Meirihlutinn tapar fylgi 26. júlí 2005 00:01 Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fá samanlagt tæplega 47 prósenta fylgi samkvæmt könnun sem IMG Gallup framkvæmdi í mars síðastliðnum en fylgi flokkanna var tæp 60 prósent í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkurinn tapar einum manni, fær tvo, en Sjálfstæðisflokkurinn fær áfram fjóra bæjarfulltrúa þrátt fyrir að fylgi flokksins minnki verulega frá síðustu kosningum. Í bæjarstjórn Akureyrar eru ellefu fulltrúar og því heldur núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samkvæmt könnun Gallup. Listi fólksins á Akureyri fær engan mann kjörinn í bæjarstjórn en listinn fékk tvo menn kjörna í kosningunum fyrir þremur árum. Samfylkingin bætir verulega við sig fylgi og fær þrjá bæjarfulltrúa í stað eins og sömuleiðis vex fylgi Vinstri grænna umtalsvert og fá þeir tvo bæjarfulltrúa en hafa nú einn. Samkvæmt könnuninni er 11. bæjarfulltrúinn Sjálfstæðismaður en næstur á eftir honum er fjórði bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Þar á eftir kemur fyrsti maður af Lista fólksins. Þetta kemur fram í lífskjarakönnun sem IMG Gallup framkvæmdi fyrir Akureyrarbæ í mars síðastliðnum. Alls voru 383 einstaklingar spurðir hvaða flokk eða lista þeir myndu kjósa ef gengið hefði verið til kosninga í mars og gáfu 205 eða rúm 53 prósent upp afstöðu sína. Sigríður Ólafsdóttir, hjá IMG Gallup á Akureyri, segir tilganginn með spurningunni um afstöðu fólks til stjórnmálaaflanna á Akureyri ekki hafa verið að mæla fylgi flokkanna í bænum. "Spurningin var fyrst og fremst bakgrunnsbreyta í lífskjararannsókninni og á þeirri forsendu fór hún inn," segir Sigríður. Oddur Helgi Halldórsson, oddviti Lista fólksins, segist hafa mikla trú á skoðanakönnunum. "Það er hins vegar ekkert nýtt að minn listi kemur illa út í svona könnunum enda er lítið fjallað um Lista fólksins í fjölmiðlum á milli kosninga. Í upphafi baráttunnar fyrir síðustu kosningar þá mældumst við með 3,2 prósent fylgi en fengum 17,8 prósent. Í þessari könnun fengum við 6,3 prósent og það er einhver besta útkoma sem við höfum fengið í skoðanakönnun. Því sef ég alveg rólegur," segir Oddur Helgi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur fá samanlagt tæplega 47 prósenta fylgi samkvæmt könnun sem IMG Gallup framkvæmdi í mars síðastliðnum en fylgi flokkanna var tæp 60 prósent í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Framsóknarflokkurinn tapar einum manni, fær tvo, en Sjálfstæðisflokkurinn fær áfram fjóra bæjarfulltrúa þrátt fyrir að fylgi flokksins minnki verulega frá síðustu kosningum. Í bæjarstjórn Akureyrar eru ellefu fulltrúar og því heldur núverandi meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samkvæmt könnun Gallup. Listi fólksins á Akureyri fær engan mann kjörinn í bæjarstjórn en listinn fékk tvo menn kjörna í kosningunum fyrir þremur árum. Samfylkingin bætir verulega við sig fylgi og fær þrjá bæjarfulltrúa í stað eins og sömuleiðis vex fylgi Vinstri grænna umtalsvert og fá þeir tvo bæjarfulltrúa en hafa nú einn. Samkvæmt könnuninni er 11. bæjarfulltrúinn Sjálfstæðismaður en næstur á eftir honum er fjórði bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar. Þar á eftir kemur fyrsti maður af Lista fólksins. Þetta kemur fram í lífskjarakönnun sem IMG Gallup framkvæmdi fyrir Akureyrarbæ í mars síðastliðnum. Alls voru 383 einstaklingar spurðir hvaða flokk eða lista þeir myndu kjósa ef gengið hefði verið til kosninga í mars og gáfu 205 eða rúm 53 prósent upp afstöðu sína. Sigríður Ólafsdóttir, hjá IMG Gallup á Akureyri, segir tilganginn með spurningunni um afstöðu fólks til stjórnmálaaflanna á Akureyri ekki hafa verið að mæla fylgi flokkanna í bænum. "Spurningin var fyrst og fremst bakgrunnsbreyta í lífskjararannsókninni og á þeirri forsendu fór hún inn," segir Sigríður. Oddur Helgi Halldórsson, oddviti Lista fólksins, segist hafa mikla trú á skoðanakönnunum. "Það er hins vegar ekkert nýtt að minn listi kemur illa út í svona könnunum enda er lítið fjallað um Lista fólksins í fjölmiðlum á milli kosninga. Í upphafi baráttunnar fyrir síðustu kosningar þá mældumst við með 3,2 prósent fylgi en fengum 17,8 prósent. Í þessari könnun fengum við 6,3 prósent og það er einhver besta útkoma sem við höfum fengið í skoðanakönnun. Því sef ég alveg rólegur," segir Oddur Helgi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent