Fleiri fréttir

ESA aðhefst ekki vegna Norðuráls

Eftirlitsstofnun evrópska efnahagssvæðisins, ESA, hefur ákveðið að aðhafast ekki frekar eftir að íslensk stjórnvöld urðu við tilmælum hennar um breytingar á ríkisstuðningi við starfsemi Norðuráls á Grundartanga.

Íbúðaverð hækkar mikið á Akureyri

Skortur er á íbúðarhúsnæði til sölu á Akureyri og dæmi um að verð góðra eigna hafi hækkað um 50 prósent á einu ári. Fasteignaheildsalar horfa í auknum mæli á markaðinn fyrir norðan.

Vetnisvagnaverkefnið framlengt?

Tveggja ára þróunarverkefni með vetnisstrætisvagna lýkur í lok ágúst en unnið er að því að lengja verkefnið um eitt ár. Eina Kárahnjúkavirkjun þarf til að framleiða megi nóg vetni fyrir alla bíla landsmanna og skipaflotann.

Samið um 40 ljósleiðaratengingar

Í dag var undirritaður samningur milli Reykjavíkurborgar og Og fjarskipta um 40 ljósleiðaratengingar vegna jafn margra starfsstaða borgarinnar. Samningurinn gildir til fjögurra ára og var gerður í kjölfar útboðs á ljósleiðaratengingum fyrir helstu starfsstaði borgarinnar. Verðmæti samningsins er um 111 milljónir króna.

Þoka hamlaði flugi

Neyðarástand skapaðist á tímabili á Keflavíkurflugvelli vegna þoku í gærkvöld, og lenda varð tveimur Boeing 757 vélum á Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan ellefu.

Fólskuleg árás í Hafnarstræti

Fjórir til fimm réðust fólskulega á mann sem var á gangi í Hafnarstræti í nótt. Maðurinn var fluttur á slysadeild með talsverða áverka, brotnuðu meðal annars í honum tennurnar. Þegar lögreglan kom honum til hjálpar voru árásarmennirnir á bak og burt.

Dularfull flensa í Kína

Níu hafa látist af völdum dularfullrar flensu á skömmum tíma í Sichuanhéraði í suðvesturhluta Kína. Af ótta við ókunnan faraldur hafa yfirvöld látið hefja rannsókn eftir því sem fréttaveitan Nýa Kína greinir frá.

Ályktun á að hvetja til uppgjörs

Framsóknarflokkurinn sér ástæðu til að senda þau skilaboð til borgarbúa og samstarfsflokka í R-listanum að hann, ekki síður en Samfylkingin, hafi þor og getu til að til að bjóða fram undir eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosningum.

Sjö ökuníðingar í Hafnarfirði

Sjö voru teknir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði. Einn þeirra sem tekinn var er sautján ára og nýkominn með bílpróf. Hann ók á 137 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetra hraði; hann var á tvöföldum hámarkshraða.

Maður brenndist á skemmtistað

Kertalogi læsti sig í yfirhöfn manns á skemmtistað í miðborginni í nótt. Maðurinn fékk brunasár á baki en eldurinn logaði smástund áður en tókst að kæfa hann. Brunasárið er ekki talið alvarlegt og kom maðurinn sér sjálfur á slysadeild.

Jökla enn í vexti

Jökla hefur ekki enn sett brúna við Kárahnjúka á kaf. Vatnið náði þó upp undir brúargólf í gærkvöldi eins og kvöldið þar á undan og þurfti að loka brúnni frá klukkan hálf sjö til klukkan til miðnættis. Búist er við að það flæði yfir brúna á næstu dögum.

Framsóknarmenn þora og geta

Samþykkt var á fjölmennum aðalfundi félags Framsóknarmanna í Reykjavíkukjördæmi norður að hvetja forystu flokksins til að bjóða fram undir merkjum Framsóknarflokksins, náist ekki samkomulag um framboð R-listaflokkanna.

Íbúar ósáttir við drasl í Kópavogi

Bílhræ og járnadrasl vestast í Kópavogi er ekki til prýði. Íbúum finnst að þessu megnasta sjónmengun - en til stendur að gera endurbætur á iðnaðarhverfinu. Íbúar vestast í Kópavogi eru ekki allir sáttir við umhverfi sitt vegna drasls sem er þar víða.

Grilluðu naut í heilu lagi

Um 4.000 manns eru saman komnir á Landsmóti skáta á Úlfljótsvatni og hafa skátar reist lítið þorp á staðnum í tilefni mótsins, sem haldið er þriðja hvert ár.

Flestir spyrja um Eyjar

Ferðamannastraumurinn virðist að miklu leyti liggja á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina, samkvæmt fyrirspurnum sem afgreiðslufólk BSÍ fær þessa dagana.

Engar reglur um ferðamenn í neyð

Þrátt fyrir miklar náttúruhamfarir og hryðjuverk á vinsælum ferðamannastöðum að undanförnu hafa íslensk stjórnvöld ekki gert neina aðgerðaáætlun um hvort eða hvernig staðið skuli að fólksflutningum við slíkar aðstæður. Ferðaskrifstofum er í sjálfsvald sett hvort þær bregðast við ef hryðjuverk verða á þeim slóðum sem Íslendingar dvelja.

Fjögurra til fimm leitað

Fjögurra til fimm manna er leitað eftir fólskulega líkamsárás í Hafnarstræti í fyrrinótt. Árásin var að sögn lögreglu tilefnislaus en árásarmennirnir þekktu ekki manninn sem ráðist var á.

Höfðu afskipti af hópi mótmælenda

Lögreglumenn á Kárahnjúkum höfðu afskipti af hópi mótmælenda við Kárahnjúka í fyrrakvöld er mótmælendurnir gerðu sig líklega til þess að fara inn á vinnusvæði virkjunarinnar.

Áform litin alvarlegum augum

Engar ákvarðanir hafa enn verið teknar um hvernig brugðist verður við áformum atvinnubílstjóra um að loka gatnamótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar um verslunarmannahelgina, að sögn Arinbjarnar Snorrasonar hjá lögreglunni í Reykjavík.

Fyrsta áfanga að ljúka

Fyrsta áfanga strandgöngu Jóns Eggerts Guðmundssonar til styrktar Krabbameinsfélaginu lýkur á Egilsstöðum á morgun. Jón Eggert hefur þá gengið rúmlega níu hundruð kílómetra leið frá Hafnarfirði um Suðurnes, Suðurland og Austfirði.

Brúargólfið í kaf

Flætt hafði upp að burðarbitum árinnar yfir Jökulsá á Dal við Kárahnjúka um kvöldmatarleyti í gær og búist var við að yfir brúargólfið flæddi með kvöldinu, að sögn Haralds B. Alfreðssonar hjá framkvæmdaeftirliti Landsvirkjunar.

Borgarstjóri bjartsýnn á R-lista

"Ég hef engar sérstakar áhyggjur af framboðsmálum R-listans. Það eru allir að vinna að heilum hug í þessum málum og hver flokkur að hugsa sinn gang," segir Steinunn V. Óskarsdóttir borgarstjóri um framboðsmál R-listans og ályktun Framsóknarflokksins í Reykjavík norður frá því fyrir helgi.

Fimmtán hrefnur á land

"Það voru afar góð skilyrði fyrir veiðar um helgina og það veiddust fjórar hrefnur," segir Gunnar Bergmann Jónsson hjá Félagi hrefnuveiðimanna.

Segir nýja leiðakerfið gallað

"Það er margt við þetta nýja leiðakerfi að athuga," segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.

Fer væntanlega heim í dag

Fertugur maður sem rann 150 metra niður skriðu við Hvalvatnsfjörð milli Eyjafjarðar og Skjálfanda á föstudag er á góðum batavegi og fær líklega að fara heim í dag að sögn læknis á Landspítala háskólasjúkrahúsi Fossvogi.

Vændisnefnd nær ekki saman

Vændisnefnd dómsmálaráðuneytisins nær ekki saman um leiðir til að sporna við vændi á Íslandi, fremur en allsherjarnefnd Alþingis í vetur. Sitt sýnist hverjum um sænsku leiðina en í Svíþjóð er refsivert að kaupa vændisþjónustu.

Á góðum batavegi

Maðurinn, sem féll um 150 metra niður skriður við Hvalvatnsfjörð á föstudag, var meðvitundarlaus í fallinu og man ekki eftir neinum sársauka. Hann er á góðum batavegi og var þakklátur og sprækur þegar Stöð 2 leit til hans á sjúkrahúsið í dag.

Fornleifarannsóknir á Skriðu

Munir, sem fundist hafa við fornleifarannsóknina á Skriðuklaustri, verða til sýnis  þar eystra næstu vikur. Sýningin var opnuð á föstudag.

Rann niður bratta brekku

Karlmaður og kona sluppu nær ómeidd þegar húsbíll þeirra hafnaði utan vegar og rann um fjörutíu metra niður bratta brekku á móts við bæinn Breiðavað skammt ofan Blönduóss um klukkan hálfsjö í gærkvöldi.

Stóð út á miðri akbraut

Lögreglunni í Hafnarfirði barst laust eftir klukkan sex síðdegis í gær tilkynning um að maður gengi eftir miðri akbraut á Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ.

Ekki í lífshættu

Maðurinn sem slasaðist þegar hann féll um það bil 150 metra niður skriðu í gær við Hvalvatnsfjörð fékk töluverða andlitsáverka og skrámur en er ekki í talinn í lífshættu.

Brenndist á fótum

Ferðamaðurinn sem brenndist þegar hann féll í hver í Reykjadal í gær, er með annars til þriðja stigs bruna að sögn læknis á Landspítalanum. Maðurinn þarf líklega að fara í aðgerð en hann brenndist upp að hnjám og þarf að liggja á spítalanum í nokkra daga.

Slys í Skorradal

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á níunda tímanum í gærkvöld til að sækja slasaðan mann í Skorradal. Maðurinn hafði orðið undir gröfu sem féll af kerru þegar verið var að flytja gröfuna niður af kerrunni.

Tekinn með hass í Keflavík

Tvítugur piltur var hantekinn í nótt af lögreglunni í Keflavík vegna gruns um vörslu og neyslu fíkniefna. Við leit á honum fundust tveir hassmolar, samtals um tvö  grömm. Pilturinn var látinn laus eftir yfirheyrslu.

Fimm teknir grunaðir um ölvun

Fimm voru teknir grunaðir um ölvun við akstur á Selfossi og við sumarhúsabyggðir í umdæmi lögreglunnar þar. Lögrelgan í Borgarnesi stöðvaði mann á 128 kílómetra hraða undir Hafnarfjalli um miðnætti og reyndist sá vera töluvert ölvaður. Honum var komið til síns heima eftir skýrslutöku hjá lögreglu.

Vatnavextir í Jöklu

Brúnni yfir Jöklu var lokað í gærkvöldi vegna vatnavaxta í nokkra klukkutíma af öryggisástæðum. Búist við að hún fari undir vatn næstu daga. Að sögn verkefnisstjóra Landsvirkjunar á Kárahnjúkum hafa menn ekki miklar áhyggjur af vextinum því eins og kom í ljós í fyrrasumar þoldi hún straumþunga árinnar eftir að hafa farið undir vatn.

Arna Schram nýr formaður BÍ

Arna Schram, blaðamaður á Morgunblaðinu, tók við formennsku í Blaðamannafélagi Íslands á stjórnarfundi í gær eftir að formaðurinn, Róbert Marshall, sagði sig úr stjórn í kjölfar þess að hann tók við starfi yfirmanns fréttasviðs hjá 365 ljósvakamiðlum. Arna Schram hefur verið varaformaður BÍ síðastliðin rúm tvö ár.

Strætó býður til opnunar

Strætó bs. býður íbúum höfðuborgarsvæðisins að vera við formlega opnun á nýju leiðarkerfi á Hlemmi klukkan eitt í dag. Þar verða stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Strætós bs. sem munu kynna nýtt kerfi. Þá taka borgarstjóri og bæjarstjórar aðildarsveitarfélaga Strætós kerfið formlega í notkun.

Ókeypis skoðun á aftanívögnum

VÍS og Frumherji bjóða næstu daga ókeypis úttekt á fellihýsum, hjólhýsum, tjaldvögnum og hestakerrum til að fólk geti gengið úr skugga um að tengi- og öryggisbúnaður þeirra sé í lagi áður en lagt er upp í ferðalag um verslunarmannahelgina.

Ölvaður á 128 km hraða

Ökumaður fólksbifreiðar var stöðvaður af lögreglunni í Borgarnesi þar sem hann ók yfir leyfilegum hámarkshraða undir Hafnarfjalli í Borgarfirði skömmu eftir miðnætti í gær.

Frönskum dögum lýkur í dag

Frönskum dögum á Fáskrúðsfirði lýkur í dag en lögregla telur að um þrjú til fjögur hundruð manns hafi lagt leið sína í bæinn til að fagna með heimamönnum. Hátíðin hefur gengið stórslysalaust fyrir utan nokkur minni háttar viðvik sem lögregla rekur til ölvunar en hún hefur verið töluvert mikil og var talsverður erill hjá lögreglu.

R-listinn hangir á bláþræði

Ekkert bendir til annars en að dagar Reykjavíkurlistans séu senn taldir ef marka má viðbrögð forystumanna flokkanna þriggja sem listann skipa við ályktun Framsóknarflokksins í Reykjavík norður um framboðsmál flokksins.

Framsókn ruggar bátnum

"Það hafa verið uppi raddir um að við séum skelkaðir og að við þorum ekki að fara einir fram. Þetta eru skilaboð til hinna flokkanna um hið gagnstæða," segir Þorlákur Björnsson, formaður kjördæmisráðs Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.

Nýtt leiðakerfi tekið í notkun

Borgarstjóri og bæjarstjórar nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur klipptu í gær á borða til merkis um að nýtt leiðakerfi Strætó hefði tekið gildi.

Erlendir fangar kosta sitt

Kostnaður samfélagsins vegna erlendra fanga í íslenskum fangelsum eykst ár frá ári. Um fimmtán prósent þeirra fanga sem nú sitja inni eru útlendingar.

Sjá næstu 50 fréttir