Innlent

Sjatnar í Jöklu

Vatnsborð Jöklu hefur sjatnað til muna eftir að vatnsmagn hennar náði hámarki í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að það flæddi yfir brúnna við Kárahnjúkastíflu í annað sinn á einu ári. Engin hætta skapaðist vegna aukins rennslis í þetta sinn enda geta hjágöng sem útbúin voru tekið við mun meira vatnsmagni en nú varð. Hætta skapaðist í fyrra vegna þess að þau göng tóku ekki við öllu því vatni sem ráð var fyrir gert en með snarræði tókst þá að bjarga stíflunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×