í Jöklu

Vatnsborð Jöklu hefur sjatnað til muna eftir að vatnsmagn hennar náði hámarki í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að það flæddi yfir brúnna við Kárahnjúkastíflu í annað sinn á einu ári.

Áheitaróður á hættuslóðum

Kjartan Jakob Hauksson sem rær nú umhverfis landið lenti í óhappi á erfiðasta kafla ferðarinnar þegar fótstig brotnaði skammt frá Hornafirði og því afréð hann að leita í land í Skinneyjarhöfða því ekki væri á það hættandi að fara þessa leið á varafótsigi sem aðeins er ætlað í neyðartilfellum.

Drógu kæru til baka

Verkalýðsfélag Akraness, sem kært hafði fyrirtækið Sputnikbátar fyrir að hafa fimm pólska verkamenn í vinnu án tilskilinna leyfa, hefur dregið kæruna til baka.

Sjá næstu 50 fréttir